Um háa dóma og lága Þorsteinn Pálsson skrifar 20. júlí 2013 07:00 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lýst áformum um nýtt dómstig milli þess hæsta og héraðsdómanna. Það væri til samræmis við dómaskipun á öðrum Norðurlöndum. Slík breyting yrði vissulega til bóta um sumt. Hrun krónunnar og bankanna leiddi til allnokkurrar fjölgunar dómsmála. Vinstri stjórnin átti tvo kosti í þeirri stöðu. Hún greip til þess ráðs að fjölga dómurum tímabundið. Hinn kosturinn var að setja á fót millidómstig. Þetta val hefur sætt gagnrýni í heimi lögfræðinga. Helst er á það bent að fjölgun dómara kunni að hafa aukið hættu á misræmi í dómum sem hafa fordæmisgildi. Á móti kemur að lengri tíma hefði tekið að undirbúa löggjöf um nýtt dómstig ef vanda hefði átt til verksins. Þannig hefði sú ráðstöfun orðið of seinvirk við lausn á bráðum og tímabundnum vanda. Nýtt dómstig gæti tvöfaldað kostnaðinn við áfrýjun dómsmála ef raunhæft mat er lagt á það sem til þarf. Fyrir vinstri stjórnina var pólitískt útilokað að skera meir niður á Landspítalanum sem þeim kostnaðarauka nam. Ætla má að sú staðreynd hafi líka ráðið miklu gagnvart þeim mótrökum að réttir menn gætu í hendingskasti snarað frá sér frumvarpi um nýtt dómstig. Ólíklegt er að hægri stjórn hefði við sömu aðstæður gripið til annarra ráða. Nú er spurningin þessi: Hefur eitthvað það breyst í dómskerfinu eða ríkisfjármálunum sem bendir til að tími sé kominn á að setja spurninguna um millidómstig aftur á dagskrá?Hagræðing Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að málafjöldinn á rætur í tímabundnu ástandi. Dómaraembættum fækkar sjálfkrafa eftir því sem tíminn líður og málunum fækkar. Þar með hverfur sú tilgáta að fjöldi dómara skapi hættu á misvísandi fordæmum. Líta verður til þess að tölur um málafjölda segja ekki alla söguna. Kærur um réttarfarsálitaefni og gæsluvarðhald eru stór hluti. Slík mál taka mun skemmri tíma en dómar um efnislegan réttarágreining. Á tíunda áratugnum var gerð mikil breyting á lögum um dómstóla. Eftir ítarlega skoðun þótti eins og þá stóð á í ríkisfjármálum hyggilegra að deildaskipta Hæstarétti en að taka upp millidómstig. Sú ráðstöfun gafst vel. Bylting varð í hraða dómsmála. Og þó að alltaf megi deila um niðurstöður dóma hefur ekki með gildum rökum verið sýnt fram á að þetta einfalda og skilvirka kerfi tryggi ekki vandaða og réttláta meðferð mála. Ríkisstjórnin skipaði nýlega nefnd þingmanna til að leggja á ráðin um víðtækar kerfisbreytingar í opinberum rekstri. Markmiðið er að draga úr kostnaði þar sem unnt er án þess að skerða þjónustu til þess meðal annars að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið molni niður. Hefði vinstri stjórnin á sínum tíma valið hinn kostinn og stofnað millidómstig er líklegt að það hefði fyrr lent undir fallöxi nýju hagræðingarnefndarinnar en einstakar deildir Landspítalans. Kjarni málsins er því miður sá að engar þær breytingar hafa orðið á fjármálum ríkisins sem losa ábyrg stjórnvöld frá þessu erfiða vali. Ríkisstjórninni yrði því örugglega fyrirgefið þó að hún flýtti sér hægt að efna þetta loforð.Holl upprifjun Útilokað er að dómarar við Hæstarétt geti alltaf verið sammála um lögfræðileg álitaefni. Og þeir geta jafnvel haft mismunandi hugmyndir um kosti og lesti hver annars. Stjórnmálamenn hafa líka mismunandi skoðanir á dómurum og dómsniðurstöðum. Sjónarmið af þessu tagi mega aftur á móti ekki hafa áhrif á dómstólaskipunina. Ríkisstjórnin hefur alls ekki gefið tilefni til að ætla að svo sé af hennar hálfu. Reyndar er aðeins eitt dæmi um að slík viðhorf hafi leitt til ráðagerða um breytingar á dómstólaskipaninni. Þegar Jónas frá Hriflu sat á stóli dómsmálaráðherra var hann ósáttur við hvernig dómarar Hæstaréttar skrifuðu dóma sína. Hann lagði því til að Hæstiréttur yrði lagður af og nýr Fimmtardómur að þjóðmenningarlegum hætti settur á fót í staðinn. Um leið átti að afnema umsagnir æðsta dómstólsins um nýja dómara til þess að ráðherrann hefði sjálfur frjálsari hendur við skipan þeirra. Á þessum tíma sat Framsóknarflokkurinn einn við ríkisstjórnarborðið og dómsmálaráðherrann réði öllu sem hann kaus að ráða. En ráðagerðin olli slíkri hneykslan að tveir þingmenn Framsóknarflokksins höfðu forgöngu um að setja ráðherranum stólinn fyrir dyrnar svo að frumvarpið dagaði uppi. Fyrir það eitt eru þeir einhverjir merkustu þingmennirnir í sögu flokksins. Þó að tilefnið sé ekkert er þessi upprifjun holl á öllum tímum. Hún er sterk áminning um hversu yfirvegað og vandlega þarf að standa að öllum breytingum á skipan dómstólanna vegna þess mikla hlutverks sem þeir gegna í sérhverju réttarríki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lýst áformum um nýtt dómstig milli þess hæsta og héraðsdómanna. Það væri til samræmis við dómaskipun á öðrum Norðurlöndum. Slík breyting yrði vissulega til bóta um sumt. Hrun krónunnar og bankanna leiddi til allnokkurrar fjölgunar dómsmála. Vinstri stjórnin átti tvo kosti í þeirri stöðu. Hún greip til þess ráðs að fjölga dómurum tímabundið. Hinn kosturinn var að setja á fót millidómstig. Þetta val hefur sætt gagnrýni í heimi lögfræðinga. Helst er á það bent að fjölgun dómara kunni að hafa aukið hættu á misræmi í dómum sem hafa fordæmisgildi. Á móti kemur að lengri tíma hefði tekið að undirbúa löggjöf um nýtt dómstig ef vanda hefði átt til verksins. Þannig hefði sú ráðstöfun orðið of seinvirk við lausn á bráðum og tímabundnum vanda. Nýtt dómstig gæti tvöfaldað kostnaðinn við áfrýjun dómsmála ef raunhæft mat er lagt á það sem til þarf. Fyrir vinstri stjórnina var pólitískt útilokað að skera meir niður á Landspítalanum sem þeim kostnaðarauka nam. Ætla má að sú staðreynd hafi líka ráðið miklu gagnvart þeim mótrökum að réttir menn gætu í hendingskasti snarað frá sér frumvarpi um nýtt dómstig. Ólíklegt er að hægri stjórn hefði við sömu aðstæður gripið til annarra ráða. Nú er spurningin þessi: Hefur eitthvað það breyst í dómskerfinu eða ríkisfjármálunum sem bendir til að tími sé kominn á að setja spurninguna um millidómstig aftur á dagskrá?Hagræðing Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að málafjöldinn á rætur í tímabundnu ástandi. Dómaraembættum fækkar sjálfkrafa eftir því sem tíminn líður og málunum fækkar. Þar með hverfur sú tilgáta að fjöldi dómara skapi hættu á misvísandi fordæmum. Líta verður til þess að tölur um málafjölda segja ekki alla söguna. Kærur um réttarfarsálitaefni og gæsluvarðhald eru stór hluti. Slík mál taka mun skemmri tíma en dómar um efnislegan réttarágreining. Á tíunda áratugnum var gerð mikil breyting á lögum um dómstóla. Eftir ítarlega skoðun þótti eins og þá stóð á í ríkisfjármálum hyggilegra að deildaskipta Hæstarétti en að taka upp millidómstig. Sú ráðstöfun gafst vel. Bylting varð í hraða dómsmála. Og þó að alltaf megi deila um niðurstöður dóma hefur ekki með gildum rökum verið sýnt fram á að þetta einfalda og skilvirka kerfi tryggi ekki vandaða og réttláta meðferð mála. Ríkisstjórnin skipaði nýlega nefnd þingmanna til að leggja á ráðin um víðtækar kerfisbreytingar í opinberum rekstri. Markmiðið er að draga úr kostnaði þar sem unnt er án þess að skerða þjónustu til þess meðal annars að koma í veg fyrir að heilbrigðiskerfið molni niður. Hefði vinstri stjórnin á sínum tíma valið hinn kostinn og stofnað millidómstig er líklegt að það hefði fyrr lent undir fallöxi nýju hagræðingarnefndarinnar en einstakar deildir Landspítalans. Kjarni málsins er því miður sá að engar þær breytingar hafa orðið á fjármálum ríkisins sem losa ábyrg stjórnvöld frá þessu erfiða vali. Ríkisstjórninni yrði því örugglega fyrirgefið þó að hún flýtti sér hægt að efna þetta loforð.Holl upprifjun Útilokað er að dómarar við Hæstarétt geti alltaf verið sammála um lögfræðileg álitaefni. Og þeir geta jafnvel haft mismunandi hugmyndir um kosti og lesti hver annars. Stjórnmálamenn hafa líka mismunandi skoðanir á dómurum og dómsniðurstöðum. Sjónarmið af þessu tagi mega aftur á móti ekki hafa áhrif á dómstólaskipunina. Ríkisstjórnin hefur alls ekki gefið tilefni til að ætla að svo sé af hennar hálfu. Reyndar er aðeins eitt dæmi um að slík viðhorf hafi leitt til ráðagerða um breytingar á dómstólaskipaninni. Þegar Jónas frá Hriflu sat á stóli dómsmálaráðherra var hann ósáttur við hvernig dómarar Hæstaréttar skrifuðu dóma sína. Hann lagði því til að Hæstiréttur yrði lagður af og nýr Fimmtardómur að þjóðmenningarlegum hætti settur á fót í staðinn. Um leið átti að afnema umsagnir æðsta dómstólsins um nýja dómara til þess að ráðherrann hefði sjálfur frjálsari hendur við skipan þeirra. Á þessum tíma sat Framsóknarflokkurinn einn við ríkisstjórnarborðið og dómsmálaráðherrann réði öllu sem hann kaus að ráða. En ráðagerðin olli slíkri hneykslan að tveir þingmenn Framsóknarflokksins höfðu forgöngu um að setja ráðherranum stólinn fyrir dyrnar svo að frumvarpið dagaði uppi. Fyrir það eitt eru þeir einhverjir merkustu þingmennirnir í sögu flokksins. Þó að tilefnið sé ekkert er þessi upprifjun holl á öllum tímum. Hún er sterk áminning um hversu yfirvegað og vandlega þarf að standa að öllum breytingum á skipan dómstólanna vegna þess mikla hlutverks sem þeir gegna í sérhverju réttarríki.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun