Ætlaði að verða körfuboltamaður Marín Manda skrifar 12. júlí 2013 13:00 Þegar Bóas Kristjánsson var yngri ætlaði hann að verða körfuboltamaður og hátísku karlmannsföt voru fjarri hans huga. Í dag rekur hann sitt eigið hönnunarfyrirtæki, 8045, sem er í miklum vexti og segir að draumurinn sé að nýta íslenska orku til frekari hönnunar. Lífið ræddi við Bóas um iðnaðinn, vörulínuna KARBON og framtíðardrauma.Hvar ertu fæddur og uppalinn? „Foreldrar mínir voru við nám í Þýskalandi þegar ég kom í heiminn, svo ég er fæddur í Heidelberg og bjó þar fyrstu þrjú árin. Síðan fluttum við á Ísafjörð og þaðan í Þingeyjarsýsluna, svo til Akureyrar og loks í Skálholt. Við fluttum til Reykjavíkur þegar ég komst á menntaskólaaldurinn.“Hvernig stóð á því að þú fórst í fatahönnun? „Ég fór að vinna í fataversluninni GK eftir menntaskólann og kynntist fatahönnuðinum Gunnari Hilmarssyni og klæðskeranum Indriða Guðmundssyni. Þeir hvöttu mig til að fara í Listaháskólann og læra fatahönnun. Mér fannst allt svo áhugavert sem þeir voru að gera og Indriði var rosalega vel að sér um iðnaðinn, íslenska hönnuði og listamenn almennt. Hann leiðbeindi mér um listir og við ræddum mikið um hve störf í fatabúðum gefa manni einstaklega góða reynslu til að skoða snið og kynnast efnum og annað. Bæði Gunni og Indriði voru mér innblástur og gerðu það að verkum að ég valdi þessa leið.“ Bóas KristjánssonHvar lærðir þú fatahönnun og hvenær útskrifaðist þú?„Ég var í eitt ár í Listaháskólanum en ákvað síðan að sækja um í einum elsta fatahönnunarskóla í Evrópu sem er í Antwerpen í Belgíu. Royal Academy of Antwerpen og Saint Martins-skólinn skara fram úr hvað grunnnám í fatahönnun varðar. Ég hafði búið svolítið í Evrópu og London heillaði mig ekki eins mikið og því varð skólinn í Antwerpen fyrir valinu. Skólinn einblínir mikið á hugmyndavinnu og útskrifar fólk með það að leiðarljósi að fólk geti strax farið að vinna fyrir önnur tískuhús. Það koma margir sterkir hönnuðir úr þessum skóla sem ég var í en bæði yfirhönnuður herralínu Dior og fyrrverandi yfirhönnuður Hugo Boss lærðu þar. Í Antwerpen var ótrúlega þægilegt að búa því það var tiltölulega hagstætt að vera í Evrópu á þessum tíma og flestir voru með vinnuaðstöðu heima hjá sér.“Bóas og Jónatan Grétarsson ljósmyndari.Nú rekur þú þitt eigið hönnunarfyrirtæki, 8045. Fórstu óhræddur út í það? „Ég þekki marga sem hafa búið í þessum topptískuborgum og unnið fyrir önnur tískuhús en það er oft rosalega dýrt að lifa í þessum borgum og þú færð lítil laun og enga viðurkenningu fyrir það sem þú ert að gera. Það eru ekki margir sem ná að verða sjálfstæðir hönnuðir. Ég kærði mig ekki um að skrimta og vinna myrkranna á milli fyrir engan pening og enga viðurkenningu og því fór ég sjálfur á tískuvikuna í París og kynntist fólki. Fljótlega byrjaði ég að vinna við viðskiptahliðina en ég starfa helst í gegnum París og Antwerpen. Þessa stundina eru höfuðstöðvarnar í húsi foreldra minna í Kópavogi.“Margrét Bóasdóttir er fjármálastjóri fyrirtækisins og mætir alltaf á sýningar.Er þetta harður heimur? „Nei, þetta er afskaplega ljúfur og sjarmerandi heimur. Í gegnum þennan iðnað kynnist maður endalaust af frábæru, metnaðarfullu og áhugaverðu fólki og tengist mikið inn í tónlist og listir. Ég hef að mestu leyti kynnst góðu fólki. Það er hins vegar langt frá því að vera auðvelt að ná árangri.“Hannar þú eingöngu fyrir karlmenn? „Já, ég hanna eingöngu fyrir karlmenn. Þessi hátískuherrafatamarkaður hefur stækkað mikið úti í heimi á síðustu fimm til sex árum og það hefur eiginlega orðið til nýr markaður fyrir karlmenn þar sem nýjar verslanir opna og aðrar stækka því úrvalið er betra og meira. Það er hægt að byggja upp svona tískuhús á smærri skala sem er með framleiðslu, sölu, dreifingu og markaðssetningu út um allan heim og það gengur upp því þú þarft ekki margt starfsfólk og getur gert mikið sjálfur. Ef þú ert kominn með rétta kontakta er eftirleikurinn auðveldur. Til að hafa einhver áhrif í kvenfatatískunni þarftu að vera ákveðið merki, annars týnist þú bara í straumnum.“Bóas í sýningarsalnum á tískuvikunni í París.Hvert sækir þú innblástur í þína hönnun? „Ég fæ allan minn innblástur frá mínu persónulega lífi. Ég leita eftir stöðugleika og jafnvægi í hönnuninni. Hins vegar er gott að vera forvitinn og skoða allt milli himins og jarðar til að fá t.d. hugmynd að mynstri eða smáatriðum í flíkurnar.“ Finnst þér nauðsynlegt að verða útlærður klæðskeri eða fatahönnuður til að hanna sína eigin fatalínu? „Það er allur gangur á því. Það er eitt að hanna fatalínu og annað að selja hana. Það er allavega ekki hægt að reiða sig eingöngu á fagnám í fatahönnun.“Selur þú KARBON-flíkurnar þínar erlendis? „Ég gerði samning við „commercial director“-söluskrifstofu sem sér um sölu á merkinu mínu og það er algjörlega ómissandi. Fyrsta línan er að koma í verslanir í Rússlandi, Kanada, Japan, Hollandi og Bretlandi núna í haust. Hún verður til sölu í mun fleiri verslunum næsta vor ef marka má hvernig gengur að selja í París.“Bóas og kærastan í París.Nú varstu að koma af tískuvikunni í París, hvernig gekk það? Er þetta í fyrsta sinn sem þú sýnir þína hönnun á tískuvikunni? „Það gekk mjög vel. Við völdum þá leið að vera með einka „showroom“ í tískuvikunni. Það er það sem metnaðarfull fyrirtæki gera. Þetta var í annað skipti sem ég sýni línuna KARBON by Boas Kristjanson en ég sýndi prjónalínu fyrir nokkrum árum sem var ekki ætluð í sölu eða framleiðslu.“ Hefur þú alltaf verið meðvitaður um tísku og hönnun? „Nei, það var aldrei sérstaklega mikill partur af mínu lífi framan af svo það var ekki beint eitthvað sem ég hafði áhuga á. Ég lagði meira fyrir mig tónlist og íþróttir þegar ég var yngri. Ég var meðal annars í kór og söngnámi.“Hvaða íslensku og erlendu hönnuðir þykir þér gera flotta hluti? „Það er gríðarlega mikið af góðum hönnuðum á Íslandi. Það er frábært að nýlega hafa þeir fengið aukna athygli í gegnum Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars. Ég veit ekki betur en að þrjú til fjögur fyrirtæki hafi verið að sýna í París á tískuvikum að undanförnu. Það hefur verið mikill vöxtur undanfarin ár í hátískukarlmannafötum erlendis og sá markaður er hvað mest í sókn. Eitt áhugavert dæmi er til dæmis Boris Bidjan Saberi.“Bóas Kristjánsson sjálfsmyndHefur þú fengið góða fjárfesta til að styðja við bakið á þér? „Fyrirtækið hefur fengið góðan stuðning frá vinafólki en enga umtalsverða fjárfestingu að svo stöddu. Fyrir okkur skiptir máli að komast eins langt á eigin úrræðum áður en við tökum inn fjárfesta. Þessi síðasta tískuvika í París sýndi okkur að áætlanir okkar voru byggðar á góðum grunni og varan stóðst ákveðið gæðapróf frá kaupendum búðanna sem fer fram í „showroom-i“ eins og því sem við settum upp. Mamma er fjármálastjóri fyrirtækisins svo hún heldur vel utan um hlutina og kemur með á allar sýningar.“Hverjir eru framtíðardraumarnir? „Ég er að vinna mikið með íslenskt hráefni og tengi mína hönnun mikið við Ísland. Ég sé fyrir mér að hafa alltaf ákveðið aðsetur á Íslandi og vinna bæði með fatahönnun og hönnun almennt og bæta við mig verkefnum sem hafa með íslenska náttúru að gera. Ég hef áhuga á að teikna hús og gera húsgögn og vinna með íslenska orku. Ég hef mikið verið að rannsaka það undanfarin ár og það er því svona framtíðarverkefni. Annars langar mig að gera KARBON by Boas Kristjanson að þekktu vörumerki í tísku, taka þátt í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París og selja í virtustu verslunum um allan heim.“ HönnunarMars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Þegar Bóas Kristjánsson var yngri ætlaði hann að verða körfuboltamaður og hátísku karlmannsföt voru fjarri hans huga. Í dag rekur hann sitt eigið hönnunarfyrirtæki, 8045, sem er í miklum vexti og segir að draumurinn sé að nýta íslenska orku til frekari hönnunar. Lífið ræddi við Bóas um iðnaðinn, vörulínuna KARBON og framtíðardrauma.Hvar ertu fæddur og uppalinn? „Foreldrar mínir voru við nám í Þýskalandi þegar ég kom í heiminn, svo ég er fæddur í Heidelberg og bjó þar fyrstu þrjú árin. Síðan fluttum við á Ísafjörð og þaðan í Þingeyjarsýsluna, svo til Akureyrar og loks í Skálholt. Við fluttum til Reykjavíkur þegar ég komst á menntaskólaaldurinn.“Hvernig stóð á því að þú fórst í fatahönnun? „Ég fór að vinna í fataversluninni GK eftir menntaskólann og kynntist fatahönnuðinum Gunnari Hilmarssyni og klæðskeranum Indriða Guðmundssyni. Þeir hvöttu mig til að fara í Listaháskólann og læra fatahönnun. Mér fannst allt svo áhugavert sem þeir voru að gera og Indriði var rosalega vel að sér um iðnaðinn, íslenska hönnuði og listamenn almennt. Hann leiðbeindi mér um listir og við ræddum mikið um hve störf í fatabúðum gefa manni einstaklega góða reynslu til að skoða snið og kynnast efnum og annað. Bæði Gunni og Indriði voru mér innblástur og gerðu það að verkum að ég valdi þessa leið.“ Bóas KristjánssonHvar lærðir þú fatahönnun og hvenær útskrifaðist þú?„Ég var í eitt ár í Listaháskólanum en ákvað síðan að sækja um í einum elsta fatahönnunarskóla í Evrópu sem er í Antwerpen í Belgíu. Royal Academy of Antwerpen og Saint Martins-skólinn skara fram úr hvað grunnnám í fatahönnun varðar. Ég hafði búið svolítið í Evrópu og London heillaði mig ekki eins mikið og því varð skólinn í Antwerpen fyrir valinu. Skólinn einblínir mikið á hugmyndavinnu og útskrifar fólk með það að leiðarljósi að fólk geti strax farið að vinna fyrir önnur tískuhús. Það koma margir sterkir hönnuðir úr þessum skóla sem ég var í en bæði yfirhönnuður herralínu Dior og fyrrverandi yfirhönnuður Hugo Boss lærðu þar. Í Antwerpen var ótrúlega þægilegt að búa því það var tiltölulega hagstætt að vera í Evrópu á þessum tíma og flestir voru með vinnuaðstöðu heima hjá sér.“Bóas og Jónatan Grétarsson ljósmyndari.Nú rekur þú þitt eigið hönnunarfyrirtæki, 8045. Fórstu óhræddur út í það? „Ég þekki marga sem hafa búið í þessum topptískuborgum og unnið fyrir önnur tískuhús en það er oft rosalega dýrt að lifa í þessum borgum og þú færð lítil laun og enga viðurkenningu fyrir það sem þú ert að gera. Það eru ekki margir sem ná að verða sjálfstæðir hönnuðir. Ég kærði mig ekki um að skrimta og vinna myrkranna á milli fyrir engan pening og enga viðurkenningu og því fór ég sjálfur á tískuvikuna í París og kynntist fólki. Fljótlega byrjaði ég að vinna við viðskiptahliðina en ég starfa helst í gegnum París og Antwerpen. Þessa stundina eru höfuðstöðvarnar í húsi foreldra minna í Kópavogi.“Margrét Bóasdóttir er fjármálastjóri fyrirtækisins og mætir alltaf á sýningar.Er þetta harður heimur? „Nei, þetta er afskaplega ljúfur og sjarmerandi heimur. Í gegnum þennan iðnað kynnist maður endalaust af frábæru, metnaðarfullu og áhugaverðu fólki og tengist mikið inn í tónlist og listir. Ég hef að mestu leyti kynnst góðu fólki. Það er hins vegar langt frá því að vera auðvelt að ná árangri.“Hannar þú eingöngu fyrir karlmenn? „Já, ég hanna eingöngu fyrir karlmenn. Þessi hátískuherrafatamarkaður hefur stækkað mikið úti í heimi á síðustu fimm til sex árum og það hefur eiginlega orðið til nýr markaður fyrir karlmenn þar sem nýjar verslanir opna og aðrar stækka því úrvalið er betra og meira. Það er hægt að byggja upp svona tískuhús á smærri skala sem er með framleiðslu, sölu, dreifingu og markaðssetningu út um allan heim og það gengur upp því þú þarft ekki margt starfsfólk og getur gert mikið sjálfur. Ef þú ert kominn með rétta kontakta er eftirleikurinn auðveldur. Til að hafa einhver áhrif í kvenfatatískunni þarftu að vera ákveðið merki, annars týnist þú bara í straumnum.“Bóas í sýningarsalnum á tískuvikunni í París.Hvert sækir þú innblástur í þína hönnun? „Ég fæ allan minn innblástur frá mínu persónulega lífi. Ég leita eftir stöðugleika og jafnvægi í hönnuninni. Hins vegar er gott að vera forvitinn og skoða allt milli himins og jarðar til að fá t.d. hugmynd að mynstri eða smáatriðum í flíkurnar.“ Finnst þér nauðsynlegt að verða útlærður klæðskeri eða fatahönnuður til að hanna sína eigin fatalínu? „Það er allur gangur á því. Það er eitt að hanna fatalínu og annað að selja hana. Það er allavega ekki hægt að reiða sig eingöngu á fagnám í fatahönnun.“Selur þú KARBON-flíkurnar þínar erlendis? „Ég gerði samning við „commercial director“-söluskrifstofu sem sér um sölu á merkinu mínu og það er algjörlega ómissandi. Fyrsta línan er að koma í verslanir í Rússlandi, Kanada, Japan, Hollandi og Bretlandi núna í haust. Hún verður til sölu í mun fleiri verslunum næsta vor ef marka má hvernig gengur að selja í París.“Bóas og kærastan í París.Nú varstu að koma af tískuvikunni í París, hvernig gekk það? Er þetta í fyrsta sinn sem þú sýnir þína hönnun á tískuvikunni? „Það gekk mjög vel. Við völdum þá leið að vera með einka „showroom“ í tískuvikunni. Það er það sem metnaðarfull fyrirtæki gera. Þetta var í annað skipti sem ég sýni línuna KARBON by Boas Kristjanson en ég sýndi prjónalínu fyrir nokkrum árum sem var ekki ætluð í sölu eða framleiðslu.“ Hefur þú alltaf verið meðvitaður um tísku og hönnun? „Nei, það var aldrei sérstaklega mikill partur af mínu lífi framan af svo það var ekki beint eitthvað sem ég hafði áhuga á. Ég lagði meira fyrir mig tónlist og íþróttir þegar ég var yngri. Ég var meðal annars í kór og söngnámi.“Hvaða íslensku og erlendu hönnuðir þykir þér gera flotta hluti? „Það er gríðarlega mikið af góðum hönnuðum á Íslandi. Það er frábært að nýlega hafa þeir fengið aukna athygli í gegnum Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars. Ég veit ekki betur en að þrjú til fjögur fyrirtæki hafi verið að sýna í París á tískuvikum að undanförnu. Það hefur verið mikill vöxtur undanfarin ár í hátískukarlmannafötum erlendis og sá markaður er hvað mest í sókn. Eitt áhugavert dæmi er til dæmis Boris Bidjan Saberi.“Bóas Kristjánsson sjálfsmyndHefur þú fengið góða fjárfesta til að styðja við bakið á þér? „Fyrirtækið hefur fengið góðan stuðning frá vinafólki en enga umtalsverða fjárfestingu að svo stöddu. Fyrir okkur skiptir máli að komast eins langt á eigin úrræðum áður en við tökum inn fjárfesta. Þessi síðasta tískuvika í París sýndi okkur að áætlanir okkar voru byggðar á góðum grunni og varan stóðst ákveðið gæðapróf frá kaupendum búðanna sem fer fram í „showroom-i“ eins og því sem við settum upp. Mamma er fjármálastjóri fyrirtækisins svo hún heldur vel utan um hlutina og kemur með á allar sýningar.“Hverjir eru framtíðardraumarnir? „Ég er að vinna mikið með íslenskt hráefni og tengi mína hönnun mikið við Ísland. Ég sé fyrir mér að hafa alltaf ákveðið aðsetur á Íslandi og vinna bæði með fatahönnun og hönnun almennt og bæta við mig verkefnum sem hafa með íslenska náttúru að gera. Ég hef áhuga á að teikna hús og gera húsgögn og vinna með íslenska orku. Ég hef mikið verið að rannsaka það undanfarin ár og það er því svona framtíðarverkefni. Annars langar mig að gera KARBON by Boas Kristjanson að þekktu vörumerki í tísku, taka þátt í opinberri dagskrá tískuvikunnar í París og selja í virtustu verslunum um allan heim.“
HönnunarMars Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira