Mikill heiður fyrir mig sem listamann Ása Ottesen skrifar 4. september 2013 09:00 Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson hlaut hinn virta Garnegie styrk í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Það er rosalegur sigur fyrir mig að fá svona flott og virt verðlaun, þarna er ég kominn í hóp efnilegra listamanna,“ segir myndlistarmaðurinn, Davíð Örn Halldórsson, sem hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. Þetta er í ellefta sinn sem Carnegie Art Award verðlaunin eru veitt og tóku sautján norrænir listamenn þátt í ár. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og að auki er veittur styrkur til yngri listamanns upp á 100.000 sænskar krónur, eða tæplega tvær milljónir íslenska króna. „Ég fékk styrkinn sem er veittur ungum og efnilegum listamönnum og fer í framhaldi af því til Stokkhólms á opnun sýningarinnar Carnegie Art Award 2014 í Konstakademien,“ útskýrir Davíð Örn, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis. „Sýningin í Konstakademien mun standa í eitt til tvö ár og og veita mér tækifæri til þess að sýna á fleiri listasöfnum í evrópu og eflast opna einhverjar dyr fyrir mig í framtíðinni.“ Davíð Örn sýnir fimm verk á sýningunni og hafa þau meðal annars skírskotun til popplistar, vegglistar og listasögu. „Ég nota blandaða tækni þar sem ég mála og spreyja á viðarplötur með iðnaðarmálningu og tússlitum. Þetta er ekki hefðbundin tækni en ekkert of skrítinn heldur.“ Það er í nógu að snúast hjá Davíð Erni um þessar mundir, en í október tekur hann þátt í samsýningu í Artíma Gallerí í Reykjavík og síðar í Leipzig auk þess sem hann undirbýr einkasýningu í Gallerí Þoku. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Það er rosalegur sigur fyrir mig að fá svona flott og virt verðlaun, þarna er ég kominn í hóp efnilegra listamanna,“ segir myndlistarmaðurinn, Davíð Örn Halldórsson, sem hlaut nýverið hin virta Garnegie styrk. Þetta er í ellefta sinn sem Carnegie Art Award verðlaunin eru veitt og tóku sautján norrænir listamenn þátt í ár. Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og að auki er veittur styrkur til yngri listamanns upp á 100.000 sænskar krónur, eða tæplega tvær milljónir íslenska króna. „Ég fékk styrkinn sem er veittur ungum og efnilegum listamönnum og fer í framhaldi af því til Stokkhólms á opnun sýningarinnar Carnegie Art Award 2014 í Konstakademien,“ útskýrir Davíð Örn, sem útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðan þá haldið fjölda sýninga bæði hér heima sem og erlendis. „Sýningin í Konstakademien mun standa í eitt til tvö ár og og veita mér tækifæri til þess að sýna á fleiri listasöfnum í evrópu og eflast opna einhverjar dyr fyrir mig í framtíðinni.“ Davíð Örn sýnir fimm verk á sýningunni og hafa þau meðal annars skírskotun til popplistar, vegglistar og listasögu. „Ég nota blandaða tækni þar sem ég mála og spreyja á viðarplötur með iðnaðarmálningu og tússlitum. Þetta er ekki hefðbundin tækni en ekkert of skrítinn heldur.“ Það er í nógu að snúast hjá Davíð Erni um þessar mundir, en í október tekur hann þátt í samsýningu í Artíma Gallerí í Reykjavík og síðar í Leipzig auk þess sem hann undirbýr einkasýningu í Gallerí Þoku.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira