XXX Rottweiler snýr aftur með nýja plötu Freyr Bjarnason skrifar 10. apríl 2013 12:00 Fyrsta plata rappsveitarinnar XXX Rottweiler í rúman áratug er í undirbúningi. „Við erum komnir með tvö ný lög sem við vorum að klára um daginn sem eru „illuð"," segir Erpur Eyvindarson, öðru nafni BlazRoca. Annað lagið nefnist Þú veist og er á leiðinni í útvarpsspilun. „Lúlli, ég og Bent fórum út á land og lágum yfir þessu. Þetta er eins og Rottweiler á að vera, mjög hart og mjög „dirty". Engin miskunn." Rottweiler hefur á ferli sínum gefið út tvær stórar plötur, XXX Rottweiler hundar sem kom út 2001 og Þú skuldar sem kom árið eftir. Sú fyrrnefnda hafði að geyma lögin Þér er ekki boðið, Bent nálgast og Sönn íslensk sakamál, sem öll slógu í gegn. Á þessum rúma áratug sem er liðinn hafa bæði Bent og Erpur gefið út sólóplötur, auk þess sem Erpur gerði plötu með Hæstu hendinni. Meðfram þessu hafa komið út stöku lög með Rottweiler, þar á meðal Gemmér og Klárum allt í kvöld, en hægt er að horfa á myndbandið við það síðarnefnda í spilaranum hér fyrir ofan. Aðspurður segir Erpur óvíst hvenær nýja platan kemur út. „Útgáfumál breytast rosalega hratt. Ég seldi gull af Kópacabana [sólóplötunni] en það er rosalega mikil vinna á bak við það að selja plötu. Auðvitað er plötusala ekki búin eins og Mugison og Ásgeir Trausti vita. Hér áður fyrr tóku menn áhættu en núna held ég að plata þurfi að seljast í fimm til tíu þúsund eintökum til að fólk treysti sér til að kaupi hana. Það er mjög ferskt sánd á þessari plötu og við viljum að allt við hana verði ferskt." Erpur segir XXX Rottweiler í góðu formi þrátt fyrir að hafa ekki gefið út lengi. „Við erum mjög graðir í þetta núna. Það er rosalega mikil stemning fyrir þessu," segir hann og telur rappsveitina enn eiga fullt erindi á markaðinn. „Þetta hefur ekki breyst neitt. Við eigum þetta „shit"." Hvítir skór á næstu plötuÁsgeir Trausti og Erpur í Hvítir skór myndbandinu.Auk þess að vinna í nýrri plötu XXX Rottweiler er Erpur að undirbúa aðra sólóplötu sína. Á meðal laga á henni verður hið vinsæla Hvítir skór sem hann samdi með Ásgeiri Trausta. Annað lag af plötunni er að klárast en það kemur út síðar. Óvíst er hvort platan kemur út á þessu ári. Erpur er einnig að aðstoða bróðir sinn, rapparann Sesar A, við að taka upp efni með nokkrum ungum og efnilegum röppurum.Frétt um ákæruna á hendur Móra birtist í gær.Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að hafa elt Erp um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Þrjú ár eru liðin frá atvikinu. Erpur segist ekkert hafa tjáð sig um málið hingað til og ætli ekki að gera það fyrr en því lýkur. Hann tekur þó fram að hann sé ánægður með að málið sé komið fyrir rétt. Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrsta plata rappsveitarinnar XXX Rottweiler í rúman áratug er í undirbúningi. „Við erum komnir með tvö ný lög sem við vorum að klára um daginn sem eru „illuð"," segir Erpur Eyvindarson, öðru nafni BlazRoca. Annað lagið nefnist Þú veist og er á leiðinni í útvarpsspilun. „Lúlli, ég og Bent fórum út á land og lágum yfir þessu. Þetta er eins og Rottweiler á að vera, mjög hart og mjög „dirty". Engin miskunn." Rottweiler hefur á ferli sínum gefið út tvær stórar plötur, XXX Rottweiler hundar sem kom út 2001 og Þú skuldar sem kom árið eftir. Sú fyrrnefnda hafði að geyma lögin Þér er ekki boðið, Bent nálgast og Sönn íslensk sakamál, sem öll slógu í gegn. Á þessum rúma áratug sem er liðinn hafa bæði Bent og Erpur gefið út sólóplötur, auk þess sem Erpur gerði plötu með Hæstu hendinni. Meðfram þessu hafa komið út stöku lög með Rottweiler, þar á meðal Gemmér og Klárum allt í kvöld, en hægt er að horfa á myndbandið við það síðarnefnda í spilaranum hér fyrir ofan. Aðspurður segir Erpur óvíst hvenær nýja platan kemur út. „Útgáfumál breytast rosalega hratt. Ég seldi gull af Kópacabana [sólóplötunni] en það er rosalega mikil vinna á bak við það að selja plötu. Auðvitað er plötusala ekki búin eins og Mugison og Ásgeir Trausti vita. Hér áður fyrr tóku menn áhættu en núna held ég að plata þurfi að seljast í fimm til tíu þúsund eintökum til að fólk treysti sér til að kaupi hana. Það er mjög ferskt sánd á þessari plötu og við viljum að allt við hana verði ferskt." Erpur segir XXX Rottweiler í góðu formi þrátt fyrir að hafa ekki gefið út lengi. „Við erum mjög graðir í þetta núna. Það er rosalega mikil stemning fyrir þessu," segir hann og telur rappsveitina enn eiga fullt erindi á markaðinn. „Þetta hefur ekki breyst neitt. Við eigum þetta „shit"." Hvítir skór á næstu plötuÁsgeir Trausti og Erpur í Hvítir skór myndbandinu.Auk þess að vinna í nýrri plötu XXX Rottweiler er Erpur að undirbúa aðra sólóplötu sína. Á meðal laga á henni verður hið vinsæla Hvítir skór sem hann samdi með Ásgeiri Trausta. Annað lag af plötunni er að klárast en það kemur út síðar. Óvíst er hvort platan kemur út á þessu ári. Erpur er einnig að aðstoða bróðir sinn, rapparann Sesar A, við að taka upp efni með nokkrum ungum og efnilegum röppurum.Frétt um ákæruna á hendur Móra birtist í gær.Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir að hafa elt Erp um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Þrjú ár eru liðin frá atvikinu. Erpur segist ekkert hafa tjáð sig um málið hingað til og ætli ekki að gera það fyrr en því lýkur. Hann tekur þó fram að hann sé ánægður með að málið sé komið fyrir rétt.
Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira