Yrðlingurinn Funi stelur athygli frá Þríhnúkagíg Sara McMahon skrifar 20. júlí 2013 07:00 Yrðlingurinn Funi vekur mikla athygli viðskiptavina Þríhnúka. „Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi. Dýr Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira
„Einn af leiðsögumönnum okkar er grenjaskytta og ég held að hann hafi séð aumur á þessum. Hann kom með yrðlinginn til okkar þegar hann var pínulítill, um tíu daga gamall, og hann hefur verið hjá okkur síðan,“ segir Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Starfsfólk fyrirtækisins hefur alið lítinn yrðling við búðir fyrirtækisins í Bláfjöllum og hefur sá vakið mikla athygli gesta. „Hann vekur verulega athygli. Þegar hann var lítill kepptist fólk við að halda á honum og mynda hann þannig að það er mikil skemmtun að hafa hann þarna. Hann er í raun meginaðdráttaraflið þessa dagana,“ segir Björn og hlær. Yrðlingurinn hefur dvalið við búðirnar frá því í byrjun júní og var í fyrstu alinn á mjólk og kattamat. „Nú borðar hann nánast allt og þá helst kjöt. Upphaflega höfðum við hann í búri en nú heldur hann til í kringum búðirnar og kemur reglulega og fær að borða. Það er leikur í honum og honum finnst gaman að vera í kringum fólk.“Í bílferð Hér er Funi á leið til dýralæknis.Er kvenkyn Yrðlingurinn hlaut nafnið Funi en nokkru eftir nafngiftina kom í ljós að dýrið hafði verið ranglega kyngreint. „Hann fékk nafnið Funi. Þetta er reyndar kvenkyn en það kom ekki í ljós fyrr en búið var að nefna hann.“ Að sögn Björns hlýðir Funi kalli og kemur um leið og kallað er á hana í mat. Björn ÓlafssonFyrirtækið býður upp á skipulagðar ferðir ofan í Þríhnúkagíg, sem er kvikuþró kulnaðs eldfjalls, og er aðeins með ferðir að sumri til. Björn telur líklegt að leiðir hans og Funa muni skilja um leið og hausta tekur. „Yfirleitt venjast refir frá fólki með tíð og tíma. Þeir fara lengra og lengra í burtu frá heimilinu og svo einn daginn hverfa þeir, þannig að ég á von á því að leiðir okkar muni skilja með haustinu. Eðlið er svo ríkt í þeim,“ segir hann að lokum. Besti vinur Funa er husky hundurinn Frosti, sá er í eigu eins starfsmanns fyrirtækisins. Þaðan er nafn yrðlingsins komið: frost og funi.
Dýr Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Hittast á laun Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira