Tökum á París norðursins að ljúka Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 10:00 g Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein