Strámaður á Sprengisandi Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júlí 2013 07:30 Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra var í viðtali á Sprengisandi síðastliðinn laugardag. Margt kom þar fram sem tekið er undir. Ráðherra ræddi mikilvægi þess að auka fjárfestingar og nauðsyn þess að efla verðmætasköpun í atvinnulífinu. Hann sagði mikilvægt að fyrirhugaðar breytingar á sköttum hvetji fyrirtækin til að ráða fólk til starfa. Þannig geti kaupmáttur launa aukist og lífskjör batnað. Undir þetta taka Samtök atvinnulífsins. Einnig um nauðsyn þess að taka á hallarekstri ríkissjóðs og áhyggjur forsætisráðherra um kostnað ríkisins vegna loforða stjórnmálamanna sem ekki hafa enn verið uppfyllt. Gagnrýni SA á þingsályktun um skuldavanda heimila byggir einmitt á áhyggjum af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í umsögn SA er fjallað um óviðunandi sveiflur sem um langa hríð hafa einkennt efnahagslífið og valda aftur og aftur heimilum og fyrirtækjum miklum búsifjum. Sterkustu varnaðarorðin varða síðan afleiðingar þess að almenn höfuðstólslækkun íbúðalána verði á kostnað ríkissjóðs. Forsætisráðherra sakaði SA um tvískinnung. Þau væru á móti almennri lækkun íbúðaskulda heimila en kölluðu eftir slíku fyrir fyrirtækin. SA og aðildarfélögin stóðu ásamt stjórnvöldum að lausn fyrir fyrirtæki sem kölluð var Beina brautin. Byggt var á því að bankarnir skoðuðu stöðu fyrirtækja sem ekki gátu staðið undir lánum sínum. Skuldir gátu lækkað og reynt var að koma málum þannig fyrir að reksturinn gæti staðið undir skuldunum. Ekki gátu öll fyrirtæki fengið þessa leiðréttingu, mörg urðu gjaldþrota og margir eigendur fyrirtækja töpuðu hlutafé sínu. Samtök atvinnulífsins hafa aldrei kallað eftir almennri lækkun á skuldum fyrirtækja, hvað þá á kostnað ríkissjóðs. Einstök fyrirtæki hafa höfðað mál, og jafnvel unnið þau, um að tilteknar lánveitingar hafi verið andstæðar lögum eða ekki staðist af öðrum ástæðum. Þetta hafa einstaklingar einnig gert og þar m.a. komið í ljós að fjöldi gengistryggðra lána stóðst ekki lög. Það felst engin sanngirni í að gagnrýna að einstaklingar og fyrirtæki sæki rétt sinn fyrir dómstólum. SA telja mikilvægt að benda stjórnvöldum á hverjum tíma á það sem betur má fara í tillögum og lagafrumvörpum. Þá er mikilvægt að þeir sem gagnrýnin beinist að beiti ekki aðferð þar „sem búinn er til gerviandstæðingur og svo ráðist á hann, enda strámaðurinn auðveldari viðureignar en hinn raunverulegi andstæðingur“, svo vitnað sé til forsætisráðherra á heimasíðu hans 2. júní. Samtök atvinnulífsins eru reiðubúin til mikils og náins samstarfs við stjórnvöld og minna á að vinur er sá sem til vamms segir.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar