Fékk Riddarakross fyrir það sem þótti klikkun Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. júlí 2013 10:00 Sigurður hlaut mikið lof fyrir þýðingu sína á Ariasman eftir Tapio Koivukari. Hér er hann á slóðum hvalfangaranna í bókinni. Mynd/Aðalsteinn Svanur Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sigurður Karlsson hlaut á dögunum Riddarakross Finnska ljónsins fyrir framlag sitt til útbreiðslu finnskra bókmennta. Sigurður hefur á undanförnum árum getið sér orð sem einn okkar besti þýðandi en í byrjun fannst útgefendum framlag hans lítt áhugavert. "Orðan er kennd við finnska ljónið og er riddarakross sem samsvarar fálkaorðunni íslensku,“ segir Sigurður spurður hvaða merkingu orðan hafi. „Þeim finnst það greinilega tíðindum sæta að einhver nenni að þýða finnskar bókmenntir yfir á íslensku.“ Sigurður er leikari að mennt og var tíður gestur á fjölum íslenskra leikhúsa áður en hann sneri sér að skriftum. Hvað olli þessari stefnubreytingu? „Þetta er gömul della hjá mér, þessi veikleiki fyrir Finnum og finnsku. Ég byrjaði á því að læra finnsku hér í Háskólanum og fór í framhaldi af því til Finnlands til að taka einn vetur í háskóla þar. Ílentist þar, meðal annars vegna þess að ég fór að leika í sænska leikhúsinu í Åbo. Þegar því var að ljúka, vorið 2005, átti ég fjörutíu ára leikafmæli og fannst kominn tími á að breyta svolítið til. Fékk þá hugmynd að fara að þýða úr þessu skrýtna tungumáli sem ég var kominn sæmilega inn í og hef verið í því síðan.“ Fyrsta þýðing Sigurðar, Fyrirmæli eftir Leenu Lander, kom út 2004 en hann segir hana litla athygli hafa hlotið. Að ráði finnska lektorsins við Háskóla Íslands hófst hann þá handa við að þýða Óþekktan hermann eftir Väinö Linna, en það reyndist ekki hlaupið að því að fá hana útgefna. „Ég fór að leita fyrir mér hjá útgefendum en það hafði enginn nokkurn áhuga á því gefa út finnskar bókmenntir. Fjórum árum síðar komst ég í samband við Kristján Kristjánsson hjá Uppheimum og honum fannst svo klikkað að einhver hefði þýtt Óþekktan hermann án útgáfusamnings að hann vildi ólmur fá að taka þátt í ævintýrinu.“ Kristján hefur varla séð eftir þeirri ákvörðun því síðan hefur hver þýðing Sigurðar rekið aðra og má nefna bækur Sofie Oksanen, Tapio Koivukari og fleiri og fleiri. Álagið hefur aukist ár frá ári og nú er svo komið að Sigurður hefur tæpast undan að þýða þær bækur sem útgefendur vilja. „Nú eru glæpasögurnar komnar til sögunnar, það verður að gefa þær út til að borga undir fagurbókmenntirnar, þannig að ég lít varla upp frá tölvunni núorðið.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp