Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu Svavar Hávarðsson. skrifar 10. júní 2013 06:30 Hellisheiðarvirkjun, stærsta virkjun sinnar tegundar í heiminum, framleiðir nú 30 megavöttum minna en um áramót. Eftir að síðasti áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun er ljóst að vinnslusvæði virkjunarinnar stendur ekki undir fullum afköstum hennar. Fréttablaðið/Valli Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Rannsóknir á jarðhitasvæðum í Henglinum leiða í ljós að núverandi vinnslusvæði Hellisheiðarvirkjunar stendur ekki undir fullri framleiðslu til frambúðar. Þegar hefur verið dregið úr rafmagnsframleiðslu. Frekari vandi er fyrirsjáanlegur ef ekkert er að gert. Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur nú til skoðunar að tengja Hellisheiðarvirkjun við háhitasvæðið í Hverahlíð til að tryggja þannig full afköst virkjunarinnar, og tekjur til næstu ára. Í gögnum OR, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, kemur fram að bróðurpartur vinnslu Hellisheiðarvirkjunar einskorðast við þröngt svæði og lítið virðist vera að finna utan þess. Vinnslusvæði virkjunarinnar er því minna og ekki eins orkuríkt og talið var. Undanfarið hafa niðurrennslisholur einnig farið að taka við minna vatni en áður og verði framhald þar á, gæti þurft að draga úr framleiðslu strax á þessu ári. Sá samdráttur bætist við þann vanda sem fyrr var lýst. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að bæta verði við gufu til að halda fullum rekstri til framtíðar. „Það er alveg ljóst. Ef ekkert verður gert mun framleiðslan halda áfram að minnka, jafnvel nokkuð hratt.“ Uppsett afl virkunarinnar er 303 megavött (MW) og framleiddi á fullum afköstum fram til síðustu áramóta. Hún getur í dag mest framleitt 276 megavött. Vísindamenn OR áætla að afköst muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar. Besta leiðin til að viðhalda vinnslu Hellisheiðarvirkjunar er talin að tengja borholur á háhitasvæðinu í Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun með gufulögn, en í Hverahlíð stefndi OR á að byggja næstu stóru jarðhitavirkjun sína. Bjarni segir að miðað við tímaáætlun, að því gefnu að nýtt umhverfismat sé ekki nauðsynlegt, þá myndi gufulögnin komast í gagnið haustið 2014, en stjórn fyrirtækisins hefur ekki tekið ákvörðun um að fara þessa leið. Gróft kostnaðarmat framkvæmdarinnar er hátt í þrír milljarðar króna, en erfitt er að meta kostnaðinn þar sem hönnun er skammt á veg komin. Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira