Í bótamál við fimm manns vegna Stíms Stígur Helgason skrifar 11. maí 2013 07:00 Lárus Welding er einn þeirra þriggja sem tóku ákvörðun um lánveitinguna. Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn. Stím málið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira
Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn.
Stím málið Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Sjá meira