Anita Briem leikur í Fólkið í blokkinni 20. apríl 2013 07:00 Leikkonan Aníta Briem er meðal leikara í sjónvarpsþáttaröðinni Fólkið í blokkinni sem verða sýndir á Ríkissjónvarpinu í haust. nordicphotos/getty „Við erum góðir kunningjar og hún var í raun að bíða eftir því að ég færi að gera eitthvað almennilegt sem hún gæti leikið í,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en leikkonan Anita Briem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttum hans, Fólkið í blokkinni. Tökur á þáttunum hefjast í lok maí en Kristófer lauk nýverið við að ráða í helstu hlutverk. Æfingar hófust í vikunni en Kristófer sér bæði um leikstjórn og handritaskrif. Þættirnir eru byggðir á samnefndum smásögum Ólafs Hauks Símonarsonar. Sjö ár eru síðan Aníta lék síðast á Íslandi í myndinni Köld slóð. „Það er skemmtileg viðbót við leikarahópinn að fá Anítu til liðs við okkur en mér skilst að hún ætli sér að nýta ferðlagið hingað til lands í tökur sem frí í leiðinni,“ segir Kristófer en Aníta er búsett í Los Angeles þar sem hún starfar sem leikkona og því ekki mætt til æfinga. „Mér skilst að þetta verkefni hafi smellpassað inn í stundaskrána hennar en hún fer svo beint í tökur til Ástralíu eftir að þessu lýkur. Það hafa verið aðeins öðruvísi samskiptin við hana en aðra leikara þar sem allt fer í gegnum umboðsmenn.“ Aðrir leikarar í þáttunum, sem verða frumsýndir á Ríkissjónvarpinu í haust, eru ekki af verri endanum. Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Anna Gunndís Guðjónsdóttir fara með hlutverk. Aðalhlutverkin sjálf eru hins vegar í höndunum á ungum og óreyndum krökkum. Fyrr á árinu hélt Kristófer og framleiðslufyrirtækið Pegasus áheyrnaprufu þar sem hátt í 600 krakkar freistuðu gæfunnar. „Það er mikið af flottum leikurum sem koma að þessum þáttum og ég er ótrúlega ánægður með krakkana sem urðu fyrir valinu, en þeir eru í burðarhlutverkum og flestir að stíga sín fyrstu skref í þessum geira.“ alfrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum góðir kunningjar og hún var í raun að bíða eftir því að ég færi að gera eitthvað almennilegt sem hún gæti leikið í,“ segir leikstjórinn Kristófer Dignus en leikkonan Anita Briem fer með hlutverk í sjónvarpsþáttum hans, Fólkið í blokkinni. Tökur á þáttunum hefjast í lok maí en Kristófer lauk nýverið við að ráða í helstu hlutverk. Æfingar hófust í vikunni en Kristófer sér bæði um leikstjórn og handritaskrif. Þættirnir eru byggðir á samnefndum smásögum Ólafs Hauks Símonarsonar. Sjö ár eru síðan Aníta lék síðast á Íslandi í myndinni Köld slóð. „Það er skemmtileg viðbót við leikarahópinn að fá Anítu til liðs við okkur en mér skilst að hún ætli sér að nýta ferðlagið hingað til lands í tökur sem frí í leiðinni,“ segir Kristófer en Aníta er búsett í Los Angeles þar sem hún starfar sem leikkona og því ekki mætt til æfinga. „Mér skilst að þetta verkefni hafi smellpassað inn í stundaskrána hennar en hún fer svo beint í tökur til Ástralíu eftir að þessu lýkur. Það hafa verið aðeins öðruvísi samskiptin við hana en aðra leikara þar sem allt fer í gegnum umboðsmenn.“ Aðrir leikarar í þáttunum, sem verða frumsýndir á Ríkissjónvarpinu í haust, eru ekki af verri endanum. Gunnar Hansson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Anna Gunndís Guðjónsdóttir fara með hlutverk. Aðalhlutverkin sjálf eru hins vegar í höndunum á ungum og óreyndum krökkum. Fyrr á árinu hélt Kristófer og framleiðslufyrirtækið Pegasus áheyrnaprufu þar sem hátt í 600 krakkar freistuðu gæfunnar. „Það er mikið af flottum leikurum sem koma að þessum þáttum og ég er ótrúlega ánægður með krakkana sem urðu fyrir valinu, en þeir eru í burðarhlutverkum og flestir að stíga sín fyrstu skref í þessum geira.“ alfrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira