"Það verður að hafa fyrir þessu“ Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. maí 2013 17:00 Börkur Jónsson. „Þetta kom skemmtilega á óvart, en það er víst óvenjulegt að Reumert-verðlaunin falli útlendingi í skaut,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður en leikmynd hans í sýningunni Bastarðar var valin leikmynd ársins á Reumert-hátíðinni, leiklistarverðlaunahátíð Dana, á sunnudagskvöld. Bastarðar er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Malmö Stadtsteater og Får302 í Kaupmannahöfn. Forvinna sýningarinnar var unnin af alþjóðlegum hópi á Íslandi í vor og lauk með tveimur forsýningum á Listahátíð og var verkið svo sýnt í Kaupmannahöfn og Malmö, áður en það fór í reglulegar sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á leikárinu. Leikmynd Barkar var að sönnu stórbrotin; áhorfendur sátu í hring í kringum skógi vaxið svið, yfir því gnæfði málmgrind og á miðju sviðinu var djúpur hylur. „Þetta er að mörgu leyti sérstök leikmynd,“ segir Börkur, „mjög stór og kostaði mikla handavinnu. Hún umlykur áhorfendur og fyllir þannig vitin og sjónsviðið; það sitja allir inn í skóginum sem verkið gerist í. Svo var hún sýnd í tjaldi áður en við uppfærðum hana fyrir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og það var líka mjög spennandi og tæknilega krefjandi.“ Börkur segist þó ekki geta metið hvort þetta sé hans best heppnaða leikmynd til þessa. „Hver leikmynd er utan um ákveðið verkefni og það er mjög erfitt að taka hana úr því samhengi og bera þær saman.“ Börkur hefur um nokkurt skeið verið í hópi fremstu leikmyndahönnuða landsins og unnið mikið með Vesturporti, þar sem umgjörðin skiptir ekki síst máli. Börkur segir það þó aldrei vera markmiðið að slá sér við á milli sýninga. „Maður hugsar bara hvert verkefni fyrir sig, það verður að vera þannig. Maður má ekki falla í þá gryfju að setja upp leikrit á öðrum forsendum en verksins sjálfs. En á hinn bóginn þá reyni ég líka að endurtaka mig ekki og setja mér markmið til að gera verkið krefjandi. Það verður að hafa fyrir þessu.“ Hann segir vinnuferlið með Vesturporti líka eiga vel við sig. „Það er allt opið og frjálst; allir hafa rétt á sinni skoðun og þær eru teknar til greina. Enginn er básaður af í eigin horni, enda er ekki hægt að vinna þannig í leikhúsi; það er ávísun á misheppnaða sýningu.“ Börkur segir vel mögulegt Reumert-verðlaunin eigi eftir að verða til þess að verkefnum utanlands fjölgi. Vesturport stefnir nú á að setja Hróa hött á svið í Bergen og því næst í Boston. „Hver veit nema sú sýning endi svo á Broadway.“Börkur segir leikmyndina að mörgu leyti óvenjulega, hún er mjög stór og útheimti mikla handavinnu enda umlykur hún áhorfendur og fylli sjónsviðið. Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta kom skemmtilega á óvart, en það er víst óvenjulegt að Reumert-verðlaunin falli útlendingi í skaut,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður en leikmynd hans í sýningunni Bastarðar var valin leikmynd ársins á Reumert-hátíðinni, leiklistarverðlaunahátíð Dana, á sunnudagskvöld. Bastarðar er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Malmö Stadtsteater og Får302 í Kaupmannahöfn. Forvinna sýningarinnar var unnin af alþjóðlegum hópi á Íslandi í vor og lauk með tveimur forsýningum á Listahátíð og var verkið svo sýnt í Kaupmannahöfn og Malmö, áður en það fór í reglulegar sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á leikárinu. Leikmynd Barkar var að sönnu stórbrotin; áhorfendur sátu í hring í kringum skógi vaxið svið, yfir því gnæfði málmgrind og á miðju sviðinu var djúpur hylur. „Þetta er að mörgu leyti sérstök leikmynd,“ segir Börkur, „mjög stór og kostaði mikla handavinnu. Hún umlykur áhorfendur og fyllir þannig vitin og sjónsviðið; það sitja allir inn í skóginum sem verkið gerist í. Svo var hún sýnd í tjaldi áður en við uppfærðum hana fyrir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og það var líka mjög spennandi og tæknilega krefjandi.“ Börkur segist þó ekki geta metið hvort þetta sé hans best heppnaða leikmynd til þessa. „Hver leikmynd er utan um ákveðið verkefni og það er mjög erfitt að taka hana úr því samhengi og bera þær saman.“ Börkur hefur um nokkurt skeið verið í hópi fremstu leikmyndahönnuða landsins og unnið mikið með Vesturporti, þar sem umgjörðin skiptir ekki síst máli. Börkur segir það þó aldrei vera markmiðið að slá sér við á milli sýninga. „Maður hugsar bara hvert verkefni fyrir sig, það verður að vera þannig. Maður má ekki falla í þá gryfju að setja upp leikrit á öðrum forsendum en verksins sjálfs. En á hinn bóginn þá reyni ég líka að endurtaka mig ekki og setja mér markmið til að gera verkið krefjandi. Það verður að hafa fyrir þessu.“ Hann segir vinnuferlið með Vesturporti líka eiga vel við sig. „Það er allt opið og frjálst; allir hafa rétt á sinni skoðun og þær eru teknar til greina. Enginn er básaður af í eigin horni, enda er ekki hægt að vinna þannig í leikhúsi; það er ávísun á misheppnaða sýningu.“ Börkur segir vel mögulegt Reumert-verðlaunin eigi eftir að verða til þess að verkefnum utanlands fjölgi. Vesturport stefnir nú á að setja Hróa hött á svið í Bergen og því næst í Boston. „Hver veit nema sú sýning endi svo á Broadway.“Börkur segir leikmyndina að mörgu leyti óvenjulega, hún er mjög stór og útheimti mikla handavinnu enda umlykur hún áhorfendur og fylli sjónsviðið.
Menning Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira