Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar gefinn út í Ameríku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. september 2013 12:00 Ólafur les nú prófarkir að smásagnasafni sínu fyrir Ameríkumarkað auk þess að vinna að kvikmyndahandriti eftir Öxinni og jörðinni. Fréttablaðið/Anton Ólafur Gunnarsson er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013. Það er þó ekki eina upphefðin sem hann hlýtur þessa dagana því von er á úrvali smásagna hans í amerískri útgáfu og vinna við handrit kvikmyndar eftir Öxinni og jörðinni er komin á skrið. "Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöfundur sem á dögunum var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2013. „Þetta inniber ákveðna fjárhæð sem samsvarar fjögurra mánaða launum og að verk mín verða kynnt í bókasafninu í Mosfellsbæ. Sú kynning stendur yfir betri hluta næsta árs. Kvaðirnar eru ekki aðrar en þær að ég mun mæta og lesa upp úr verkum mínum.“Hvað ertu annars að fást við þessa mánuðina? „Núna er ég í miðju kafi að lesa prófarkir af smásagnasafninu mínu sem á að koma út í Ameríku seinna á þessu ári eða í upphafi þess næsta. Þar fyrir utan er ég að semja nýja skáldsögu. Smásagnasafnið er að hluta til úr safninu Meistaraverkið en auk þess völdu þeir Gaga, stuttu nóvelluna mína sem kom út árið 1984.“Hvaða forlag gefur þetta út? „Það heitir New American Press og er kúltúrforlag sem þrír rithöfundar reka. Þetta er ekki stórt forlag en það nýtur talsvert meiri virðingar en stærðin gefur til kynna, sennilega af því að það eru höfundar sem reka það.“Ólafur er með fleiri járn í eldinum í Ameríku því eins og kunnugt er er hafinn undirbúningur að gerð kvikmyndar eftir verðlaunaskáldsögu hans Öxinni og jörðinni. Á hvaða stigi er sú vinna? „Hún er að komast á skrið. Ég er að aðstoða enskan handritshöfund við skrif handritsins. Þetta tekur allt óratíma. Ef það er eitthvað sem fer hægar á jörðinni en snigillinn þá er það ferlið frá bók og upp á kvikmyndatjaldið. Þessi handritshöfundur er reyndar enginn aukvisi, hann skrifaði handritið að sjónvarpsþáttunum Tudor og kvikmyndahandritið að myndinni Elizabeth frá 1996.“ Leikstjórinn er heldur ekki af verri endanum því það er sjálfur Shekhar Kapur sem einmitt leikstýrði Cate Blanchett í Elizabeth. „Sögutími Axarinnar og jarðarinnar er einmitt í stórum dráttum sá sami og þeirrar myndar og það er langt síðan Kapur lýsti yfir áhuga á að gera mynd eftir bókinni,“ segir Ólafur.Þú ert sem sagt að slá í gegn beggja vegna Atlantshafsins? „Nei, það held ég nú ekki. Ég held að eini íslenski rithöfundurinn sem hægt er að tala um að hafi slegið í gegn í útlöndum sé Arnaldur vinur minn Indriðason. En þetta er voða gaman og hver veit nema þetta bjóði upp á skemmtileg ferðalög í framtíðinni. Það nægir mér alveg.“ Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ólafur Gunnarsson er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2013. Það er þó ekki eina upphefðin sem hann hlýtur þessa dagana því von er á úrvali smásagna hans í amerískri útgáfu og vinna við handrit kvikmyndar eftir Öxinni og jörðinni er komin á skrið. "Þetta er mjög ánægjulegt,“ segir Ólafur Gunnarsson rithöfundur sem á dögunum var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2013. „Þetta inniber ákveðna fjárhæð sem samsvarar fjögurra mánaða launum og að verk mín verða kynnt í bókasafninu í Mosfellsbæ. Sú kynning stendur yfir betri hluta næsta árs. Kvaðirnar eru ekki aðrar en þær að ég mun mæta og lesa upp úr verkum mínum.“Hvað ertu annars að fást við þessa mánuðina? „Núna er ég í miðju kafi að lesa prófarkir af smásagnasafninu mínu sem á að koma út í Ameríku seinna á þessu ári eða í upphafi þess næsta. Þar fyrir utan er ég að semja nýja skáldsögu. Smásagnasafnið er að hluta til úr safninu Meistaraverkið en auk þess völdu þeir Gaga, stuttu nóvelluna mína sem kom út árið 1984.“Hvaða forlag gefur þetta út? „Það heitir New American Press og er kúltúrforlag sem þrír rithöfundar reka. Þetta er ekki stórt forlag en það nýtur talsvert meiri virðingar en stærðin gefur til kynna, sennilega af því að það eru höfundar sem reka það.“Ólafur er með fleiri járn í eldinum í Ameríku því eins og kunnugt er er hafinn undirbúningur að gerð kvikmyndar eftir verðlaunaskáldsögu hans Öxinni og jörðinni. Á hvaða stigi er sú vinna? „Hún er að komast á skrið. Ég er að aðstoða enskan handritshöfund við skrif handritsins. Þetta tekur allt óratíma. Ef það er eitthvað sem fer hægar á jörðinni en snigillinn þá er það ferlið frá bók og upp á kvikmyndatjaldið. Þessi handritshöfundur er reyndar enginn aukvisi, hann skrifaði handritið að sjónvarpsþáttunum Tudor og kvikmyndahandritið að myndinni Elizabeth frá 1996.“ Leikstjórinn er heldur ekki af verri endanum því það er sjálfur Shekhar Kapur sem einmitt leikstýrði Cate Blanchett í Elizabeth. „Sögutími Axarinnar og jarðarinnar er einmitt í stórum dráttum sá sami og þeirrar myndar og það er langt síðan Kapur lýsti yfir áhuga á að gera mynd eftir bókinni,“ segir Ólafur.Þú ert sem sagt að slá í gegn beggja vegna Atlantshafsins? „Nei, það held ég nú ekki. Ég held að eini íslenski rithöfundurinn sem hægt er að tala um að hafi slegið í gegn í útlöndum sé Arnaldur vinur minn Indriðason. En þetta er voða gaman og hver veit nema þetta bjóði upp á skemmtileg ferðalög í framtíðinni. Það nægir mér alveg.“
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira