Viðskiptavinir koma úr öllum áttum 29. júní 2013 12:00 Guðmundur Óli Helgason og Árni G. Sveinsson eru nýir eigendur Fjalarinnar. Mynd/Arnþór Nýir eigendur komu að rekstri timburverkstæðis Húsasmiðjunnar á síðasta ári. Verkstæðið var selt tveimur fyrrverandi starfsmönnum þess, Guðmundi Óla Helgasyni og Árna G. Sveinssyni. Nafni timburverkstæðisins var breytt á sama tíma og heitir nú Fjölin. Sem fyrr snýr starfsemi verkstæðisins að ýmiss konar sérvinnslu fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina þess. Guðmundur segir þá breytingu vera helsta að í stað þess að vinna eingöngu úr efniviði frá Húsasmiðjunni vinni starfsmenn Fjalarinnar efni frá öllum aðilum. „Við erum fyrst og fremst í ýmissi sérvinnslu og sérvinnum þá til dæmis klæðningar, panel, gerefti, gólflista, sólbekki, gólflista og ýmislegt fleira. Auk þess höfum við eina starfandi þurrkofninn á landinu eftir því sem ég best veit. Viðskiptavinir geta því núna komið beint til okkar með efnið og við sjáum um alla vinnslu fyrir þá.“Marek vinnur við bandsög.mynd/ArnþórBúa yfir stóru tannasafni Sérstaða Fjalarinnar snýr að því að smíða tennur. „Við vinnum mikið í tengslum við friðuð hús og sem dæmi þá störfum við mikið fyrir Húsafriðunarnefnd. Ef viðskiptavinur kemur til dæmis með gamlan lista úr slíku húsi þá smíðum við tennur þannig að hægt sé að gera þetta nákvæmlega eins. Enda er ekki hægt að fara út í búð í dag og kaupa eitthvað sem var smíðað fyrir sjötíu árum. Við verðum að hafa þetta eins og það var,“ segir Guðmundur. „Í dag búum við yfir stóru tannasafni og eigum oft þá tönn sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Tönnin er í raun fræsitönnin sem við notum til að hefla spýtuna. Sé hún ekki til þá útbúum við hana með því mynstri sem viðskiptavinurinn óskar eftir.“Spónabaggar frá Fjölinni eru vinsælir hjá hestamönnum.Fjölin þjónar öllum Fjölin þjónar þó ekki bara þeim sem halda við gömlum húsum. „Viðskiptavinir okkar koma úr öllum áttum, hvort sem það eru fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Við vinnum til dæmis fyrir Reykjavíkurborg, Eimskip og ýmsa aðra aðila.“ „Í dag getum við í raun unnið efnið hvaðan sem það er komið. Við pökkum einnig spæni í bagga fyrir hestamenn sem hefur verið mjög eftirsóttur.“ Í dag starfa fimm starfsmenn hjá Fjölinni sem eru allir reynslumiklir starfsmenn í þessari atvinnugrein. Fjölin er til húsa á gamla Húsasmiðjusvæðinu við Sundin, í Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á fjolin.is.Logi, vanur starfsmaður Fjalarinnar, raðar timbri á kílvélafæriband. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Nýir eigendur komu að rekstri timburverkstæðis Húsasmiðjunnar á síðasta ári. Verkstæðið var selt tveimur fyrrverandi starfsmönnum þess, Guðmundi Óla Helgasyni og Árna G. Sveinssyni. Nafni timburverkstæðisins var breytt á sama tíma og heitir nú Fjölin. Sem fyrr snýr starfsemi verkstæðisins að ýmiss konar sérvinnslu fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina þess. Guðmundur segir þá breytingu vera helsta að í stað þess að vinna eingöngu úr efniviði frá Húsasmiðjunni vinni starfsmenn Fjalarinnar efni frá öllum aðilum. „Við erum fyrst og fremst í ýmissi sérvinnslu og sérvinnum þá til dæmis klæðningar, panel, gerefti, gólflista, sólbekki, gólflista og ýmislegt fleira. Auk þess höfum við eina starfandi þurrkofninn á landinu eftir því sem ég best veit. Viðskiptavinir geta því núna komið beint til okkar með efnið og við sjáum um alla vinnslu fyrir þá.“Marek vinnur við bandsög.mynd/ArnþórBúa yfir stóru tannasafni Sérstaða Fjalarinnar snýr að því að smíða tennur. „Við vinnum mikið í tengslum við friðuð hús og sem dæmi þá störfum við mikið fyrir Húsafriðunarnefnd. Ef viðskiptavinur kemur til dæmis með gamlan lista úr slíku húsi þá smíðum við tennur þannig að hægt sé að gera þetta nákvæmlega eins. Enda er ekki hægt að fara út í búð í dag og kaupa eitthvað sem var smíðað fyrir sjötíu árum. Við verðum að hafa þetta eins og það var,“ segir Guðmundur. „Í dag búum við yfir stóru tannasafni og eigum oft þá tönn sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Tönnin er í raun fræsitönnin sem við notum til að hefla spýtuna. Sé hún ekki til þá útbúum við hana með því mynstri sem viðskiptavinurinn óskar eftir.“Spónabaggar frá Fjölinni eru vinsælir hjá hestamönnum.Fjölin þjónar öllum Fjölin þjónar þó ekki bara þeim sem halda við gömlum húsum. „Viðskiptavinir okkar koma úr öllum áttum, hvort sem það eru fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Við vinnum til dæmis fyrir Reykjavíkurborg, Eimskip og ýmsa aðra aðila.“ „Í dag getum við í raun unnið efnið hvaðan sem það er komið. Við pökkum einnig spæni í bagga fyrir hestamenn sem hefur verið mjög eftirsóttur.“ Í dag starfa fimm starfsmenn hjá Fjölinni sem eru allir reynslumiklir starfsmenn í þessari atvinnugrein. Fjölin er til húsa á gamla Húsasmiðjusvæðinu við Sundin, í Súðarvogi 3-5, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á fjolin.is.Logi, vanur starfsmaður Fjalarinnar, raðar timbri á kílvélafæriband.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira