Bjó til ímyndaðan heim utan um sögu bókstafanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 12:00 Sigríður rún Kristinsdóttir sýnir í Sparki. Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp