Lengt í hengingarólinni Mikael Torfason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Fram til þessa hefur kosningabaráttan snúist um niðurfellingu á skuldum heimilanna. Reyndar bara þeirra heimila sem skulda húsnæðislán. Nokkrir flokkar tala um leiðréttingu og réttlætismál. Peningarnir eiga að koma úr samningaviðræðum við erlenda vogunarsjóði sem hafa fjárfest hér á landi og sitja fastir með peningana sína á Íslandi vegna gjaldeyrishafta. Samningaviðræður við þessa svokölluðu erlendu kröfuhafa – sem stundum eru kallaðir vogunarsjóðir og jafnvel hrægammasjóðir – eru viðkvæmar. Óábyrg umræða nú getur skaðað viðræður um að losa hér gjaldeyrishöft og hleypa þessum sjóðum úr landi. Svo ekki sé talað um hversu glórulaust það er að vilja hirða af þessu fólki peningana þeirra. Því þetta eru jú peningar fólks sem fjárfesti í sjóðum sem svo tóku áhættu og fjárfestu hér á Íslandi í góðri trú. Í framtíðinni má gera ráð fyrir að við Íslendingar viljum laða til okkar erlent fjármagn. Til þess þurfum við að bjóða upp á góð fjárfestingatækifæri og traust. Vissulega skaðaðist orðstír okkar mikið þegar allt bankakerfið hrundi og það mun taka tíma að laga það. Allur málflutningur um að hirða hundruð milljarða af þessum umræddum sjóðum eykur ekki traust erlendra fjármagnseigenda á okkar litla landi. Umræðan er til komin vegna þeirrar einföldu staðreyndar að kosningabaráttan snýst um hag heimilanna í landinu. Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvort mjög skuldsett heimili séu miklu bættari með tuttugu prósent niðurfellingu skulda. Miklu nær væri að bjóða þeim fjölskyldum sem verst eru staddar að fara lyklaleiðina svokölluðu. Þá kæmist fólk úr skuldafangelsi og gæti byrjað upp á nýtt. Ef það verður svo niðurstaða viðræðna við erlendu fjármagnseigendurna að þeir geti farið með fé sitt frá Íslandi og gjaldeyrishöftin verði afnumin væri miklu nær að ríkið greiddi niður erlendar skuldir með hugsanlegum afgangi. Nú þegar greiðum við 90 milljarða í vexti af þessum skuldum árlega og þær fara ekki minnkandi. Ein mesta kjarabót allra Íslendinga felst í að geta minnkað þessar skuldir verulega. Á einu kjörtímabili er hægt að gera mikið fyrir 90 milljarða á ári. Fasteignakaup á Íslandi hafa lengi verið einhvers konar lotterí. Þannig var hægt að kaupa íbúð á tíunda áratugnum og horfa á verð hennar tífaldast á örfáum árum. Allir virtust græða og lítil krafa um að fólk deildi þeim hagnaði með þjóðinni allri. Enda er það oft þannig að þegar einhver græðir vill viðkomandi ekki deila en sé tap þá er þörfin mikil fyrir að aðrir taki þátt í að borga það tap niður. Ekkert bendir til þess að húsnæðiskaup almennings hætti að vera áhættusöm. Hins vegar hefur verið bent á ýmsar áhugaverðar leiðir í þessari kosningabaráttu. ASÍ átti gott útspil með dönsku leiðinni svokölluðu og hér í Reykjavík eru hafnar miklar framkvæmdir við byggingu leiguhúsnæðis. Aftur koma þessar nýju lausnir ekki þeim skuldugustu að neinu gagni. Ekki frekar en það muni hjálpa þeim að lækka skuldirnar um fimmtung. Fólk þarf tækifæri til að byrja upp á nýtt í stað þess að lengt sé í hengingarólinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mikael Torfason Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Fram til þessa hefur kosningabaráttan snúist um niðurfellingu á skuldum heimilanna. Reyndar bara þeirra heimila sem skulda húsnæðislán. Nokkrir flokkar tala um leiðréttingu og réttlætismál. Peningarnir eiga að koma úr samningaviðræðum við erlenda vogunarsjóði sem hafa fjárfest hér á landi og sitja fastir með peningana sína á Íslandi vegna gjaldeyrishafta. Samningaviðræður við þessa svokölluðu erlendu kröfuhafa – sem stundum eru kallaðir vogunarsjóðir og jafnvel hrægammasjóðir – eru viðkvæmar. Óábyrg umræða nú getur skaðað viðræður um að losa hér gjaldeyrishöft og hleypa þessum sjóðum úr landi. Svo ekki sé talað um hversu glórulaust það er að vilja hirða af þessu fólki peningana þeirra. Því þetta eru jú peningar fólks sem fjárfesti í sjóðum sem svo tóku áhættu og fjárfestu hér á Íslandi í góðri trú. Í framtíðinni má gera ráð fyrir að við Íslendingar viljum laða til okkar erlent fjármagn. Til þess þurfum við að bjóða upp á góð fjárfestingatækifæri og traust. Vissulega skaðaðist orðstír okkar mikið þegar allt bankakerfið hrundi og það mun taka tíma að laga það. Allur málflutningur um að hirða hundruð milljarða af þessum umræddum sjóðum eykur ekki traust erlendra fjármagnseigenda á okkar litla landi. Umræðan er til komin vegna þeirrar einföldu staðreyndar að kosningabaráttan snýst um hag heimilanna í landinu. Í fljótu bragði er erfitt að sjá hvort mjög skuldsett heimili séu miklu bættari með tuttugu prósent niðurfellingu skulda. Miklu nær væri að bjóða þeim fjölskyldum sem verst eru staddar að fara lyklaleiðina svokölluðu. Þá kæmist fólk úr skuldafangelsi og gæti byrjað upp á nýtt. Ef það verður svo niðurstaða viðræðna við erlendu fjármagnseigendurna að þeir geti farið með fé sitt frá Íslandi og gjaldeyrishöftin verði afnumin væri miklu nær að ríkið greiddi niður erlendar skuldir með hugsanlegum afgangi. Nú þegar greiðum við 90 milljarða í vexti af þessum skuldum árlega og þær fara ekki minnkandi. Ein mesta kjarabót allra Íslendinga felst í að geta minnkað þessar skuldir verulega. Á einu kjörtímabili er hægt að gera mikið fyrir 90 milljarða á ári. Fasteignakaup á Íslandi hafa lengi verið einhvers konar lotterí. Þannig var hægt að kaupa íbúð á tíunda áratugnum og horfa á verð hennar tífaldast á örfáum árum. Allir virtust græða og lítil krafa um að fólk deildi þeim hagnaði með þjóðinni allri. Enda er það oft þannig að þegar einhver græðir vill viðkomandi ekki deila en sé tap þá er þörfin mikil fyrir að aðrir taki þátt í að borga það tap niður. Ekkert bendir til þess að húsnæðiskaup almennings hætti að vera áhættusöm. Hins vegar hefur verið bent á ýmsar áhugaverðar leiðir í þessari kosningabaráttu. ASÍ átti gott útspil með dönsku leiðinni svokölluðu og hér í Reykjavík eru hafnar miklar framkvæmdir við byggingu leiguhúsnæðis. Aftur koma þessar nýju lausnir ekki þeim skuldugustu að neinu gagni. Ekki frekar en það muni hjálpa þeim að lækka skuldirnar um fimmtung. Fólk þarf tækifæri til að byrja upp á nýtt í stað þess að lengt sé í hengingarólinni.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun