Meðsekt ráðherra Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. júlí 2013 07:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári er að sumu leyti endurtekið efni. Bent er á sömu veikleikana í ríkisrekstrinum og sömu stofnanirnar fara fram úr fjárlögum ár eftir ár. Stofnunin bendir á að hlutfall fjárlagaliða sem fara fram úr fjárheimildum fari hækkandi. Það valdi vonbrigðum og „bendir til þess að ekki hafi tekist nógu vel að viðhalda þeim aga í fjárlagaframkvæmd sem innleiddur var eftir efnahagshrunið 2008“. Þetta er staðfesting þess sem margir hafa talið sig sjá merki um; að þrátt fyrir allt talið um niðurskurð í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi slaknað á aganum í ríkisfjármálum. Það þýðir líka að ný ríkisstjórn verður þegar í stað að herða á þeim aga. Athyglin hefur beinzt að ríkisstofnunum sem ítrekað og árum saman hafa farið fram úr fjárheimildum „án þess að hlutaðeigandi ráðherra hafi gripið til fullnægjandi ráðstafana til að ráða bót á fjármálastjórn þeirra.“ Ríkisendurskoðun nefnir sérstaklega Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólaskóla, Flensborgarskóla, sýslumannsembættin í Borgarnesi og á Selfossi og heilbrigðisstofnanir Austurlands, Suðurlands og Vestmannaeyja. Stofnunin leggur til að fjárlaganefnd kalli eftir svörum viðkomandi ráðherra um hvernig og hvenær fjármálastjórn þessara ríkisstofnana verði komið í lag. Nú eru ráðherrarnir náttúrlega nýsetztir í stólana sína og geta fáu svarað um fortíðina. Það liggur þó fyrir að forverar þeirra stóðu sig ekki í stykkinu hvað það varðaði að halda þessum stofnunum innan fjárheimilda. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í Fréttablaðinu á þriðjudag að í tilvikum heilbrigðisstofnana væru dæmi þess að þær væru „dæmdar“ til hallareksturs. „Þaðan komu tillögur um niðurskurð sem ráðuneytin vildu ekki samþykkja þannig að það er kannski ekki við þær að sakast,“ sagði Sveinn. Það eru auðvitað fráleit vinnubrögð að hafna niðurskurðartillögum frá forstöðumönnum stofnana en láta þá samt ekki hafa fjárheimildir í samræmi við það. Það bendir til að heilbrigðisráðherrar í síðustu ríkisstjórn hafi ekki treyst sér til að taka pólitískum afleiðingum niðurskurðarins. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur líka árum saman látið hjá líða að laga hallarekstur Landbúnaðarháskólans. Það hefur áður komið fram af hálfu stjórnenda skólans sem þeir ítreka nú; að til að ná rekstrinum á réttan kjöl verði að fækka starfsstöðvum, taka inn færri nemendur og segja upp fólki. Af hverju gerði fyrrverandi ráðherra ekki skýra kröfu um slíkt? Það blasir við að ráðherrarnir hafa í raun verið bullandi meðsekir í hallarekstrinum. Þá er ekki skrýtið að þeir grípi ekki til þeirra ráða sem þeir eiga að gera lögum samkvæmt; að áminna eða reka yfirmenn stofnana sem ekki halda sig innan fjárlaga. Ný ríkisstjórn þarf að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisfjármálunum. Það er kannski ekki tilviljun að flestar stofnanirnar sem hafa komizt upp með ítrekaðan hallarekstur eru á landsbyggðinni. Þora ráðherrarnir að knýja fram nauðsynlegan niðurskurð, þrátt fyrir markmið stjórnarsáttmálans um „dreifingu opinberra starfa“ um landið? Þora þeir að knýja á um uppsagnir og lokun starfsstöðva? Þora þeir að beita þeim aga sem er nauðsynlegur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga á síðasta ári er að sumu leyti endurtekið efni. Bent er á sömu veikleikana í ríkisrekstrinum og sömu stofnanirnar fara fram úr fjárlögum ár eftir ár. Stofnunin bendir á að hlutfall fjárlagaliða sem fara fram úr fjárheimildum fari hækkandi. Það valdi vonbrigðum og „bendir til þess að ekki hafi tekist nógu vel að viðhalda þeim aga í fjárlagaframkvæmd sem innleiddur var eftir efnahagshrunið 2008“. Þetta er staðfesting þess sem margir hafa talið sig sjá merki um; að þrátt fyrir allt talið um niðurskurð í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi slaknað á aganum í ríkisfjármálum. Það þýðir líka að ný ríkisstjórn verður þegar í stað að herða á þeim aga. Athyglin hefur beinzt að ríkisstofnunum sem ítrekað og árum saman hafa farið fram úr fjárheimildum „án þess að hlutaðeigandi ráðherra hafi gripið til fullnægjandi ráðstafana til að ráða bót á fjármálastjórn þeirra.“ Ríkisendurskoðun nefnir sérstaklega Landbúnaðarháskóla Íslands, Hólaskóla, Flensborgarskóla, sýslumannsembættin í Borgarnesi og á Selfossi og heilbrigðisstofnanir Austurlands, Suðurlands og Vestmannaeyja. Stofnunin leggur til að fjárlaganefnd kalli eftir svörum viðkomandi ráðherra um hvernig og hvenær fjármálastjórn þessara ríkisstofnana verði komið í lag. Nú eru ráðherrarnir náttúrlega nýsetztir í stólana sína og geta fáu svarað um fortíðina. Það liggur þó fyrir að forverar þeirra stóðu sig ekki í stykkinu hvað það varðaði að halda þessum stofnunum innan fjárheimilda. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi sagði í Fréttablaðinu á þriðjudag að í tilvikum heilbrigðisstofnana væru dæmi þess að þær væru „dæmdar“ til hallareksturs. „Þaðan komu tillögur um niðurskurð sem ráðuneytin vildu ekki samþykkja þannig að það er kannski ekki við þær að sakast,“ sagði Sveinn. Það eru auðvitað fráleit vinnubrögð að hafna niðurskurðartillögum frá forstöðumönnum stofnana en láta þá samt ekki hafa fjárheimildir í samræmi við það. Það bendir til að heilbrigðisráðherrar í síðustu ríkisstjórn hafi ekki treyst sér til að taka pólitískum afleiðingum niðurskurðarins. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur líka árum saman látið hjá líða að laga hallarekstur Landbúnaðarháskólans. Það hefur áður komið fram af hálfu stjórnenda skólans sem þeir ítreka nú; að til að ná rekstrinum á réttan kjöl verði að fækka starfsstöðvum, taka inn færri nemendur og segja upp fólki. Af hverju gerði fyrrverandi ráðherra ekki skýra kröfu um slíkt? Það blasir við að ráðherrarnir hafa í raun verið bullandi meðsekir í hallarekstrinum. Þá er ekki skrýtið að þeir grípi ekki til þeirra ráða sem þeir eiga að gera lögum samkvæmt; að áminna eða reka yfirmenn stofnana sem ekki halda sig innan fjárlaga. Ný ríkisstjórn þarf að taka erfiðar ákvarðanir í ríkisfjármálunum. Það er kannski ekki tilviljun að flestar stofnanirnar sem hafa komizt upp með ítrekaðan hallarekstur eru á landsbyggðinni. Þora ráðherrarnir að knýja fram nauðsynlegan niðurskurð, þrátt fyrir markmið stjórnarsáttmálans um „dreifingu opinberra starfa“ um landið? Þora þeir að knýja á um uppsagnir og lokun starfsstöðva? Þora þeir að beita þeim aga sem er nauðsynlegur?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun