Tökum á París norðursins að ljúka Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 10:00 g Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira