Við höfum nánast ekkert þroskast Bergsteinn Sigurðsson skrifar 26. júní 2013 11:30 Tveir fjórðu hlutar Gisp! Halldór Baldursson og Jóhann Ludwig Torfason eru mennirnir á bak við GiSP! ásamt Þorra Hringssyni og Bjarna Hinrikssyni. Fréttablaðið/Vilhelm Myndasögublaðið GISP! (Guðdómleg innri spenna og pína) er hugarfóstur fjórmenninganna Bjarna Hinrikssonar, Halldórs Baldurssonar, Jóhanns Ludwig Torfasonar og Þorra Hringssonar, auk þess sem gestahöfundar hafa lagt blaðinu lið í gegnum tíðina. Ritið á hátt í aldarfjórðungssögu að baki; fyrsta tölublaðið kom út árið 1990 og síðan þá hafa tíu tölublöð til viðbótar litið dagsins ljós, það ellefta nú nýverið, þótt teygst hafi á milli útgáfudaga síðustu ár. „Mig minnir að fyrstu fimm tölublöðin hafi komið út á fyrstu tveimur árunum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fór að hægja á þessu. Við gáfum þetta út sjálfir til að byrja með en síðustu tölublöð hafa komið út í tengslum við ákveðna menningarviðburði.“ Níunda tölublaðið var til dæmis gefið út í tengslum við myndasögusýningu í Hafnarhúsinu árið 2005 og það tíunda kom út í silkiþrykki á Menningarnótt 2009 í tengslum við yfirlitssýningu á sögu blaðsins.En var einhver ein ástæða frekar en önnur fyrir því að það hægði á útgáfu blaðsins? „Við vorum náttúrulega ungir eldhugar þarna í byrjun,“ segir Halldór. „Áhrifavaldar okkar voru ameríska öndergrándið frá áttunda áratugnum; Crumb, teiknimyndablaðið Raw, sem var gefið út af Art Spiegelman, og „horror“-myndasögur frá sjötta áratugnum. Það var hins vegar ekki sérlega stór markhópur fyrir myndasögur á þessum tíma, hvað þá fyrir „alternative“-sögur eins og við vorum að gera. Svo tekur brauðstritið við, menn eignast börn og svona og þá hægðist óhjákvæmilega á útgáfunni.“ GISP! hefur hins vegar aldrei lagt upp laupana, aðeins lagst í mislangan dvala. „Við erum eins og gömul rokkhljómsveit; þótt það líði langt á milli platna kemur hún alltaf saman á endanum.“ Halldór segir að í ellefta tölublaðinu hafi hópurinn leitað aftur til upprunans og unnið á sömu forsendum og í fyrstu blöðunum. „Það er að segja að við gefum út sjálfir og í sama formi og upphaflega.“Úr Helvítis djöfulsins smáborgarar eftir Halldór Baldursson.Hafa efnistökin breyst með aldrinum? „Það er nú svolítið merkilegt að þegar maður rennir yfir blöðin virðumst við nánast ekkert hafa þroskast, það er að segja andlega,“ segir hann og hlær. „Það eru mörg stef og minni sem eru gegnumgangandi allan þennan tíma. Aftur á móti hefur okkur farið mjög fram sem myndasöguhöfundum, við erum mun færari en við vorum og ég hugsa að þetta tölublað sé það besta tæknilega sem við höfum sent frá okkur.“En er jarðvegurinn fyrir myndasögur frjósamari nú en fyrir tutttugu árum? „Ég þykist merkja það, já. Það má að miklu leyti þakka starfsemi Nexus undanfarna tvo áratugi og listamönnum eins og Hugleiki Dagssyni, sem hafa kynnt formið fyrir nýjum lesendum og gert það meira „mainstream“ en það var. En eins og aðrir menningargeirar er myndasöguheimurinn afar fjölbreyttur og lagskiptur. Það er hægt að hafa mjög gaman af ákveðinni tegund rokktónlistar en ekki annarri. Það sama á á við myndasögur.“Úr Myndasöguverðlaunin eftir Þorra Hringsson. Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Myndasögublaðið GISP! (Guðdómleg innri spenna og pína) er hugarfóstur fjórmenninganna Bjarna Hinrikssonar, Halldórs Baldurssonar, Jóhanns Ludwig Torfasonar og Þorra Hringssonar, auk þess sem gestahöfundar hafa lagt blaðinu lið í gegnum tíðina. Ritið á hátt í aldarfjórðungssögu að baki; fyrsta tölublaðið kom út árið 1990 og síðan þá hafa tíu tölublöð til viðbótar litið dagsins ljós, það ellefta nú nýverið, þótt teygst hafi á milli útgáfudaga síðustu ár. „Mig minnir að fyrstu fimm tölublöðin hafi komið út á fyrstu tveimur árunum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fór að hægja á þessu. Við gáfum þetta út sjálfir til að byrja með en síðustu tölublöð hafa komið út í tengslum við ákveðna menningarviðburði.“ Níunda tölublaðið var til dæmis gefið út í tengslum við myndasögusýningu í Hafnarhúsinu árið 2005 og það tíunda kom út í silkiþrykki á Menningarnótt 2009 í tengslum við yfirlitssýningu á sögu blaðsins.En var einhver ein ástæða frekar en önnur fyrir því að það hægði á útgáfu blaðsins? „Við vorum náttúrulega ungir eldhugar þarna í byrjun,“ segir Halldór. „Áhrifavaldar okkar voru ameríska öndergrándið frá áttunda áratugnum; Crumb, teiknimyndablaðið Raw, sem var gefið út af Art Spiegelman, og „horror“-myndasögur frá sjötta áratugnum. Það var hins vegar ekki sérlega stór markhópur fyrir myndasögur á þessum tíma, hvað þá fyrir „alternative“-sögur eins og við vorum að gera. Svo tekur brauðstritið við, menn eignast börn og svona og þá hægðist óhjákvæmilega á útgáfunni.“ GISP! hefur hins vegar aldrei lagt upp laupana, aðeins lagst í mislangan dvala. „Við erum eins og gömul rokkhljómsveit; þótt það líði langt á milli platna kemur hún alltaf saman á endanum.“ Halldór segir að í ellefta tölublaðinu hafi hópurinn leitað aftur til upprunans og unnið á sömu forsendum og í fyrstu blöðunum. „Það er að segja að við gefum út sjálfir og í sama formi og upphaflega.“Úr Helvítis djöfulsins smáborgarar eftir Halldór Baldursson.Hafa efnistökin breyst með aldrinum? „Það er nú svolítið merkilegt að þegar maður rennir yfir blöðin virðumst við nánast ekkert hafa þroskast, það er að segja andlega,“ segir hann og hlær. „Það eru mörg stef og minni sem eru gegnumgangandi allan þennan tíma. Aftur á móti hefur okkur farið mjög fram sem myndasöguhöfundum, við erum mun færari en við vorum og ég hugsa að þetta tölublað sé það besta tæknilega sem við höfum sent frá okkur.“En er jarðvegurinn fyrir myndasögur frjósamari nú en fyrir tutttugu árum? „Ég þykist merkja það, já. Það má að miklu leyti þakka starfsemi Nexus undanfarna tvo áratugi og listamönnum eins og Hugleiki Dagssyni, sem hafa kynnt formið fyrir nýjum lesendum og gert það meira „mainstream“ en það var. En eins og aðrir menningargeirar er myndasöguheimurinn afar fjölbreyttur og lagskiptur. Það er hægt að hafa mjög gaman af ákveðinni tegund rokktónlistar en ekki annarri. Það sama á á við myndasögur.“Úr Myndasöguverðlaunin eftir Þorra Hringsson.
Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira