Gera tilraunir með tvo ólíka hljóðheima Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. júlí 2013 11:00 Frumflutningur á Íslandi Gunnar þreytir frumraun sína í flutningi á eigin verki hérlendis í Hörpu í kvöld. Auk hans koma fram fimm önnur ung tónskáld með eigin verk.Fréttablaðið/Vilhelm Við erum að gera tilraunir með að blanda saman akústík og rafhljóði. Láta reyna á samspil þessara tveggja hljóðheima.“ segir Gunnar Gunnsteinsson, eitt tónskáldanna sem frumflytja eigin verk á tónleikunum Upp rís úr rafinu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. „Þetta eru sex tónskáld, flest nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands, og hvert okkar fer sína leið við að flytja sitt verk.“ Tónskáldin eru, auk Gunnars, þau Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson og hafa þau hvert um sig sérvalda hljóðfæraleikara sér til aðstoðar. „Það er þarna strengjakvintett í einu verkinu og tveir rafmagnsgítarar í öðru, þannig að þetta er mjög fjölbreytt tónlist,“ segir Gunnar. Gunnar stundar nám í tónsmíðum í Amsterdam í Hollandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur eigið verk hérlendis. „Ég hef ekki komið fram sem tónskáld áður, en leikið á kontrabassa með alls konar hljómsveitum í grasrótinni. Tónsmíðanámið þróaðist síðan upp úr því.“ Hvers vegna ætti fólk að mæta á tónleikana í kvöld? „Ég held það sé bara mjög áhugavert að sjá og heyra hvernig við leikum okkur með þessa tvo hljóðheima sem útgangspunkt fyrir tónsmíðar,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur áhuga á tónlist yfirhöfuð og nýjum leiðum til að nálgast tónsköpun þá held ég að það sé mjög áhugavert að mæta í kvöld.“ Tónleikarnir eru styrktir af Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, og Gunnar segir hafa munað mikið um það. „Það er ansi dýrt að halda tónleika í Hörpu þannig að þetta breytti miklu fyrir okkur,“ segir hann. „Við hefðum ekki getað þetta án styrksins.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Við erum að gera tilraunir með að blanda saman akústík og rafhljóði. Láta reyna á samspil þessara tveggja hljóðheima.“ segir Gunnar Gunnsteinsson, eitt tónskáldanna sem frumflytja eigin verk á tónleikunum Upp rís úr rafinu í Kaldalóni í Hörpu í kvöld. „Þetta eru sex tónskáld, flest nýútskrifuð úr Listaháskóla Íslands, og hvert okkar fer sína leið við að flytja sitt verk.“ Tónskáldin eru, auk Gunnars, þau Árni Guðjónsson, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Finnur Karlsson, Halldór Smárason og Haukur Þór Harðarson og hafa þau hvert um sig sérvalda hljóðfæraleikara sér til aðstoðar. „Það er þarna strengjakvintett í einu verkinu og tveir rafmagnsgítarar í öðru, þannig að þetta er mjög fjölbreytt tónlist,“ segir Gunnar. Gunnar stundar nám í tónsmíðum í Amsterdam í Hollandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann flytur eigið verk hérlendis. „Ég hef ekki komið fram sem tónskáld áður, en leikið á kontrabassa með alls konar hljómsveitum í grasrótinni. Tónsmíðanámið þróaðist síðan upp úr því.“ Hvers vegna ætti fólk að mæta á tónleikana í kvöld? „Ég held það sé bara mjög áhugavert að sjá og heyra hvernig við leikum okkur með þessa tvo hljóðheima sem útgangspunkt fyrir tónsmíðar,“ segir Gunnar. „Ef fólk hefur áhuga á tónlist yfirhöfuð og nýjum leiðum til að nálgast tónsköpun þá held ég að það sé mjög áhugavert að mæta í kvöld.“ Tónleikarnir eru styrktir af Ýli, tónlistarsjóði Hörpu fyrir ungt fólk, og Gunnar segir hafa munað mikið um það. „Það er ansi dýrt að halda tónleika í Hörpu þannig að þetta breytti miklu fyrir okkur,“ segir hann. „Við hefðum ekki getað þetta án styrksins.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20.
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira