Stjórnandinn í Berlín - kórinn í Borgarleikhúsinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. september 2013 10:00 Í vox feminae eru tæplega sextíu konur Margrét Pálmadóttir er kórstjóri Vox feminae, sem flytur tónlist í verkinu Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fréttablaðið/GVA „Við munum í fyrsta skipti hitta tónskáld sýningarinnar Hús Bernhörðu Alba og æfa okkur saman, tónskáldið í Þýskalandi og við í Borgarleikhúsinu,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Vox feminae. Kórinn sér um tónlistarflutning í uppsetningu Borgarleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba. Sýningin er í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Tónskáld sýningarinnar, Hildur Ingveldar- og Guðnadóttir, býr í Berlín. „Þetta er rosalega spennandi fyrir okkur, þetta hefur ekki verið möguleiki áður, að stilla upp heilum kór og hafa tónskáldið á skjá fyrir framan og stjórna,“ segir Margrét jafnframt. Í kvennakórnum Vox feminae eru 59 konur á öllum aldri. „Við erum margar sem tökum þátt í þessari uppfærslu. Við komum til með að skipta okkur upp í hópa, vera um það bil tuttugu á sviðinu hverju sinni,“ segir Margrét jafnframt. „Æfingin er opin öllum og við verðum á æfingasvæðinu í Borgarleikhúsinu klukkan sex í dag,“ útskýrir Margrét. Verkið um Bernhörðu Alba fjallar um það að aðalsöguhetjan fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim, ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum, föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við munum í fyrsta skipti hitta tónskáld sýningarinnar Hús Bernhörðu Alba og æfa okkur saman, tónskáldið í Þýskalandi og við í Borgarleikhúsinu,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Vox feminae. Kórinn sér um tónlistarflutning í uppsetningu Borgarleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba. Sýningin er í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Tónskáld sýningarinnar, Hildur Ingveldar- og Guðnadóttir, býr í Berlín. „Þetta er rosalega spennandi fyrir okkur, þetta hefur ekki verið möguleiki áður, að stilla upp heilum kór og hafa tónskáldið á skjá fyrir framan og stjórna,“ segir Margrét jafnframt. Í kvennakórnum Vox feminae eru 59 konur á öllum aldri. „Við erum margar sem tökum þátt í þessari uppfærslu. Við komum til með að skipta okkur upp í hópa, vera um það bil tuttugu á sviðinu hverju sinni,“ segir Margrét jafnframt. „Æfingin er opin öllum og við verðum á æfingasvæðinu í Borgarleikhúsinu klukkan sex í dag,“ útskýrir Margrét. Verkið um Bernhörðu Alba fjallar um það að aðalsöguhetjan fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim, ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum, föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira