Öll ljóð Tomas Tranströmer á íslensku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. september 2013 10:00 Skáldið og þýðandinn. Njörður heimsótti Tranströmer í fyrrasumar á meðan hann vann að þýðingu ljóðasafnsins. Öll ljóð sænska Nóbelsverðlaunaskáldsins Tomas Tranströmer koma út í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík í dag. Bókin spannar fimmtíu ár og nefnist Ljóð 1954-2004. Sjálfur fagnar Njörður fimmtíu ára rithöfundarferli á þessu ári. "Ég hef fylgst með ljóðum Tomas Tranströmer alveg síðan 1966, þegar við hjónin fluttum til Svíþjóðar, og gaf út lítið ljóðakver eftir hann 1990 þegar hann hafði fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þegar hann fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 2011 tók ég þá ákvörðun að þýða öll ljóðin hans. Þetta eru sem sagt öll þau ljóð sem hann hefur birt í bókum,“ segir Njörður P. Njarðvík, þýðandi ljóðanna.Þú þekkir Tranströmer væntanlega út og inn sem ljóðskáld, en kynntistu honum persónulega? „Já, svolítið. Hins vegar varð hann fyrir mjög miklu áfalli árið 1990, sama árið og hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Hann fékk slag, lamaðist hægra megin, missti málið og hefur ekki fengið það aftur. Þú getur ímyndað þér hvílík raun það er fyrir orðsins mann að geta ekki talað. Við heimsóttum hann í september í fyrra og það var dálítið tragískt. Hann skilur allt en getur ekki tjáð sig nema í eins atkvæðis orðum.“Hann hefur samt haldið áfram að yrkja? „Hann hefur gefið út tvær bækur eftir að hann fékk slag. Fyrri bókin, sem heitir Sorgargondóll, var raunar að einhverju leyti tilbúin áður en hann veiktist, en sú seinni, pínulítið kver sem kom út 2004 og heitir á sænsku Den stora gåtan sem ég þýði sem Torráðin gáta, inniheldur mest hækur. Mjög hnitmiðað og mikil orðfæð. Reyndar hefur hann löngum verið mjög hnitmiðaður í ljóðlist sinni og hefur komið sér upp þeirri aðferð að hann byrjar ljóð oft á ofurhversdagslegu ytra atviki sem leiðir hann síðan inn í innri veruleika manneskjunnar.“ Sænska skáldið Kjell Espmark skrifar eftirmála bókarinnar og segir þar meðal annars: „Tomas Tranströmer er einn sárafárra sænskra rithöfunda sem hafa haft áhrif á bókmenntir heimsins. Ljóð hans eru ekki einasta þýdd á um 60 tungumál, mikilsháttar skáld um víða veröld hafa orðið fyrir djúpum áhrifum af list hans.“ Espmark mun í dag flytja fyrirlestur um Tranströmer í Norræna húsinu og Njörður segir hugsanlegt að hann muni lesa þar upp úr bókinni. Það muni ráðast af stemningunni. Ljóðin í bókinni spanna fimmtíu ára tímabil og kallast það á við þá staðreynd að Njörður fagnar í ár fimmtíu ára ferli sem rithöfundur. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort von sé á frumsaminni bók frá honum á næstunni. „Segjum ekkert um það sem ekki er orðið til. Hins vegar er það að þýða ljóð eins konar enduryrking. Ég byrjaði að þýða með þessa útgáfu í huga þegar Tranströmer fékk Nóbelsverðlaunin 2011 og hef lítinn tíma haft til að sinna öðru síðustu tvö árin.“ Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Öll ljóð sænska Nóbelsverðlaunaskáldsins Tomas Tranströmer koma út í íslenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík í dag. Bókin spannar fimmtíu ár og nefnist Ljóð 1954-2004. Sjálfur fagnar Njörður fimmtíu ára rithöfundarferli á þessu ári. "Ég hef fylgst með ljóðum Tomas Tranströmer alveg síðan 1966, þegar við hjónin fluttum til Svíþjóðar, og gaf út lítið ljóðakver eftir hann 1990 þegar hann hafði fengið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Þegar hann fékk Bókmenntaverðlaun Nóbels 2011 tók ég þá ákvörðun að þýða öll ljóðin hans. Þetta eru sem sagt öll þau ljóð sem hann hefur birt í bókum,“ segir Njörður P. Njarðvík, þýðandi ljóðanna.Þú þekkir Tranströmer væntanlega út og inn sem ljóðskáld, en kynntistu honum persónulega? „Já, svolítið. Hins vegar varð hann fyrir mjög miklu áfalli árið 1990, sama árið og hann fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Hann fékk slag, lamaðist hægra megin, missti málið og hefur ekki fengið það aftur. Þú getur ímyndað þér hvílík raun það er fyrir orðsins mann að geta ekki talað. Við heimsóttum hann í september í fyrra og það var dálítið tragískt. Hann skilur allt en getur ekki tjáð sig nema í eins atkvæðis orðum.“Hann hefur samt haldið áfram að yrkja? „Hann hefur gefið út tvær bækur eftir að hann fékk slag. Fyrri bókin, sem heitir Sorgargondóll, var raunar að einhverju leyti tilbúin áður en hann veiktist, en sú seinni, pínulítið kver sem kom út 2004 og heitir á sænsku Den stora gåtan sem ég þýði sem Torráðin gáta, inniheldur mest hækur. Mjög hnitmiðað og mikil orðfæð. Reyndar hefur hann löngum verið mjög hnitmiðaður í ljóðlist sinni og hefur komið sér upp þeirri aðferð að hann byrjar ljóð oft á ofurhversdagslegu ytra atviki sem leiðir hann síðan inn í innri veruleika manneskjunnar.“ Sænska skáldið Kjell Espmark skrifar eftirmála bókarinnar og segir þar meðal annars: „Tomas Tranströmer er einn sárafárra sænskra rithöfunda sem hafa haft áhrif á bókmenntir heimsins. Ljóð hans eru ekki einasta þýdd á um 60 tungumál, mikilsháttar skáld um víða veröld hafa orðið fyrir djúpum áhrifum af list hans.“ Espmark mun í dag flytja fyrirlestur um Tranströmer í Norræna húsinu og Njörður segir hugsanlegt að hann muni lesa þar upp úr bókinni. Það muni ráðast af stemningunni. Ljóðin í bókinni spanna fimmtíu ára tímabil og kallast það á við þá staðreynd að Njörður fagnar í ár fimmtíu ára ferli sem rithöfundur. Hann vill þó ekkert gefa upp um það hvort von sé á frumsaminni bók frá honum á næstunni. „Segjum ekkert um það sem ekki er orðið til. Hins vegar er það að þýða ljóð eins konar enduryrking. Ég byrjaði að þýða með þessa útgáfu í huga þegar Tranströmer fékk Nóbelsverðlaunin 2011 og hef lítinn tíma haft til að sinna öðru síðustu tvö árin.“
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira