Aldrei þóst vera eitt né neitt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2013 14:00 Ragnar Axelsson ljósmyndari. Mynd/GVA Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson leggur oft mikið á sig til að ná þeim myndum í hús sem hann ætlar sér. Ný bók hans, Fjallaland, birtir myndir úr leitum á Landmannaafrétti í allskonar veðrum. Nokkrar þeirra eru á sýningu í Hörpu. „Helst vildi ég búa á eyðieyju og vera laus við allt argaþras og vesen,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari hlæjandi þegar við hittumst. Hann er vanur að koma öðrum á framfæri í sínum myndum en er ekki mikið fyrir sviðsljósið sjálfur. Þó er hann nú sestur gegnt blaðamanni, þeir tengjast sömu sveit, Öræfum. „Ég held að við sem kynnumst sveitalífi sem börn upplifum okkur sem hluta af náttúrunni og þar vil ég helst vera,“ segir Ragnar sem dvaldi sex sumur á Kvískerjum í Öræfum þegar hann var strákur og kveðst alltaf búa að því. „Mér fannst fólk og náttúra á Kvískerjum renna saman í eitt og það sama finnst mér þegar ég er á Grænlandi. Grænland virkar eins og segulstál á mig. Þó ég lofi sjálfum mér því stundum að fara þangað aldrei framar, eftir að hafa verið við það að frjósa í hel, líður ekki nema vika, þá langar mig aftur. Ísland, Færeyjar og Grænland eru þau lönd sem mér þykir vænst um.“ Bókin Fjallaland er nýjasta stórvirki Ragnars á ljósmyndasviðinu. Sýning tengd bókinni var opnuð í Hörpu í gærkveldi og stendur 18. september. Á henni eru risastórar myndir sem Ragnar hefur tekið á 20 ára tímabili úr lofti, af hesti, úr bíl og fótgangandi við leitir á Landmannaafrétti, meðal annars af fólki og fé. „Íslenskar ljósmyndabækur sýna oft fjöllin í sólbaði en það er veður í þessari bók og harðræði á fjöllum. Fjöllin verða hér áfram í 5000 ár en fólkið breytist og lifnaðarhættir þess. Það gleymist stundum. Ég hlakkaði alltaf til að fara í sveitina á vorin. Þaðan kemur líka þessi virðing fyrir því lífi sem ég er að sýna í bókinni, af kindunum í íslenskri náttúru og amstri fólksins kringum þær. Ég lít á það sem hluta af sjarma landsins að hafa kindurnar þar og sjá leitarfólkið fara um fjöllin. Þetta er eins og bíómynd. Sumir vilja stoppa þetta allt og þeir sem tala hæst vita oft minnst. Landmannaafréttur er flott svæði. Að hlaupa um hann er eins og að vera á mars og þar er hægt að velja sér eitt fjall á ári, þau eru svo mörg.“ Í Fjallalandi er manni fylgt sem heitir Þórður Guðnason. „Þórður er góður sögumaður. Stundum finnst mér eins og hann hljóti að hafa komið með Ingólfi Arnarsyni til landsins. Þórður átti kindur í upphafi bókar en er fjárlaus maður nú. Samt alltaf á fjöllum. Hann á að vera við athöfnina í Hörpu en ég næ ekki í hann. Er ábyggilega utan þjónustusvæðis, þar sem Ingólfur skildi við hann!“Erfði dellurnar frá pabbaÁstríða þín fyrir ljósmyndun. Hvaðan kemur hún? „Pabbi var með hundrað dellur. Ein af þeim var myndadellan. Flugdellan kemur líka þaðan, öll famelían er með flugpróf. Ég fékk lánaða gömlu Leica-myndavélina hans pabba fyrst þegar ég fór að Kvískerjum, átta eða níu ára og byrjaði strax að taka myndir af fólkinu og landslaginu. Fannst það algerlega frábært. Svo fékk ég að framkalla myndirnar þegar ég kom heim, pabbi átti græjur til þess. Þetta spilaði allt saman. Bræðurnir á Kvískerjum voru líka alltaf að taka myndir og áttu góðar vélar. Þeir voru og eru náttúruvísindamenn og ég vandist við að ganga með þeim á jökla til mæla þá. Þegar maður upplifir svona sem krakki þá situr það í alla ævi. Það opnast dyr að náttúru landsins. Ég tel að það sé besta menntun sem nokkur maður getur fengið. Að ganga á blaðsíðunum er svolítið betra en að lesa þær. Sú reynsla er sjaldan virt í skólakerfinu. En ég á orðið marga erlenda vini í vísindageiranum og flestir tala við mig sem jafningja þegar komið er inn á hluti sem ég þekki af reynslu.“Þú hlýtur að leggja mikið á þig við að ná myndum bæði af þaulvönum gangnamönnum og grænlenskum veiðimönnum. „Ég bý að því að hafa verið í íþróttum og held mér í góðu formi. Ég finn engan mun á mér nú og þegar ég var 25 ára. Ekki nema ég er allur krambúleraður eftir Grænland þar sem ég slasaðist stundum.“Þú veiktist nú líka einhverntíma. „Já, ég fékk heilablóðfall 2003. Þá var ég bara búinn að yfirkeyra mig. Streita er miklu hættulegri en menn gera sér grein fyrir. Ég er heilbrigður í dag en það eru ekki allir sem sleppa svo vel. Íslendingar eru svolítið yfirspenntir í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta er á köflum alveg galið. Of mikið óþarfa áreiti á fólk. Það skaðar þjóðina. Það ætti að senda alla til Grænlands til að slaka aðeins á sjálfum sér. Eða Færeyja. Reyna að læra að meta lífið og meta aðra í kringum sig.“Ertu fjölskyldumaður? „Já, ég á þrjú börn og fjögur barnabörn. Afi hrekkjusvín kalla þau mig.“Erfist þekking þín og tilfinning fyrir landinu til þeirra? „Ég hugsa það nú. Að minnsta kosti fara þau í gönguferðir. Elsti sonur minn er lærður kvikmyndagerðarmaður og vinnur við það. Dóttir mín er hárgreiðslukona og hinn sonur minn er í verkfræði og tölvunarfræðum. Hann er göngugarpur. En þau fóru aldrei í sveit, upplifðu því ekki það sama og ég og vita ekki alltaf hvað ég er að tala um. Ég hef svolítið gaman af að stúdera krakka í dag. Flestir voða klárir krakkar en ég kalla þetta samt stundum kókópöffskynslóðina. Hún veit ekkert hvernig lífið var. Partur af að dvelja í sveitinni hjá mörgu fullorðnu fólki er að bera virðingu fyrir eldra fólki og læra af því. Það er eitthvað sem ég hef alltaf gert. Maður getur tileinkað sér svo margt af þekkingu þeirra eldri og reyndari.“Flottasta viðurkenninginÞú ert líklega verðlaunaðasti ljósmyndari Íslands og þó víðar væri leitað. „Ég veit það ekki. Ég fylgist ekki með því. Er hættur að taka þátt í myndakeppnum. Hef ekki tíma til þess. Hef engan sérstakan metnað fyrir því heldur og finnst það stundum bara óþægilegt.“Hefurðu lent í mannraunum við myndatökurnar? „Ég er búinn að lenda í öllum andskotanum. Flottustu myndirnar eru oft teknar í vondum veðrum og stundum hef ég lent í háskalegum aðstæðum en hef ekki litið á það þannig fyrr en eftir á. Mér þótti mjög vænt um setningu sem einn grænlenskur vinur minn sagði við mig. Við vorum að koma utan af ísnum sem var byrjaður að brotna allt í kringum okkur. Það var að skella á vitlaust veður, þá brotnar ísinn og getur lent á haf út. Ég sýndi bara æðruleysi. Það þýddi ekkert annað. Hann horfði á mig, þessi vinur minn, þegar við komum í land og sagði: „Ég vissi að þú værir töff en ég vissi ekki að þú værir svona töff.“ Það er eiginlega flottasta viðurkenning sem ég hef fengið.“ Þú byrjaðir sem ungur ljósmyndari á Mogganum að fara í ævintýraferðir með Árna Johnsen. Fórstu ekki meðal annars upp í Eldey með honum? „Jú, jú. Hann tók mig að sér svolítið að sér. Það var alltaf dálítið gaman í kringum hann. Ég fór í Eldey til að eiga fyrir afborgunum af íbúðinni en filmurnar týndust. Íbúðin reddaðist samt, eins og allt yfirleitt. En það var dálítið ógnandi að ganga 76 beint upp og jafnvel hallandi aftur á bak.“Ertu oft búinn að taka sénsa á litlu flugvélinni þinni? „Ég er hættur að taka sénsa. Auðvitað hef ég rokið af stað þegar frést hefur af eldgosum, skipsströndum og ýmsum atburðum og oft hefur reynt virkilega á að vera klárari en vindurinn. En ég lærði flug hjá flottum strákum sem eru flugstjórar í dag. Þegar ég var í þjálfun fór ég með þeim í sjúkraflug og fleira og fékk ákveðna reynslu sem síaðist inn. Mig langaði dálítið að vinna við flug en það var enga vinnu að hafa á sínum tíma og svo spáði ég ekki í það meira. Ég sé ekkert eftir því. Flugmenn hafa tíu sinnum hærri laun en vonandi skil ég eitthvað eftir mig til framtíðar.“ Manstu eftir sérlega áhættusömu flugi? „Þegar flutningaskipið Suðurland fórst á jólanótt 1986 flugum við Moggamenn til Færeyja. Þá var erfitt að kveðja fjölskylduna því það var að koma vitlaust veður. Ég sagði aldrei nei, heldur fór, en hef að vísu snúið við vegna veðurs. Þarna vorum við á stærri vél en þeirri sem ég á. Við lentum í roslegum mótvindi og mikilli ókyrrð og það blossaði upp brunalykt frá miðstöðinni á miðri leið. Þegar við lentum í Færeyjum áttum við eiginlega ekkert flugþol eftir. Það var brjálað veður og völlurinn lokaði tíu mínútum seinna. Það er allskonar svona sem maður hugsar um eftir á. Hjá blaðaljósmyndara var aldrei inni í myndinni annað en að fara og ná mynd ef eitthvað gerðist. Enda missti ég af uppeldi barnanna minna, var alltaf að vinna.“ Þú hlýtur að eiga þolinmóða konu. „Já, hún er orðin vön þessu.“Flestar myndirnar í nýju bókinni þinni eru svart hvítar. Af hverju? „Ég sýni landið í lit í bókinni en minn metnaður liggur í svarthvítum myndum. Ég vinn þær sjálfur heima eins og ég vil hafa þær.“Lítur þú á þig sem listamann? „Ég hef aldrei þóst vera eitt eða neitt. Ég get til dæmis ekki málað. Krakkarnir hlæja að mér ef ég teikna Óla prik, hann er svo asnalegur. Fólk hefur gaman af að skoða ljósmyndir. Það komu 15000 manns á sýninguna mína í Gerðarsafni 2010. Það er víst rosalega flott aðsókn. En það kaupir ljósmyndir ekki sem list. Ég gæti selt málverk eftir köttinn minn sem hlypi á málningardollu og síðan á léreftið á hálfa milljón en ég þyrfti að miða byssu á einhvern til að hann keypti ljósmynd hér á Íslandi. En þetta er annað utan landsteinanna. Ég var að opna sýningu í Þýskalandi, það er sýning í Suður-Kóreu, önnur í París og í október verður opnuð sýning í Póllandi. Ég þarf að fara að skrifa þetta hjá mér!“ En nú er fólk farið að taka fínar myndir á sína góðu síma. „Já, ljósmyndarar um allan heim hafa áhyggjur af því. En ef einhver hleypur hraðar en þú, þá bara gefurðu í. Það er hugarfarið sem þarf. Ég bý til stemninguna í myndunum með því hvernig ég vinn þær. Er reyndar allaf að skipta um skoðun á því hvernig eigi að hafa hlutina og það er bara fínt. Vonandi er einhver þróun í því. Ég er að mynda bráðnun jöklanna í heiminum og sýna samhengið í því dæmi öllu til að gefa út á bók. Það tekur langan tíma en ég er kominn langt með hana og held að hún verði svolítið merkileg.“Um Fjallaland og fleira sem er á döfinni Bókin Fjallaland / Behind the Mountains er þriðja bók Ragnars Axelssonar, RAX. Hinar eru Andlit norðursins / Faces of the North (2004) og Veiðimenn norðursins / Last Days of the Arctic (2010). Fjallaland er sú fyrsta sem eingöngu fjallar um Ísland. Í henni er safn mynda af fjárleitum á Landmannaafrétti á 25 ára tímabili sem er eitt viðamesta verkefni RAX frá því að hann hóf störf sem ljósmyndari, aðeins 18 ára gamall. Crymogea gefur út. Franski ljósmyndarinn og sýningarstjórinn Gérard Rancinan – sem valdi RAX í hóp 15 bestu núlifandi ljósmyndara heims fyrir sýninguna The Photographer / Le photographe –, segir að myndir RAX af Landmannaafrétti hrífi „heimildaljósmyndun upp á það ljóðræna hástig sem aðeins alfremstu ljósmyndarar sögunnar hafa ráðið við“. Nýlega var opnuð sýning á myndum RAX í Saarbrücken í Þýskalandi, sú stærsta sem haldin hefur verið á myndum hans til þessa. Útgáfa á úrvali mynda RAX, í ritröð sem Robert Delpire ritstýrir, lítur brátt dagsins ljós. Markmið þeirrar ritraðar, Photo Poche, er að birta verk bestu ljósmyndara allra tíma. Aðeins þrír Norðurlandabúar hafa verið teknir upp í röðina fram að þessu, tveir Svíar og einn Finni. Franska forlagið Actes Sud gefur út bókina og stefnt er að því að ensk gerð hennar komi einnig út á Íslandi til að byrja með og seinna á heimsvísu. Að fá bók í þessa röð er talin ein mesta viðurkenning sem ljósmyndara hlotnast. Forstjóri Leica myndavélafyrirtækisins kemur til Íslands í sumarfrí, ekki síst til að hitta RAX og í undirbúningi er sýning á myndum RAX í öllum galleríum Leica. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson leggur oft mikið á sig til að ná þeim myndum í hús sem hann ætlar sér. Ný bók hans, Fjallaland, birtir myndir úr leitum á Landmannaafrétti í allskonar veðrum. Nokkrar þeirra eru á sýningu í Hörpu. „Helst vildi ég búa á eyðieyju og vera laus við allt argaþras og vesen,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari hlæjandi þegar við hittumst. Hann er vanur að koma öðrum á framfæri í sínum myndum en er ekki mikið fyrir sviðsljósið sjálfur. Þó er hann nú sestur gegnt blaðamanni, þeir tengjast sömu sveit, Öræfum. „Ég held að við sem kynnumst sveitalífi sem börn upplifum okkur sem hluta af náttúrunni og þar vil ég helst vera,“ segir Ragnar sem dvaldi sex sumur á Kvískerjum í Öræfum þegar hann var strákur og kveðst alltaf búa að því. „Mér fannst fólk og náttúra á Kvískerjum renna saman í eitt og það sama finnst mér þegar ég er á Grænlandi. Grænland virkar eins og segulstál á mig. Þó ég lofi sjálfum mér því stundum að fara þangað aldrei framar, eftir að hafa verið við það að frjósa í hel, líður ekki nema vika, þá langar mig aftur. Ísland, Færeyjar og Grænland eru þau lönd sem mér þykir vænst um.“ Bókin Fjallaland er nýjasta stórvirki Ragnars á ljósmyndasviðinu. Sýning tengd bókinni var opnuð í Hörpu í gærkveldi og stendur 18. september. Á henni eru risastórar myndir sem Ragnar hefur tekið á 20 ára tímabili úr lofti, af hesti, úr bíl og fótgangandi við leitir á Landmannaafrétti, meðal annars af fólki og fé. „Íslenskar ljósmyndabækur sýna oft fjöllin í sólbaði en það er veður í þessari bók og harðræði á fjöllum. Fjöllin verða hér áfram í 5000 ár en fólkið breytist og lifnaðarhættir þess. Það gleymist stundum. Ég hlakkaði alltaf til að fara í sveitina á vorin. Þaðan kemur líka þessi virðing fyrir því lífi sem ég er að sýna í bókinni, af kindunum í íslenskri náttúru og amstri fólksins kringum þær. Ég lít á það sem hluta af sjarma landsins að hafa kindurnar þar og sjá leitarfólkið fara um fjöllin. Þetta er eins og bíómynd. Sumir vilja stoppa þetta allt og þeir sem tala hæst vita oft minnst. Landmannaafréttur er flott svæði. Að hlaupa um hann er eins og að vera á mars og þar er hægt að velja sér eitt fjall á ári, þau eru svo mörg.“ Í Fjallalandi er manni fylgt sem heitir Þórður Guðnason. „Þórður er góður sögumaður. Stundum finnst mér eins og hann hljóti að hafa komið með Ingólfi Arnarsyni til landsins. Þórður átti kindur í upphafi bókar en er fjárlaus maður nú. Samt alltaf á fjöllum. Hann á að vera við athöfnina í Hörpu en ég næ ekki í hann. Er ábyggilega utan þjónustusvæðis, þar sem Ingólfur skildi við hann!“Erfði dellurnar frá pabbaÁstríða þín fyrir ljósmyndun. Hvaðan kemur hún? „Pabbi var með hundrað dellur. Ein af þeim var myndadellan. Flugdellan kemur líka þaðan, öll famelían er með flugpróf. Ég fékk lánaða gömlu Leica-myndavélina hans pabba fyrst þegar ég fór að Kvískerjum, átta eða níu ára og byrjaði strax að taka myndir af fólkinu og landslaginu. Fannst það algerlega frábært. Svo fékk ég að framkalla myndirnar þegar ég kom heim, pabbi átti græjur til þess. Þetta spilaði allt saman. Bræðurnir á Kvískerjum voru líka alltaf að taka myndir og áttu góðar vélar. Þeir voru og eru náttúruvísindamenn og ég vandist við að ganga með þeim á jökla til mæla þá. Þegar maður upplifir svona sem krakki þá situr það í alla ævi. Það opnast dyr að náttúru landsins. Ég tel að það sé besta menntun sem nokkur maður getur fengið. Að ganga á blaðsíðunum er svolítið betra en að lesa þær. Sú reynsla er sjaldan virt í skólakerfinu. En ég á orðið marga erlenda vini í vísindageiranum og flestir tala við mig sem jafningja þegar komið er inn á hluti sem ég þekki af reynslu.“Þú hlýtur að leggja mikið á þig við að ná myndum bæði af þaulvönum gangnamönnum og grænlenskum veiðimönnum. „Ég bý að því að hafa verið í íþróttum og held mér í góðu formi. Ég finn engan mun á mér nú og þegar ég var 25 ára. Ekki nema ég er allur krambúleraður eftir Grænland þar sem ég slasaðist stundum.“Þú veiktist nú líka einhverntíma. „Já, ég fékk heilablóðfall 2003. Þá var ég bara búinn að yfirkeyra mig. Streita er miklu hættulegri en menn gera sér grein fyrir. Ég er heilbrigður í dag en það eru ekki allir sem sleppa svo vel. Íslendingar eru svolítið yfirspenntir í samanburði við aðrar þjóðir. Þetta er á köflum alveg galið. Of mikið óþarfa áreiti á fólk. Það skaðar þjóðina. Það ætti að senda alla til Grænlands til að slaka aðeins á sjálfum sér. Eða Færeyja. Reyna að læra að meta lífið og meta aðra í kringum sig.“Ertu fjölskyldumaður? „Já, ég á þrjú börn og fjögur barnabörn. Afi hrekkjusvín kalla þau mig.“Erfist þekking þín og tilfinning fyrir landinu til þeirra? „Ég hugsa það nú. Að minnsta kosti fara þau í gönguferðir. Elsti sonur minn er lærður kvikmyndagerðarmaður og vinnur við það. Dóttir mín er hárgreiðslukona og hinn sonur minn er í verkfræði og tölvunarfræðum. Hann er göngugarpur. En þau fóru aldrei í sveit, upplifðu því ekki það sama og ég og vita ekki alltaf hvað ég er að tala um. Ég hef svolítið gaman af að stúdera krakka í dag. Flestir voða klárir krakkar en ég kalla þetta samt stundum kókópöffskynslóðina. Hún veit ekkert hvernig lífið var. Partur af að dvelja í sveitinni hjá mörgu fullorðnu fólki er að bera virðingu fyrir eldra fólki og læra af því. Það er eitthvað sem ég hef alltaf gert. Maður getur tileinkað sér svo margt af þekkingu þeirra eldri og reyndari.“Flottasta viðurkenninginÞú ert líklega verðlaunaðasti ljósmyndari Íslands og þó víðar væri leitað. „Ég veit það ekki. Ég fylgist ekki með því. Er hættur að taka þátt í myndakeppnum. Hef ekki tíma til þess. Hef engan sérstakan metnað fyrir því heldur og finnst það stundum bara óþægilegt.“Hefurðu lent í mannraunum við myndatökurnar? „Ég er búinn að lenda í öllum andskotanum. Flottustu myndirnar eru oft teknar í vondum veðrum og stundum hef ég lent í háskalegum aðstæðum en hef ekki litið á það þannig fyrr en eftir á. Mér þótti mjög vænt um setningu sem einn grænlenskur vinur minn sagði við mig. Við vorum að koma utan af ísnum sem var byrjaður að brotna allt í kringum okkur. Það var að skella á vitlaust veður, þá brotnar ísinn og getur lent á haf út. Ég sýndi bara æðruleysi. Það þýddi ekkert annað. Hann horfði á mig, þessi vinur minn, þegar við komum í land og sagði: „Ég vissi að þú værir töff en ég vissi ekki að þú værir svona töff.“ Það er eiginlega flottasta viðurkenning sem ég hef fengið.“ Þú byrjaðir sem ungur ljósmyndari á Mogganum að fara í ævintýraferðir með Árna Johnsen. Fórstu ekki meðal annars upp í Eldey með honum? „Jú, jú. Hann tók mig að sér svolítið að sér. Það var alltaf dálítið gaman í kringum hann. Ég fór í Eldey til að eiga fyrir afborgunum af íbúðinni en filmurnar týndust. Íbúðin reddaðist samt, eins og allt yfirleitt. En það var dálítið ógnandi að ganga 76 beint upp og jafnvel hallandi aftur á bak.“Ertu oft búinn að taka sénsa á litlu flugvélinni þinni? „Ég er hættur að taka sénsa. Auðvitað hef ég rokið af stað þegar frést hefur af eldgosum, skipsströndum og ýmsum atburðum og oft hefur reynt virkilega á að vera klárari en vindurinn. En ég lærði flug hjá flottum strákum sem eru flugstjórar í dag. Þegar ég var í þjálfun fór ég með þeim í sjúkraflug og fleira og fékk ákveðna reynslu sem síaðist inn. Mig langaði dálítið að vinna við flug en það var enga vinnu að hafa á sínum tíma og svo spáði ég ekki í það meira. Ég sé ekkert eftir því. Flugmenn hafa tíu sinnum hærri laun en vonandi skil ég eitthvað eftir mig til framtíðar.“ Manstu eftir sérlega áhættusömu flugi? „Þegar flutningaskipið Suðurland fórst á jólanótt 1986 flugum við Moggamenn til Færeyja. Þá var erfitt að kveðja fjölskylduna því það var að koma vitlaust veður. Ég sagði aldrei nei, heldur fór, en hef að vísu snúið við vegna veðurs. Þarna vorum við á stærri vél en þeirri sem ég á. Við lentum í roslegum mótvindi og mikilli ókyrrð og það blossaði upp brunalykt frá miðstöðinni á miðri leið. Þegar við lentum í Færeyjum áttum við eiginlega ekkert flugþol eftir. Það var brjálað veður og völlurinn lokaði tíu mínútum seinna. Það er allskonar svona sem maður hugsar um eftir á. Hjá blaðaljósmyndara var aldrei inni í myndinni annað en að fara og ná mynd ef eitthvað gerðist. Enda missti ég af uppeldi barnanna minna, var alltaf að vinna.“ Þú hlýtur að eiga þolinmóða konu. „Já, hún er orðin vön þessu.“Flestar myndirnar í nýju bókinni þinni eru svart hvítar. Af hverju? „Ég sýni landið í lit í bókinni en minn metnaður liggur í svarthvítum myndum. Ég vinn þær sjálfur heima eins og ég vil hafa þær.“Lítur þú á þig sem listamann? „Ég hef aldrei þóst vera eitt eða neitt. Ég get til dæmis ekki málað. Krakkarnir hlæja að mér ef ég teikna Óla prik, hann er svo asnalegur. Fólk hefur gaman af að skoða ljósmyndir. Það komu 15000 manns á sýninguna mína í Gerðarsafni 2010. Það er víst rosalega flott aðsókn. En það kaupir ljósmyndir ekki sem list. Ég gæti selt málverk eftir köttinn minn sem hlypi á málningardollu og síðan á léreftið á hálfa milljón en ég þyrfti að miða byssu á einhvern til að hann keypti ljósmynd hér á Íslandi. En þetta er annað utan landsteinanna. Ég var að opna sýningu í Þýskalandi, það er sýning í Suður-Kóreu, önnur í París og í október verður opnuð sýning í Póllandi. Ég þarf að fara að skrifa þetta hjá mér!“ En nú er fólk farið að taka fínar myndir á sína góðu síma. „Já, ljósmyndarar um allan heim hafa áhyggjur af því. En ef einhver hleypur hraðar en þú, þá bara gefurðu í. Það er hugarfarið sem þarf. Ég bý til stemninguna í myndunum með því hvernig ég vinn þær. Er reyndar allaf að skipta um skoðun á því hvernig eigi að hafa hlutina og það er bara fínt. Vonandi er einhver þróun í því. Ég er að mynda bráðnun jöklanna í heiminum og sýna samhengið í því dæmi öllu til að gefa út á bók. Það tekur langan tíma en ég er kominn langt með hana og held að hún verði svolítið merkileg.“Um Fjallaland og fleira sem er á döfinni Bókin Fjallaland / Behind the Mountains er þriðja bók Ragnars Axelssonar, RAX. Hinar eru Andlit norðursins / Faces of the North (2004) og Veiðimenn norðursins / Last Days of the Arctic (2010). Fjallaland er sú fyrsta sem eingöngu fjallar um Ísland. Í henni er safn mynda af fjárleitum á Landmannaafrétti á 25 ára tímabili sem er eitt viðamesta verkefni RAX frá því að hann hóf störf sem ljósmyndari, aðeins 18 ára gamall. Crymogea gefur út. Franski ljósmyndarinn og sýningarstjórinn Gérard Rancinan – sem valdi RAX í hóp 15 bestu núlifandi ljósmyndara heims fyrir sýninguna The Photographer / Le photographe –, segir að myndir RAX af Landmannaafrétti hrífi „heimildaljósmyndun upp á það ljóðræna hástig sem aðeins alfremstu ljósmyndarar sögunnar hafa ráðið við“. Nýlega var opnuð sýning á myndum RAX í Saarbrücken í Þýskalandi, sú stærsta sem haldin hefur verið á myndum hans til þessa. Útgáfa á úrvali mynda RAX, í ritröð sem Robert Delpire ritstýrir, lítur brátt dagsins ljós. Markmið þeirrar ritraðar, Photo Poche, er að birta verk bestu ljósmyndara allra tíma. Aðeins þrír Norðurlandabúar hafa verið teknir upp í röðina fram að þessu, tveir Svíar og einn Finni. Franska forlagið Actes Sud gefur út bókina og stefnt er að því að ensk gerð hennar komi einnig út á Íslandi til að byrja með og seinna á heimsvísu. Að fá bók í þessa röð er talin ein mesta viðurkenning sem ljósmyndara hlotnast. Forstjóri Leica myndavélafyrirtækisins kemur til Íslands í sumarfrí, ekki síst til að hitta RAX og í undirbúningi er sýning á myndum RAX í öllum galleríum Leica.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira