Lögregla egndi gildru fyrir súkkulaðikúgara Stígur Helgason skrifar 4. september 2013 00:01 Finni Geirssyni barst torkennilegt bréf í janúarlok í fyrra. Það innihélt meðal annars tvö súkkulaðistykki sem í hafði verið sprautað bremsuvökva. Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann. Mál Sigga hakkara Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Ákæra á hendur tveimur mönnum sem er gefið að sök að hafa reynt að kúga fé út úr Nóa Síríusi var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mennirnir tveir eru 24 og 23 ára. Málið kom upp í ársbyrjun í fyrra og hófst með því, að því er segir í ákærunni, að annar mannanna setti umslag inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríuss, að morgni 30. janúar. Í umslaginu var bréf sem hinn maðurinn hafði skrifað og tvö súkkulaðistykki framleidd af Nóa Síríusi, eitt Pipp með myntufyllingu og annað með karamellu, sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Bréfið innihélt hótun um að ef Nói Síríus hf. greiddi þeim ekki kr. 10.000.000, færu samskonar súkkulaðistykki, sem innihéldu vökva sem gæti reynst banvænn, í umferð í tugatali, auk annarra framleiðsluvara fyrirtækisins sem sprautuð yrðu með sama vökva,“ segir í ákærunni. Ríkissaksóknari segir í ákærunni að hótunin hafi falið í sér að yrði ekki orðið við kröfum tvímenninganna yrði unnið verulegt tjón á orðspori fyrirtækisins með því að innkalla þyrfti vörur og sala mundi dragast saman. Mennirnir fylgdu hótununum eftir með símtölum til Finns 31. janúar, 2. febrúar og 7. febrúar. Í síðastnefnda símtalinu gáfu þeir fyrirmæli um afhendingu fjárins. Lögregla handtók þá svo í Hamrahlíð síðar hinn 7. febrúar, eftir að þeir höfðu sótt pakkningu í bíl fyrir utan Hús verslunarinnar, sem þeir töldu að innihéldi milljónirnar tíu í seðlum. Annar mannanna hefur hlotið dóm fyrir líkamsárás. Í yfirlýsingu frá Nóa Síríusi fyrir tveimur vikum var lítið gert úr fjárkúgunartilrauninni og henni lýst sem viðvaningslegri. Sagði Sigurð Inga hafa átt hugmyndina Komið hefur fram að Sigurður Ingi Þórðarson, sem varð þekktur fyrir tengsl sín við Wikileaks, var grunaður um aðild að málinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins bar annar hinna ákærðu að Sigurður Ingi hefði átt hugmyndina að öllu saman en ríkissaksóknari taldi ekki nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra hann og felldi málið gagnvart honum niður. Það var raunar fyrir hans tilstilli sem málið rataði í fjölmiðla, eftir að hann birti bréfið frá ríkissaksóknara á Twitter-síðu sinni. Sigurður sat um skeið í gæsluvarðhaldi snemmsumars grunaður um fjársvik. Hann var sagður hafa svikið margar milljónir út úr fyrirtækjum með prókúru bókaforlags upp á vasann.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira