Kemur fyrsti skandinavíski sigurinn í ár? Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 15:30 Nordicphotos/Getty Kylfingar frá Skandinavíu hafa aldrei sigrað í einu af risamótunum fjórum sem haldin eru árlega. Daninn Thomas Bjorn hefur nokkrum sinnum verið nálægt því en hann hefur þrisvar sinnum lent í öðru sæti í risamóti, síðast árið 2005 á PGA-meistaramótinu. Jesper Parnevik varð einnig tvisvar í öðru sæti á Opna breska á miðjum 10. áratugnum. Svíinn Peter Hanson varð í þriðja sæti á Masters-mótinu á síðasta ári og hann er einn þeirra sem gæti orðið fyrsti skandínavíski kylfingurinn til að sigra á risamóti. Daninn Thorbjorn Olesen og Svíinn Henrik Stenson þykja einnig líklegir. Þorsteinn Hallgrímsson hefur mikla trú á Stenson fyrir Masters í ár. „Stenson hefur verið að leika mjög vel í síðustu tveimur mótum. Hann varð í öðru sæti í Houston fyrir tveimur vikum og í áttunda sæti á Bay Hill vikuna þar á undan. Við áttum gott viðtal við hann á mánudag og sagði við okkur að hann væri mjög bjartsýnn á góðan árangur í mótinu,“ segir Þorsteinn. „Stenson er fullur sjálfstrausts eftir gott gengi að undanförnu og honum hefur gengið vel á Augusta National. Hann sagði við okkur að hann væri með mikið sjálfstraust í vippum og púttum um þessar mundir og það skiptir gríðarlega miklu máli á þessum velli. Það verður áhugavert að fylgjast með honum, sem og öðrum kylfingum frá Skandinavíu í þessu móti.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi á Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld. Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingar frá Skandinavíu hafa aldrei sigrað í einu af risamótunum fjórum sem haldin eru árlega. Daninn Thomas Bjorn hefur nokkrum sinnum verið nálægt því en hann hefur þrisvar sinnum lent í öðru sæti í risamóti, síðast árið 2005 á PGA-meistaramótinu. Jesper Parnevik varð einnig tvisvar í öðru sæti á Opna breska á miðjum 10. áratugnum. Svíinn Peter Hanson varð í þriðja sæti á Masters-mótinu á síðasta ári og hann er einn þeirra sem gæti orðið fyrsti skandínavíski kylfingurinn til að sigra á risamóti. Daninn Thorbjorn Olesen og Svíinn Henrik Stenson þykja einnig líklegir. Þorsteinn Hallgrímsson hefur mikla trú á Stenson fyrir Masters í ár. „Stenson hefur verið að leika mjög vel í síðustu tveimur mótum. Hann varð í öðru sæti í Houston fyrir tveimur vikum og í áttunda sæti á Bay Hill vikuna þar á undan. Við áttum gott viðtal við hann á mánudag og sagði við okkur að hann væri mjög bjartsýnn á góðan árangur í mótinu,“ segir Þorsteinn. „Stenson er fullur sjálfstrausts eftir gott gengi að undanförnu og honum hefur gengið vel á Augusta National. Hann sagði við okkur að hann væri með mikið sjálfstraust í vippum og púttum um þessar mundir og það skiptir gríðarlega miklu máli á þessum velli. Það verður áhugavert að fylgjast með honum, sem og öðrum kylfingum frá Skandinavíu í þessu móti.“ Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi á Masters hefst á Stöð 2 Sport & HD klukkan 19 í kvöld.
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Bauð upp á kjúkling Ein af hefðum Masters-mótsins er kvöldverður meistaranna en þar koma saman fyrrverandi sigurvegarar í mótinu og snæða saman. 11. apríl 2013 12:45
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30