Mælgin og virðing Íslands Þorsteinn Pálsson skrifar 7. september 2013 06:00 Þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti því yfir við setningu Alþingis í vor að Evrópusambandið hvorki vildi né gæti samið um aðild Íslands voru liðin fjörutíu og þrjú ár síðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ritgerð að virðing smáþjóða stæði yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra. Trauðla verður dregin upp sterkari mynd af hroka og hófsemi en birtist í þessum orðum. Þau lýsa gjörólíkum stjórnmálaleiðtogum, gagnstæðri hugmyndafræði og ósamræmanlegum sjónarmiðum um hvernig Ísland tryggir best hagsmuni sína í heimi þar sem fullveldi og efnahagslegar framfarir ráðast í vaxandi mæli af samvinnu þjóða. Orð Bjarna Benediktssonar standa enn. En eftir fund með kanslara Þýskalands í sumar þurfti forsetinn að kokgleypa ummæli sín. Þá sneri hann blaðinu umsvifalaust við og sagðist hafa meint að Ísland gæti ekki samið um aðild. Sá böggull fylgir skammrifi að smáni forsetinn sjálfan sig gerir hann þjóðinni um leið sömu skömm. Það segir sína sögu að forsætisráðherra og utanríkisráðherra gáfu blessun ríkisstjórnarinnar fyrir báðum útgáfum forsetans um getuleysi og andstöðu við að semja um mögulega aðild Íslands. Ekki er ofsögum sagt að Bjarni Benediktsson var í raun faðir þeirrar samstöðu þriggja stjórnmálaflokka um grundvöll utanríkisstefnunnar sem fylgt var allan síðari hluta tuttugustu aldar. Nú í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar ræður hugmyndafræði Ólafs Ragnars Grímssonar.Að semja við sjálfan sig Æstustu sporgöngumenn forsetans í andstöðunni við að láta reyna á aðildarsamninga staðhæfa í síbylju að Ísland muni tapa fullveldinu í þeim viðræðum. Sumir trúa því. En væri það rétt gæti enginn ærlegur Íslendingur varið, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að halda áfram. Sósíalistar og kommúnistar slógu á þessa sömu tilfinningastrengi í andróðri gegn aðild að Atlantshafsbandalaginu á sínum tíma. Sumir trúðu því. Reynslan var önnur. Aðildin styrkti fullveldi landsins. Hugsunin að baki slíkum málflutningi er að byrja á því að semja við sjálfan sig um verstu hugsanlegu niðurstöðu úr samningum við aðrar þjóðir. Sú heimasmíð er síðan notuð til að telja mönnum trú um hversu varasamur gagnaðilinn er. Í raun lýsir þetta þjóðlegri minnimáttarkennd sem brýst út í hroka. Ríki hafa ekki stjórnmálasamband sín á milli nema þau viðurkenni fullveldi hvers annars. Af rökfærslu aðildarandstæðinga leiðir að utanríkisráðherrann verður að halda því fram heima í Skagafirði að Danir og Bretar séu ekki fullvalda þjóðir. Þegar hann kemur í ráðuneytið er það hins vegar starfi hans dag hvern að viðhalda í verki stjórnmálasambandi við þessi fullvalda ríki og önnur í sömu stöðu. Þessi broslega klípa utanríkisráðherrans sýnir hversu illa mönnum getur skrikað fótur á málflutningssvellinu þegar þeir styðjast við uppspuna fremur en rök. Menn geta sloppið í stjórnarandstöðu en halda ekki jafnvægi með ráðherraábyrgðina á herðunum.Bakhjarl fullveldisins Þegar Ísland átti í erfiðleikum með að viðhalda fjárhagslegu sjálfstæði sínu án aðstoðar var leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, norrænna aðildarþjóða Evrópusambandsins, Póllands og Noregs. Það sem máli skipti á þeim örlagaríka tíma var að eiga bakhjarl í alþjóðasamstarfi sem hefur lýðræði og viðskiptafrelsi að markmiði. Þó að Ísland hafi gengist undir margs konar erfiðar kvaðir í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var markmið hennar að slá skjaldborg um fullveldi landsins. Það lánaðist ágætlega. En við endurreisnina þarf Ísland á erlendri fjárfestingu að halda meir en nokkru sinni. Í vikunni kom fram að á heimslistanum yfir samkeppnishæfni ríkja voru aðeins fjögur ríki fyrir neðan Ísland þegar borið var saman regluverk sem lýtur að erlendum fjárfestingum. Við eigum ekki að hafa fordóma gagnvart fjárfestingarfé frá einræðisríkjum eins og Kína. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir hinu að það flæðir ekki hingað til þess að efla lýðræðið og fullveldið. Í þeim tilgangi er því samtímis þörf á að styrkja til mikilla muna stöðu okkar í samtökum vestrænna lýðræðisþjóða. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu byggðist á hugsjón og raunsæi um stöðu ungs lýðveldis í hörðum heimi. Hún fól í sér þátttöku í sterkustu samtökum vestrænna þjóða sem þá voru. Evrópusambandið gegnir því hlutverki í dag. Hugsanlegur fríverslunarsamningur þess við Bandaríkin er ný og mikil áskorun. Hvers vegna á Ísland ekki að vera fullur þátttakandi í þeirri þróun frá byrjun? Þó að forsetinn tali eftir lögmálum skopparakringlunnar standa öll rök til að taka ný skref með fótfestu í rótgróinni hugmyndafræði evrópskrar- og vestrænnar samvinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lýsti því yfir við setningu Alþingis í vor að Evrópusambandið hvorki vildi né gæti samið um aðild Íslands voru liðin fjörutíu og þrjú ár síðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ritgerð að virðing smáþjóða stæði yfirleitt í öfugu hlutfalli við mælgi þeirra. Trauðla verður dregin upp sterkari mynd af hroka og hófsemi en birtist í þessum orðum. Þau lýsa gjörólíkum stjórnmálaleiðtogum, gagnstæðri hugmyndafræði og ósamræmanlegum sjónarmiðum um hvernig Ísland tryggir best hagsmuni sína í heimi þar sem fullveldi og efnahagslegar framfarir ráðast í vaxandi mæli af samvinnu þjóða. Orð Bjarna Benediktssonar standa enn. En eftir fund með kanslara Þýskalands í sumar þurfti forsetinn að kokgleypa ummæli sín. Þá sneri hann blaðinu umsvifalaust við og sagðist hafa meint að Ísland gæti ekki samið um aðild. Sá böggull fylgir skammrifi að smáni forsetinn sjálfan sig gerir hann þjóðinni um leið sömu skömm. Það segir sína sögu að forsætisráðherra og utanríkisráðherra gáfu blessun ríkisstjórnarinnar fyrir báðum útgáfum forsetans um getuleysi og andstöðu við að semja um mögulega aðild Íslands. Ekki er ofsögum sagt að Bjarni Benediktsson var í raun faðir þeirrar samstöðu þriggja stjórnmálaflokka um grundvöll utanríkisstefnunnar sem fylgt var allan síðari hluta tuttugustu aldar. Nú í byrjun tuttugustu og fyrstu aldar ræður hugmyndafræði Ólafs Ragnars Grímssonar.Að semja við sjálfan sig Æstustu sporgöngumenn forsetans í andstöðunni við að láta reyna á aðildarsamninga staðhæfa í síbylju að Ísland muni tapa fullveldinu í þeim viðræðum. Sumir trúa því. En væri það rétt gæti enginn ærlegur Íslendingur varið, hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að halda áfram. Sósíalistar og kommúnistar slógu á þessa sömu tilfinningastrengi í andróðri gegn aðild að Atlantshafsbandalaginu á sínum tíma. Sumir trúðu því. Reynslan var önnur. Aðildin styrkti fullveldi landsins. Hugsunin að baki slíkum málflutningi er að byrja á því að semja við sjálfan sig um verstu hugsanlegu niðurstöðu úr samningum við aðrar þjóðir. Sú heimasmíð er síðan notuð til að telja mönnum trú um hversu varasamur gagnaðilinn er. Í raun lýsir þetta þjóðlegri minnimáttarkennd sem brýst út í hroka. Ríki hafa ekki stjórnmálasamband sín á milli nema þau viðurkenni fullveldi hvers annars. Af rökfærslu aðildarandstæðinga leiðir að utanríkisráðherrann verður að halda því fram heima í Skagafirði að Danir og Bretar séu ekki fullvalda þjóðir. Þegar hann kemur í ráðuneytið er það hins vegar starfi hans dag hvern að viðhalda í verki stjórnmálasambandi við þessi fullvalda ríki og önnur í sömu stöðu. Þessi broslega klípa utanríkisráðherrans sýnir hversu illa mönnum getur skrikað fótur á málflutningssvellinu þegar þeir styðjast við uppspuna fremur en rök. Menn geta sloppið í stjórnarandstöðu en halda ekki jafnvægi með ráðherraábyrgðina á herðunum.Bakhjarl fullveldisins Þegar Ísland átti í erfiðleikum með að viðhalda fjárhagslegu sjálfstæði sínu án aðstoðar var leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, norrænna aðildarþjóða Evrópusambandsins, Póllands og Noregs. Það sem máli skipti á þeim örlagaríka tíma var að eiga bakhjarl í alþjóðasamstarfi sem hefur lýðræði og viðskiptafrelsi að markmiði. Þó að Ísland hafi gengist undir margs konar erfiðar kvaðir í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var markmið hennar að slá skjaldborg um fullveldi landsins. Það lánaðist ágætlega. En við endurreisnina þarf Ísland á erlendri fjárfestingu að halda meir en nokkru sinni. Í vikunni kom fram að á heimslistanum yfir samkeppnishæfni ríkja voru aðeins fjögur ríki fyrir neðan Ísland þegar borið var saman regluverk sem lýtur að erlendum fjárfestingum. Við eigum ekki að hafa fordóma gagnvart fjárfestingarfé frá einræðisríkjum eins og Kína. En um leið verðum við að gera okkur grein fyrir hinu að það flæðir ekki hingað til þess að efla lýðræðið og fullveldið. Í þeim tilgangi er því samtímis þörf á að styrkja til mikilla muna stöðu okkar í samtökum vestrænna lýðræðisþjóða. Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu byggðist á hugsjón og raunsæi um stöðu ungs lýðveldis í hörðum heimi. Hún fól í sér þátttöku í sterkustu samtökum vestrænna þjóða sem þá voru. Evrópusambandið gegnir því hlutverki í dag. Hugsanlegur fríverslunarsamningur þess við Bandaríkin er ný og mikil áskorun. Hvers vegna á Ísland ekki að vera fullur þátttakandi í þeirri þróun frá byrjun? Þó að forsetinn tali eftir lögmálum skopparakringlunnar standa öll rök til að taka ný skref með fótfestu í rótgróinni hugmyndafræði evrópskrar- og vestrænnar samvinnu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun