Sögur úr hruninu seytla út í skáldskapnum Bergsteinn Sigurðsson skrifar 6. júní 2013 13:00 Sverrir Berg fyrrverandi kaupsýslumaður, Sigrún Davíðsdóttir fréttaritari, Andri Óttarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, og Jón Óttar Ólafsson, fyrrverandi ráðgjafi hjá sérstökum saksóknara, hafa öll fengist við skáldskap. Greint var frá því í DV í gær að í haust kæmi út reyfari eftir Jón Óttar Ólafsson. Jón Óttar er afbrotafræðingur að mennt og starfaði um tíma hjá sérstökum saksóknara. Hann komst í kastljós fjölmiðla þegar hann var kærður, ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni, fyrir að selja trúnaðarupplýsingar til þrotabús Milestone. Málið var fellt niður. Um efni bókarinnar er lítið vitað. Það gefur hins vegar augaleið að fyrir glæpasagnahöfund er það ígildi gullnámu að hafa verið innanbúðar hjá sérstökum saksóknara. Næg eru söguefnin og sum hver sjálfsagt lyginni líkust. Í kjölfar hrunsins spændust út svonefndar „hrunbækur“; „non-fiction“-rit þar sem leitast var við að rekja atburðarásina sem leiddi til falls bankanna eða greina ástæður þess að kerfið riðaði til falls. Nefna má bækur á borð við Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarsson hagfræðing, Flugeldahagfræði fyrir byrjendur eftir Jón F. Thoroddsen verðbréfamiðlara og Ævintýraeyjuna eftir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Bretlandi.Innsýn að utan Bækur af þessum toga eru góðra gjalda verðar en það háir þeim að ýmsar sögur eru látnar kyrrar liggja af ýmsum ástæðum, til dæmis ef ekki hefur tekist að fá þær staðfestar með fullnægjandi hætti eða sögumaðurinn vill hreinlega ekki að þær líti dagsins ljós. Þar kemur skáldskapurinn til skjalanna. Í gegnum hann má miðla dagsönnum og krassandi frásögnum í skjóli þess að þær séu þvert á móti uppspuni; jafnvel þótt lesa megi annað á milli línanna. Frá hruni höfum við nokkur dæmi um að innanbúðarfólk úr fjölmiðlum, stjórnsýslu og viðskiptalífi hagnýti og miðli reynslu sinni í formi skáldskapar. Fyrsta viðleitnin í þessa veru var ef til vill í bókinni Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar tvö, sem hrökklaðist úr starfi vegna umdeildra frétta af fjármagnsflutningum útrásarvíkinga. Ýmsir gátu sér til að ekki væri allt í bókinni hreinn skáldskapur, heldur frásagnir sem Óskar hefði heyrt í starfi sínu en í bókinni var sagt frá „sturluðum lífsstíl með tilheyrandi snekkjupartíum, kókaíni og fylgdarkonum, peningaaustri og lúxusmetingi, glannalegum viðskiptafléttum, ofsagróða og háu falli“. Árið eftir kom út glæpasagan Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í London. Meðal persóna var blaðakona sem, rétt eins og Sigrún, var búsett í London og fjallaði á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund, en sviplegt andlát hennar leiðir unnusta hennar á slóðir þeirra „sem með ósvífnum viðskiptaháttum komu íslensku þjóðfélagi á heljarþröm“. Það fór ekki á milli mála í markaðssetningu bókarinnar að hér færi höfundur sem vissi hvað hann syngi. „Hér fær þekking hennar og reynsla notið sín til fulls í spennandi skáldsögu sem skrifuð er beint inn í íslenskan samtíma.“Drekinn og Réttur Enn voru það þó einungis blaðamenn sem reru á þessi mið, með öðrum orðum þeir sem höfðu fylgst með viðskiptalífinu að utan. Á því varð breyting fyrr á þessu ári þegar Sverrir Berg Steinarsson gaf út sína fyrstu bók, glæpasöguna Drekann. Sverrir var umsvifamikill athafnamaður á góðærisins og rak fjölda verslana í gegnum fyrirtæki sitt Árdegi. Eftir að hafa tapað stórt í hruninu ákvað Sverrir að hætta í verslunarrekstri og snúa sér að skáldskap. Drekinn fjallar um starfsmann hjá ráðgjafafyrirtæki sem er falið að rannsaka misferli í smásölufyrirtæki eftir að forstjóri þess fyrirfer sér. Rannsóknin dregur hann inn í atburðarás „þar sem líf og tilvera venjulegs fólks er skiptimynt í miskunnarlausu valdatafli“ og inn í fléttast fyrirhuguð olíuvinnsla á Drekasvæðinu. Þótt Sverrir hafi þvertekið fyrir í samtali við Fréttablaðið að Drekinn væri nokkurs konar hrunbók, hafa gagnrýnendur talið henni það mjög til tekna að veita sannfærandi innsýn inn í íslenskt viðskiptalíf. Loks má nefna að á dögunum var kunngjört nýtt handritsteymi að glæpaþáttunum Rétti. Handritshöfundar eru fjórir, þar á meðal Andri Óttarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sagði af sér árið 2009 eftir að upp komst um himinháar styrkveitingar FL-Group til Sjálfstæðisflokksins. Saga þess máls verður varla rakin í þáttunum en hver veit nema afmarkaðir – og hingað til óþekktir – þættir þess rati eftir krókaleiðum á sjónvarpsskjáinn? Hvort fleiri „innanbúðarmenn“ úr öðrum stéttum – til dæmis pólitíkinni – eigi eftir að koma reynslu sinni úr hruninu á framfæri í gegnum skáldskap verður tíminn að leiða í ljós. Ef svo verður er næsta víst að við fáum að heyra ýmsar sögur sem ellegar hefðu legið í þagnargildi. Það gæti orðið vinsæll samkvæmisleikur að giska á hvað sé satt og hvað logið. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Greint var frá því í DV í gær að í haust kæmi út reyfari eftir Jón Óttar Ólafsson. Jón Óttar er afbrotafræðingur að mennt og starfaði um tíma hjá sérstökum saksóknara. Hann komst í kastljós fjölmiðla þegar hann var kærður, ásamt Guðmundi Hauki Gunnarssyni, fyrir að selja trúnaðarupplýsingar til þrotabús Milestone. Málið var fellt niður. Um efni bókarinnar er lítið vitað. Það gefur hins vegar augaleið að fyrir glæpasagnahöfund er það ígildi gullnámu að hafa verið innanbúðar hjá sérstökum saksóknara. Næg eru söguefnin og sum hver sjálfsagt lyginni líkust. Í kjölfar hrunsins spændust út svonefndar „hrunbækur“; „non-fiction“-rit þar sem leitast var við að rekja atburðarásina sem leiddi til falls bankanna eða greina ástæður þess að kerfið riðaði til falls. Nefna má bækur á borð við Hrunið eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing, Sofandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarsson hagfræðing, Flugeldahagfræði fyrir byrjendur eftir Jón F. Thoroddsen verðbréfamiðlara og Ævintýraeyjuna eftir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Bretlandi.Innsýn að utan Bækur af þessum toga eru góðra gjalda verðar en það háir þeim að ýmsar sögur eru látnar kyrrar liggja af ýmsum ástæðum, til dæmis ef ekki hefur tekist að fá þær staðfestar með fullnægjandi hætti eða sögumaðurinn vill hreinlega ekki að þær líti dagsins ljós. Þar kemur skáldskapurinn til skjalanna. Í gegnum hann má miðla dagsönnum og krassandi frásögnum í skjóli þess að þær séu þvert á móti uppspuni; jafnvel þótt lesa megi annað á milli línanna. Frá hruni höfum við nokkur dæmi um að innanbúðarfólk úr fjölmiðlum, stjórnsýslu og viðskiptalífi hagnýti og miðli reynslu sinni í formi skáldskapar. Fyrsta viðleitnin í þessa veru var ef til vill í bókinni Martröð millanna eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrverandi fréttastjóra Stöðvar tvö, sem hrökklaðist úr starfi vegna umdeildra frétta af fjármagnsflutningum útrásarvíkinga. Ýmsir gátu sér til að ekki væri allt í bókinni hreinn skáldskapur, heldur frásagnir sem Óskar hefði heyrt í starfi sínu en í bókinni var sagt frá „sturluðum lífsstíl með tilheyrandi snekkjupartíum, kókaíni og fylgdarkonum, peningaaustri og lúxusmetingi, glannalegum viðskiptafléttum, ofsagróða og háu falli“. Árið eftir kom út glæpasagan Samhengi hlutanna eftir Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í London. Meðal persóna var blaðakona sem, rétt eins og Sigrún, var búsett í London og fjallaði á gagnrýninn hátt um umsvif íslenskra auðmanna á erlendri grund, en sviplegt andlát hennar leiðir unnusta hennar á slóðir þeirra „sem með ósvífnum viðskiptaháttum komu íslensku þjóðfélagi á heljarþröm“. Það fór ekki á milli mála í markaðssetningu bókarinnar að hér færi höfundur sem vissi hvað hann syngi. „Hér fær þekking hennar og reynsla notið sín til fulls í spennandi skáldsögu sem skrifuð er beint inn í íslenskan samtíma.“Drekinn og Réttur Enn voru það þó einungis blaðamenn sem reru á þessi mið, með öðrum orðum þeir sem höfðu fylgst með viðskiptalífinu að utan. Á því varð breyting fyrr á þessu ári þegar Sverrir Berg Steinarsson gaf út sína fyrstu bók, glæpasöguna Drekann. Sverrir var umsvifamikill athafnamaður á góðærisins og rak fjölda verslana í gegnum fyrirtæki sitt Árdegi. Eftir að hafa tapað stórt í hruninu ákvað Sverrir að hætta í verslunarrekstri og snúa sér að skáldskap. Drekinn fjallar um starfsmann hjá ráðgjafafyrirtæki sem er falið að rannsaka misferli í smásölufyrirtæki eftir að forstjóri þess fyrirfer sér. Rannsóknin dregur hann inn í atburðarás „þar sem líf og tilvera venjulegs fólks er skiptimynt í miskunnarlausu valdatafli“ og inn í fléttast fyrirhuguð olíuvinnsla á Drekasvæðinu. Þótt Sverrir hafi þvertekið fyrir í samtali við Fréttablaðið að Drekinn væri nokkurs konar hrunbók, hafa gagnrýnendur talið henni það mjög til tekna að veita sannfærandi innsýn inn í íslenskt viðskiptalíf. Loks má nefna að á dögunum var kunngjört nýtt handritsteymi að glæpaþáttunum Rétti. Handritshöfundar eru fjórir, þar á meðal Andri Óttarsson, lögmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sagði af sér árið 2009 eftir að upp komst um himinháar styrkveitingar FL-Group til Sjálfstæðisflokksins. Saga þess máls verður varla rakin í þáttunum en hver veit nema afmarkaðir – og hingað til óþekktir – þættir þess rati eftir krókaleiðum á sjónvarpsskjáinn? Hvort fleiri „innanbúðarmenn“ úr öðrum stéttum – til dæmis pólitíkinni – eigi eftir að koma reynslu sinni úr hruninu á framfæri í gegnum skáldskap verður tíminn að leiða í ljós. Ef svo verður er næsta víst að við fáum að heyra ýmsar sögur sem ellegar hefðu legið í þagnargildi. Það gæti orðið vinsæll samkvæmisleikur að giska á hvað sé satt og hvað logið.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira