Grant semur tónlist fyrir íslenskt leikrit Freyr Bjarnason skrifar 6. apríl 2013 14:00 Frá vinstri: John Grant, Snorri Engilbertsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, leikmyndahönnuðurinn Eva Berger og Una Þorleifsdóttir. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant semur tónlistina í leikritinu Getum við hætt að tala um Noreg? sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir og höfundur verksins er Mikael Torfason. „Við Mikael erum bæði mjög hrifin af tónlistinni hans og við ákváðum að sjá hvort hann hefði áhuga á að starfa með okkur. Hann hafði það og við vorum svo heppin að fá hann til liðs við okkur,“ segir Una. Þetta verður í fyrsta sinn sem Grant semur tónlist fyrir leikhús og að sögn Unu er hann mjög spenntur fyrir verkefninu. „Hann hafði áhuga á að starfa í þessum miðli. Þetta var nýtt fyrir honum og honum fannst þetta mjög spennandi.“ Grant hefur fengið mjög góða dóma bæði hér heima og erlendis fyrir nýjustu plötu sína, Pale Green Ghosts, sem var hljóðrituð hér á landi. Getum við hætt að tala um Noreg? fjallar um samband ungs pars og hvernig pör almennt geta misst stjórn á samskiptum sínum. „Þau fara inn í rútínu sem er á einhvern hátt ofbeldisfull, bæði andlega og líkamlega,“ segir Una. Með aðalhlutverk fara Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson. Þrátt fyrir nafn verksins segir hún Noreg ekki vera áberandi í því. „Í sjálfu sér ekki, nema kannski sem hugmynd um fyrirheitna landið. Að flýja eitthvert annað til að fá lausn á vandamálunum.“ Una er lektor við Listaháskóla Íslands og hefur leikstýrt töluvert í Nemendaleikhúsinu. Næst stýrir hún verkinu Nú er himneska sumarið komið, eftir Sigtrygg Magnason, sem verður frumsýnt í Árbæjarsafni 13. apríl. Getum við hætt að tala um Noreg? er fyrsta leikritið sem Una leikstýrir á stóru sviði. „Þetta verður mjög spennandi verkefni. Bæði eru þetta ný, íslensk skrif úr samtímanum og það er líka spennandi að fá tækifæri til að vinna í þessu húsi og með þessum ungu leikurum.“ Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant semur tónlistina í leikritinu Getum við hætt að tala um Noreg? sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir og höfundur verksins er Mikael Torfason. „Við Mikael erum bæði mjög hrifin af tónlistinni hans og við ákváðum að sjá hvort hann hefði áhuga á að starfa með okkur. Hann hafði það og við vorum svo heppin að fá hann til liðs við okkur,“ segir Una. Þetta verður í fyrsta sinn sem Grant semur tónlist fyrir leikhús og að sögn Unu er hann mjög spenntur fyrir verkefninu. „Hann hafði áhuga á að starfa í þessum miðli. Þetta var nýtt fyrir honum og honum fannst þetta mjög spennandi.“ Grant hefur fengið mjög góða dóma bæði hér heima og erlendis fyrir nýjustu plötu sína, Pale Green Ghosts, sem var hljóðrituð hér á landi. Getum við hætt að tala um Noreg? fjallar um samband ungs pars og hvernig pör almennt geta misst stjórn á samskiptum sínum. „Þau fara inn í rútínu sem er á einhvern hátt ofbeldisfull, bæði andlega og líkamlega,“ segir Una. Með aðalhlutverk fara Elma Stefanía Ágústsdóttir og Snorri Engilbertsson. Þrátt fyrir nafn verksins segir hún Noreg ekki vera áberandi í því. „Í sjálfu sér ekki, nema kannski sem hugmynd um fyrirheitna landið. Að flýja eitthvert annað til að fá lausn á vandamálunum.“ Una er lektor við Listaháskóla Íslands og hefur leikstýrt töluvert í Nemendaleikhúsinu. Næst stýrir hún verkinu Nú er himneska sumarið komið, eftir Sigtrygg Magnason, sem verður frumsýnt í Árbæjarsafni 13. apríl. Getum við hætt að tala um Noreg? er fyrsta leikritið sem Una leikstýrir á stóru sviði. „Þetta verður mjög spennandi verkefni. Bæði eru þetta ný, íslensk skrif úr samtímanum og það er líka spennandi að fá tækifæri til að vinna í þessu húsi og með þessum ungu leikurum.“
Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira