Lifum og deyjum eins og blómin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 13:00 „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/GVA Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15. Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum hefur opnað málverkasýningu í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. „Ég byrjaði að mála 1998. Þá var ég stödd suður á Spáni. Sonur minn bjó þar og ég var hjá honum. Ég var mikið ein heima en það voru litir og strigi á borðstofuborðinu og ég fór að fikta. Þegar sonurinn sá til mín varð hann alveg undrandi og sagði: „Mamma, þú getur bara málað,“ Síðan hef ég verið óstöðvandi og mér finnst það ein mesta guðsgjöf sem ég hef hlotið.“ Þannig lýsir Sigrún Sigurðardóttir frá Möðruvöllum tildrögum þess að hún hóf að fást við listmálun. Afrakstur þeirrar iðju sýnir hún um þessar mundir í safnaðarheimili Seltjarnarneskirkju. Sigrún var sjúkraliði í 37 ár. Hún vann til 74 ára aldurs og var þá búin að kynnast myndlistinni. Það er hún þakklát fyrir. „Í stað þess að verða einmana og þunglynd er ég bara glöð og ánægð innan um litina,“ segir hún og geislar. Blóm eru áberandi í myndum Sigrúnar. „Mér þykir jafnvænt um manneskjurnar og blómin og ferðalag okkar er svo líkt. Við byrjum sem fræ og vöxum upp, þegar við höfum sprungið út hefst hnignunin og svo deyjum við eins og blómin.“ Sýningin stendur til 13. október og er opin virka daga frá 11 til 16 og á sunnudögum frá 12 til 15.
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira