Leggur undir sig Gilið Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. júní 2013 12:00 Á bóndadag. „Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“ Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Það er auðvitað mjög gott að sjá fyrir endann á þessu. Þegar maður setur sér stór markmið og nær þeim má leyfa sér að vera svolítið ánægður með sig,“ segir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir myndlistarmaður, sem opnar sýningu í Flóru í Hafnarstræti á Akureyri í dag. Á sama tíma opnar hún alls tíu sýningar í Listagilinu á Akureyri, það er í öllum sýningarsölum Sjónlistamiðstöðvarinnar, í sal Myndlistarfélagsins, Populus Tremula, Mjólkurbúðinni. Sýningarnar marka lokin á verkefninu Réttardagur, 50 sýninga röð sem staðið hefur yfir síðan júní 2008 og verið sett upp víða um land og utan landsteinanna. Útgangspunktur sýninganna er sauðkindin og sú menning sem skapast um og út frá sauðkindinni. Þetta er risavaxið verkefni og telja verkin á sýningunum – skúlptúrar og lágmyndir – nú mörg hundruð.Aðalheiður EysteinsdóttirVar hún aldrei nálægt því að fallast hendur? „Nei, en það hvarflaði vissulega nokkrum sinnum að mér hvað ég hefði eiginlega verið að hugsa að ráðast í svona stórt verkefni,“ segir hún og hlær. En hvað er næst á dagskrá? „Ég ætla að leyfa mér að vera í lausu lofti í nokkra mánuði. Það er kærkomið að sjá öll verkin samankomin, þá áttar maður sig betur á hvað þetta er og hvort maður vilji halda áfram á sömu nótum. Verkefninu Réttardegi er lokið, ég hef fengið nægju mína af þessu þema, en á hugsanlega eftir að vinna áfram með svipuð efnistök.“ En hvað verður um öll verkin sem urðu til? „Ég er ekki einu sinni farin að hugsa út í það. Það er seinni tíma vandamál.“
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira