Tvíhöfðabræður búa til glænýtt grín Freyr Bjarnason skrifar 11. maí 2013 07:00 Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson sömdu grínatriði fyrir söfnunarþátt Landsbjargar. Fréttablaðið/Stefán „Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“ Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Við settumst niður og kokkuðum upp ljómandi skemmtilegan karakter sem Jón mun leika,“ segir Sigurjón Kjartansson. Borgarstjórinn Jón Gnarr leikur í grínatriðum sem voru tekin upp á skemmtistaðnum Harlem í gær og verða sýnd í söfnunarþætti Landsbjargar í Sjónvarpinu 31. maí. Sigurjón leikur ekki í atriðunum en kom að þeim sem handritshöfundur. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Tvíhöfðabræður vinna saman að nýju grínefni síðan þeir störfuðu sem útvarpsmenn fyrir nokkrum árum, eða áður en Jón varð borgarstjóri Reykjavíkur. „En maskínan fer í gang þegar við setjumst niður saman. Okkur hefur ávallt reynst mjög auðvelt að kokka eitthvað upp og við erum fljótir að því,“ segir Sigurjón. Hann viðurkennir að erfitt hafi verið að finna tíma til að vinna með borgarstjóranum. „Mann hefði ekki grunað það á árum áður að maður hefði þurft að glíma við ritara til að hafa samband við hann en það er eitthvað mjög rétt við það. Við töluðum oft á þessum nótum einu sinni að hann þyrfti eiginlega að hafa einn svoleiðis alltaf við höndina. Núna er hann umkringdur slíku fólki. Það er allt ofsalega vel skipulagt hjá honum og ég er afskaplega glaður með það. Það er þungu fargi af mér létt því ég sá alltaf um bókanirnar og annað slíkt í gamla daga.“ Aðspurður hvort þeir ætli að semja eitthvað meira saman segir Sigurjón: „Örugglega einhvern tímann. Hann verður ekki borgarstjóri að eilífu. Við erum skapandi menn og það er ekki óeðlilegt að við leiðum saman hesta okkar aftur.“
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira