Hrós handa ófrískum konum Sigga Dögg skrifar 23. maí 2013 12:45 Nordicphotos/getty „Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg. Sigga Dögg Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Það er ekki að sjá á þér að þú sért ólétt, ekkert nema kúlan bara.“ Þetta er eitt æðsta hrós sem líkami verðandi móður getur hlotið. Þessu fylgir iðulega smá hringsnúningur svo viðkomandi geti metið bjúg, bólgur, fitukíló á móti meðgöngutengdum kílóum og hvort kúlan sjáist aftan frá. Áður en allt þetta á sér stað er auðvitað búið að lesa í lögun kúlunnar og spá fyrir um kyn og hvort stærð hennar samsvari meðgöngulengd. Þetta er allt hægt að gera án þess að snerta. Það er nefnilega svo í dag að flest fólk veit að bumbu skuli ekki strjúka nema með leyfi, fáðu já virðist hafa borað sig inn í undirmeðvitundina og nú er bara skoðað og strokið með orðum. Ég veit að þessi pistill mun stuða suma og það verður bara að hafa það. Kannski myndi ég ekki skrifa hann nema af því ég virðist vera í hópi þeirra kvenna sem „er bara kúlan“. Ég er alls ekki að kvarta undan þessu hrósi, en í samfélagi þar sem endalaust er pælt í líkama konunnar þá þykir mér þetta sérlega áhugavert, sérstaklega þar sem athugasemdirnar koma oftast frá öðrum konum. Karlar hafa sagt mér að ég sé alveg að springa, hvort þarna inni leynist nokkuð tvö börn því ég sé svo risastór. Konur fussa og sveia yfir slíku og biðja mig um að snúa mér annan hring. Hvað vita karlar um óléttan líkama þegar þeirra eigin fitusöfnun svipar skuggalega mikið til fyrrgreinds ferlis án kraftaverksins að geta af sér nýtt líf? Það fyndna við þetta allt saman er að það svæði sem ég er hvað viðkvæmust fyrir og fæ sjaldan eða aldrei hrós fyrir, er nú í sviðsljósinu og hyllt af ókunnugum. Svo tölum við „bumburnar“ saman og endurtökum kvakið. Hrósum útliti hver annarrar (sem reyndar við stelpur eigum almennt til að gera þegar við hittumst), spyrjum jafnvel út í hversu mörg kíló viðkomandi sé búinn að bæta á sig, hvaða hreyfingu hún sinni og vorkennum aumingja konunum með bjúginn. Greyið Kim… Skjótt skipast svo veður í lofti því um leið og barninu er skotið út þá eigum við að skreppa saman. Þá segja þær: „það er ekki að sjá á þér að þú hafir eignast barn.“ Það er platínuhrós. Bumban og bjúgurinn horfinn, brjóstin stór og stinn, barnið bundið utan um þig er þú splæsir loksins í mímósu í dögurð með stelpunum. Af hverju er áherslan á líkama konunnar alltaf svona mikil? Við fáum aldrei frí, eða gefum hverri annarri frí, frá ítarlegri úttekt á líkamsvexti. Getum við hætt að tala saman út á við og farið inn á við? Það má alveg spyrja bara út í það hvernig meðgangan gengur eða ef þú vilt hrósa útliti þá er „ofsalega ertu nú falleg“ alveg feikinóg.
Sigga Dögg Mest lesið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira