Feluverk Rowling ófáanlegt á Íslandi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. júlí 2013 12:00 Ófáanleg Nýjasta bók J.K. Rowling, the Cuckoo´s Calling, er væntanleg í Eymundsson í næstu viku. Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fátt hefur vakið meiri athygli í bókmenntaheiminum á árinu en sú uppljóstrun að J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sé höfundur spennusögunnar The Cuckoo"s Calling sem gefin var út undir dulnefninu Robert Galbraith. Bókin hefur rokið upp alla sölulista í hinum enskumælandi heimi, en Íslendingar þurfa að bíða fram í næstu viku eftir að koma höndum yfir bókina í hérlendum bókabúðum. „Við pöntum nánast aldrei innbundnar glæpasögur,“ segir Jóhannes Dagsson, umsjónarmaður erlendra bóka í Eymundsson Austurstræti. „En við gerðum undantekningu í þessu tilfelli og bókin ætti að verða komin til okkar í næstu viku. Það hafa nokkrir spurt eftir henni hérna, en enginn hefur þó viljað láta sérpanta hana fyrir sig.“ Hjá Máli og menningu fengust þær upplýsingar að ekki stæði til að panta bókina fyrr en hún kæmi út í kiljuútgáfu. „Það tekur því ekki að panta hana innbundna þegar hún er rétt ókomin í kilju,“ segir Eysteinn Traustason sem sér um innkaup á erlendum bókum fyrir BMM. „Það hefur reyndar lítið verið spurt um hana hjá okkur, enda geta þeir sem ekki vilja bíða annað hvort keypt bókina sem rafbók eða pantað hana á Amazon, það tekur ekki nema fimm daga.“ Eysteinn segist þó að sjálfsögðu munu panta eintök af The Cuckoo"s Calling þegar hún verði komin í kiljuformið.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira