14 ára undrabarn leikur á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 10:30 Tianlang Guan tekur þátt í Mastersmótinu í ár og setur með því nýtt met. Nordicphotos/Getty Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með. Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með.
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00