Brynja Þorgeirs tekur við Djöflaeyjunni Álfrún Pálsdóttir skrifar 7. maí 2013 08:00 Brynja Þorgeirsdóttir tekur við Djöflaeyjunni í haust. „Þetta leggst alveg gríðarlega vel í mig,“ segir fréttakonan Brynja Þorgeirsdóttir en hún var á dögunum ráðin ritstjóri menningarþáttar Ríkissjónvarpsins, Djöflaeyjunnar. Brynja tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem er orðinn framleiðslustjóri hjá Saga Film. Brynja hefur starfað að hluta til í Kastljósinu í vetur samhliða meistaranámi í bókmenntafræði. „Starfið hentar mér því mjög vel. Ég hef vísvitandi verið að færa mig frá fréttunum yfir á menningarsviðið undanfarið og hlakka mikið til haustsins,“ segir Brynja sem ætlar þó ekki að umbylta efnistökum þáttarins. „Þátturinn hefur sterkan grunn en það er alltaf hægt að efla og bæta. Það er því von á smá breytingum en þátturinn verður enn þá um menningu á mannamáli.“ Þrátt fyrir að taka ekki við fyrr en í haust situr Brynja ekki auðum höndum í sumar. Hún er að undirbúa skemmtiþætti um íslenska tungumálið ásamt Braga Valdimar Skúlasyni. Þættirnir eru að skandinavískri fyrirmynd og fara í framleiðslu í sumar. „Við erum enn þá að velta fyrir okkur heiti þáttanna en þar fjöllum við um tungumálið á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“ Meðal umsjónarmanna Djöflaeyjunnar eru Vera Sölvadóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Sigríður Pétursdóttir og Símon Birgisson. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta leggst alveg gríðarlega vel í mig,“ segir fréttakonan Brynja Þorgeirsdóttir en hún var á dögunum ráðin ritstjóri menningarþáttar Ríkissjónvarpsins, Djöflaeyjunnar. Brynja tekur við af Þórhalli Gunnarssyni sem er orðinn framleiðslustjóri hjá Saga Film. Brynja hefur starfað að hluta til í Kastljósinu í vetur samhliða meistaranámi í bókmenntafræði. „Starfið hentar mér því mjög vel. Ég hef vísvitandi verið að færa mig frá fréttunum yfir á menningarsviðið undanfarið og hlakka mikið til haustsins,“ segir Brynja sem ætlar þó ekki að umbylta efnistökum þáttarins. „Þátturinn hefur sterkan grunn en það er alltaf hægt að efla og bæta. Það er því von á smá breytingum en þátturinn verður enn þá um menningu á mannamáli.“ Þrátt fyrir að taka ekki við fyrr en í haust situr Brynja ekki auðum höndum í sumar. Hún er að undirbúa skemmtiþætti um íslenska tungumálið ásamt Braga Valdimar Skúlasyni. Þættirnir eru að skandinavískri fyrirmynd og fara í framleiðslu í sumar. „Við erum enn þá að velta fyrir okkur heiti þáttanna en þar fjöllum við um tungumálið á fróðlegan og skemmtilegan hátt.“ Meðal umsjónarmanna Djöflaeyjunnar eru Vera Sölvadóttir, Guðmundur Oddur Magnússon, Sigríður Pétursdóttir og Símon Birgisson.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira