Mín gæfa að lenda í námi hjá Snæbjörgu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júní 2013 13:45 Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona flytja í kvöld lög sem Ingibjörg söng í söngnáminu hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar. Fréttablaðið/Daníel. „Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona, kórstjóri og söngkennari, sem á föstudag var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar 2013. „Ástæðan er væntanlega fyrst og fremst starf mitt með Kvennakór Garðabæjar sem ég stofnaði árið 2000. Starf hans hefur verið mjög sýnilegt í bænum, en við höfum verið með samstarfssamning við bæinn og sinnt ýmsum verkefnum til að efla hér menningu og listir.“ Ingibjörg hefur lagt meira af mörkum til eflingar tónlistarlífs í Garðabæ og fór um áramótin af stað með tónleikaröðina Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Lokatónleikar raðarinnar í vor eru einmitt í kvöld og þar syngur Ingibjörg sjálf við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Arfleifð Snæju og er efnisskráin tileinkuð námsárum Ingibjargar í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara. Snæbjörg varð áttræð á síðasta ári en hún kenndi í ein þrjátíu ár við skólann og útskrifaði fjölda góðra söngvara. „Mér fannst mjög við hæfi að heiðra Snæbjörgu,“ segir Ingibjörg. „Bæði lærði ég hjá henni öll mín ár í tónlistarskólanum hér og svo tengist hún mér að því leyti að hún er móðursystir mannsins míns. Hún kynnti okkur þannig að það er henni að þakka að við erum hjón í dag. Það var mín gæfa að lenda í námi hjá henni þegar ég var sautján ára, bæði sem söngkonu og í einkalífinu.“ Dagskrá tónleikanna í kvöld er fjölbreytt. „Þetta eru klukkutíma tónleikar og efnisskráin er mjög blönduð,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru lögin sem Snæbjörg var að miðla mér í gamla daga, alveg frá klassísku íslensku lögunum yfir í þýsk ljóð og óperuaríur. Og svo er þarna léttmeti með.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu á þessu vori en Ingibjörg segir að strax og haustar fari tónleikaröðin af stað aftur. Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta kom skemmtilega á óvart,“ segir Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona, kórstjóri og söngkennari, sem á föstudag var útnefnd bæjarlistamaður Garðabæjar 2013. „Ástæðan er væntanlega fyrst og fremst starf mitt með Kvennakór Garðabæjar sem ég stofnaði árið 2000. Starf hans hefur verið mjög sýnilegt í bænum, en við höfum verið með samstarfssamning við bæinn og sinnt ýmsum verkefnum til að efla hér menningu og listir.“ Ingibjörg hefur lagt meira af mörkum til eflingar tónlistarlífs í Garðabæ og fór um áramótin af stað með tónleikaröðina Þriðjudagsklassík í Garðabæ. Lokatónleikar raðarinnar í vor eru einmitt í kvöld og þar syngur Ingibjörg sjálf við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Tónleikarnir bera yfirskriftina Arfleifð Snæju og er efnisskráin tileinkuð námsárum Ingibjargar í Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur söngkennara. Snæbjörg varð áttræð á síðasta ári en hún kenndi í ein þrjátíu ár við skólann og útskrifaði fjölda góðra söngvara. „Mér fannst mjög við hæfi að heiðra Snæbjörgu,“ segir Ingibjörg. „Bæði lærði ég hjá henni öll mín ár í tónlistarskólanum hér og svo tengist hún mér að því leyti að hún er móðursystir mannsins míns. Hún kynnti okkur þannig að það er henni að þakka að við erum hjón í dag. Það var mín gæfa að lenda í námi hjá henni þegar ég var sautján ára, bæði sem söngkonu og í einkalífinu.“ Dagskrá tónleikanna í kvöld er fjölbreytt. „Þetta eru klukkutíma tónleikar og efnisskráin er mjög blönduð,“ segir Ingibjörg. „Þetta eru lögin sem Snæbjörg var að miðla mér í gamla daga, alveg frá klassísku íslensku lögunum yfir í þýsk ljóð og óperuaríur. Og svo er þarna léttmeti með.“ Tónleikarnir í kvöld eru þeir síðustu á þessu vori en Ingibjörg segir að strax og haustar fari tónleikaröðin af stað aftur.
Menning Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira