Hvetja fólk til að djamma með bandinu Kjartan Guðmundsson skrifar 27. júlí 2013 15:00 Reynir Sigurðsson og fleiri minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara, á Café Rosenberg annað kvöld.fréttablaðið/arnþór Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Í dag eru áttatíu ár liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Af því tilefni blása Reynir Sigurðsson víbrafónleikari og fleiri samstarfsmenn Gunnars Reynis til tónleika á Café Rosenberg. „Það má segja að við séum að þakka fyrir okkur,“ segir víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson. Hann stendur ásamt fleirum fyrir tónleikum á Café Rosenberg annað kvöld, sunnudaginn 28. júlí, þar sem þess verður minnst að áttatíu ár verða liðin frá fæðingu Gunnars Reynis Sveinssonar, tónskálds og víbrafónleikara. Gunnar Reynir, sem lést árið 2009, var meðal þekktustu tónskálda þjóðarinnar og samdi verk í ýmsum formum fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Hugsanlega hafa færri heyrt um djass-víbrafónleikarann Gunna Sveins, eins og hann var ætíð nefndur í djassheiminum. „Við vorum sérstaklega góðir vinir því hann var víbrafónleikari eins og ég, en hann var nokkrum árum eldri svo hann var stjarna þegar ég var unglingur,“ segir Reynir. „Svo æxlaðist það þannig að þegar ég var átján ára tók ég við af honum í fínni hljómsveit sem hét Sextett An drésar Ingólfssonar og þá reyndist hann mér mjög góður og uppörvandi vinur.“ Eftir 1960 lagði Gunnar víbrafóninum að mestu til að einbeita sér að tónsmíðum. Hann gleymdi þó ekki vinum sínum í djassinum og skrifaði fyrir þá mörg verk sem þeir frumfluttu gjarnan. „Ég veit að það verða ýmsir tónleikar með klassíska efninu hans Gunnars Reynis í tilefni afmælisársins en okkur datt í hug að rifja upp „Gunna Sveins-stemninguna“ eins og hún var þegar hann var djassstjarna um og yfir tvítugt á árunum fyrir 1960,“ útskýrir Reynir. Hljómsveitin sem kemur fram á Rósenberg samanstendur af þeim Reyni á víbrafón, Jóni Páli Bjarnasyni á gítar, Gunnari Hrafnssyni á bassa, Rúnari Georgssyni á tenórsaxófón og Einar Scheving á trommur. Þeir kalla sig Búðarbandið, enda byggir dagskráin á djasslögum sem voru vinsæl á djammsessjónum í Breiðfirðingabúð á þessum tíma. „Við viljum líka hvetja áhugasama til að taka með hljóðfæri og djamma með okkur. Þetta verður djammsessjón, við erum uppistöðusveitin og svo bætist við eftir hentugleikum,“ segir Reynir.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira