Undirbjuggu tvær fæðingar fyrir haustið Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. ágúst 2013 09:00 Valdimar Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir Mynd/Magnús Andersen „Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
„Við erum að kynna nokkrar nýjar hugmyndir sem við trúum að geti bjargað mannkyninu. Eða að minnsta kosti leyst mörg vandamál,“ segir Erna Ómarsdóttir, dansari og danshöfundur, um sviðsverk sem hún og eiginmaður hennar, Valdimar Jóhannsson eru að setja á fjalirnar og er frumsýnt í kvöld. Verkið unnu þau í samvinnu við fjölda listamanna, meðal annars Ólaf Darra Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur, Friðgeir Einarsson, Sigríði Soffíu Níelsdóttir, Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og tónlistarmennina Óttarr Proppé, Flosa Þorgeirsson og Sigtrygg Berg Sigtryggson. Hún segir verkið hafa verið lengi í þróun. Það sé eiginlega blanda af því sem á ensku kallast black yoga screaming, skemmtiatriðum, dansi og spjalli. „Okkur finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir hún. Hjónakornin hafa í mörg horn að líta þessa dagana því í þann mund sem æfingum var að ljúka fæddist þeim barn, sem nú er rúmlega þriggja vikna. Erna var að fram á síðasta dag. „Hugmyndin var lengi í smíðum og við Valdimar, eiginmaður minn, barnsfaðir og samstarfsmaður, unnum verkið með hópnum. Við vorum innilokuð í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í allt sumar,“ segir Erna þannig að segja má að þau hafi verið að undirbúa tvær fæðingar fyrir haustið. Hún segir að með þeim starfi frábær hópur listamanna og samstarfið hafi verið afar ánægjulegt. Öskur og andardráttur hafa verið meðal einkenna verka þeirra Ernu og Valdimars í gegnum tíðina. Í þetta sinn er farið inn á nýjar brautir með því að gefa gestum sýningarinnar kost á að öskra með, taka undir hljóðin á sviðinu og með því móti taka þátt í því sem fram fer. „Þetta dæmi með öskrið er eitthvað sem við höfum gert mikið í okkar verkum í gegnum tíðina. Hugmyndin núna er að gera eitthvað þannig að áhorfendur geti fengið að öskra með. Við höfum oft fengið óskir frá áhorfendum um slíkt. Þetta er ákveðin losun,“ segir Erna og heldur áfram: „Þetta gerir það að verkum að maður verður ótrúlega rólegur og glaður og hamingjusamur – vandamál leysast. Heimurinn verður betri.“ Ernu finnst greinilega mjög gaman að tala um þetta og hún nefnir skemmtiatriði oft í samtalinu. „Þetta er svona smá tilraun hjá okkur, það kemur ýmislegt í ljós sem ég má eiginlega ekki kjafta frá, það er smá leyndó í gangi, fólk verður eiginlega bara að koma og sjá,“ segir hún að lokum. Sýningin heitir Inn að beini og hefst klukkan 20 í kvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu.
Menning Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira