Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. júní 2013 06:00 Gísli telur að Breiðholtið verði dýrara. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“ Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjá meira
„Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“
Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Aðalstjórn segir málið þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma það Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjá meira
Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00