Innri maður í iðrum jarðar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 22. maí 2013 06:00 Það upplifa allir einhvern tímann eitthvað sem sýnir hvað í þeim býr. Stundir þar sem kringumstæður verða þess konar að það reynir verulega á og innri maður sýnir sig. Svoleiðis kringumstæður geta verið misjafnar og auðvitað misalvarlegar eins og gengur. Við erum ekki öll gerð úr sama grautnum. Það sem einum þykir smámál getur slegið annan út af laginu. Ég horfði stundum á sjónvarpsþætti þar sem svona aðstæður voru búnar til og venjulegt fólk leysti verkefni, miserfið og misgeðsleg. Oftar en ekki snerust áskoranirnar um það hversu háan þröskuld fólk hafði gagnvart ógeðslegheitum. Ég mátaði mig gjarnan við aðstæðurnar að gamni. Ímyndaði mér hvernig ég brygðist við. Gæti ég etið soðið svínseyra eða yfirstigið óstjórnlega lofthræðslu, ég sem fór einu sinni að skæla í stólalyftunni í Bláfjöllum? Ekki það að þol fólks fyrir því hversu margar kóngulær mega skríða á höfði þess segi til um styrkleika hið innra, eða hversu mikið magn soðinna grísainnyfla fólk getur innbyrt án þess að kasta upp. Eða hvað? Hverjum myndum við treysta betur fyrir lífi okkar, þeim sem með stóískri ró umber ógeðfelldar aðstæður eða þeim sem missir stjórn á sér með óhljóðum? Ég var stödd í Hvalfjarðargöngunum í fyrrakvöld. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki en var samt nokkuð vel stemmd. Allir saddir eftir pylsustopp og Eurovision-söngvar hljómuðu úr aftursætinu. Kannski var það myrkrið í göngunum, loftleysið í bílnum eða kannski hafði afgreiðslumaðurinn í sjoppunni ekki skipt um vatn í pylsupottinum lengi. Það er ekki gott að segja. Vel undir sjávarmáli fóru að heyrast óhugguleg hljóð úr aftursætinu. Einhverjum var illt. Ég teygði höndina aftur í til að strjúka vanga, gat lítið annað gert. Þá fann ég skyndilega í lófa mínum það sem áður hafði verið í brauði, með tómatsósu og steiktum. Djúpt í iðrum jarðar, lokuð inni í bíl og engrar undankomu auðið. Nú reyndi á. Halda þar til við kæmumst út? Eða sleppa. Ég barðist við minn innri mann sem vildi sleppa, kippa að sér hendinni, veina, stökkva út. Ég hélt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Það upplifa allir einhvern tímann eitthvað sem sýnir hvað í þeim býr. Stundir þar sem kringumstæður verða þess konar að það reynir verulega á og innri maður sýnir sig. Svoleiðis kringumstæður geta verið misjafnar og auðvitað misalvarlegar eins og gengur. Við erum ekki öll gerð úr sama grautnum. Það sem einum þykir smámál getur slegið annan út af laginu. Ég horfði stundum á sjónvarpsþætti þar sem svona aðstæður voru búnar til og venjulegt fólk leysti verkefni, miserfið og misgeðsleg. Oftar en ekki snerust áskoranirnar um það hversu háan þröskuld fólk hafði gagnvart ógeðslegheitum. Ég mátaði mig gjarnan við aðstæðurnar að gamni. Ímyndaði mér hvernig ég brygðist við. Gæti ég etið soðið svínseyra eða yfirstigið óstjórnlega lofthræðslu, ég sem fór einu sinni að skæla í stólalyftunni í Bláfjöllum? Ekki það að þol fólks fyrir því hversu margar kóngulær mega skríða á höfði þess segi til um styrkleika hið innra, eða hversu mikið magn soðinna grísainnyfla fólk getur innbyrt án þess að kasta upp. Eða hvað? Hverjum myndum við treysta betur fyrir lífi okkar, þeim sem með stóískri ró umber ógeðfelldar aðstæður eða þeim sem missir stjórn á sér með óhljóðum? Ég var stödd í Hvalfjarðargöngunum í fyrrakvöld. Fjölskyldan átti langt ferðalag að baki en var samt nokkuð vel stemmd. Allir saddir eftir pylsustopp og Eurovision-söngvar hljómuðu úr aftursætinu. Kannski var það myrkrið í göngunum, loftleysið í bílnum eða kannski hafði afgreiðslumaðurinn í sjoppunni ekki skipt um vatn í pylsupottinum lengi. Það er ekki gott að segja. Vel undir sjávarmáli fóru að heyrast óhugguleg hljóð úr aftursætinu. Einhverjum var illt. Ég teygði höndina aftur í til að strjúka vanga, gat lítið annað gert. Þá fann ég skyndilega í lófa mínum það sem áður hafði verið í brauði, með tómatsósu og steiktum. Djúpt í iðrum jarðar, lokuð inni í bíl og engrar undankomu auðið. Nú reyndi á. Halda þar til við kæmumst út? Eða sleppa. Ég barðist við minn innri mann sem vildi sleppa, kippa að sér hendinni, veina, stökkva út. Ég hélt.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun