Engar málamiðlanir Freyr Bjarnason skrifar 4. apríl 2013 19:00 Sænski elektródúettinn The Knife gefur út sína fyrstu plötu í sjö ár, Shaking the Habitual, eftir helgi. Tónlistaráhugamenn hafa margir hverjir beðið hennar með mikilli eftirvæntingu, enda hlaut sú síðasta, Silent Shout, frábæra dóma og vefsíðan Pitchfork setti hana í efsta sæti yfir plötur ársins 2006. The Knife var stofnuð í Gautaborg árið 1999 og er skipuð systkinunum Karin Dreijer Andersson og Olof Dreijer. Hljómsveitin vakti fyrst alþjóðlega athygli eftir að José González bjó til eigin útgáfu af lagi þeirra Heartbeats og setti á plötu sína Veneer árið 2003. Ábreiðan var notuð í auglýsingu frá Sony. Þrátt fyrir að vera á móti alls kyns auglýsingamennsku réttlættu systkinin sölu lagsins með því að þau þurftu á upphæðinni að halda til að smíða sitt eigið hljóðver. Núna reka þau sitt eigið útgáfufyrirtæki, Rabid Records. Karin og Olof eru feimin með afbrigðum og spiluðu ekki opinberlega á tónleikum fyrr en 2006 til að kynna Silent Shout. Fram að því hafði þeim fundist erfitt að koma rafrænni tónlistinni til skila á áhugaverðan hátt uppi á sviði. Systkinin koma yfirhöfuð sjaldan fram opinberlega og á flestum kynningarljósmyndum sínum eru þau með grímu fyrir andlitunum. The Knife hefur unnið fjölda sænskra tónlistarverðlauna en aldrei mætt til að veita þeim viðtöku. Auk fjögurra hljómplata The Knife hafa systkinin gefið út hvort í sínu lagi. Karin gaf árið 2009 út sólóplötu sem Fever Ray og Olof bjó til nokkrar EP-plötur um svipað leyti undir nafninu Oni Ahyun. Fyrsta smáskífulag Shaking the Habitual var hið níu mínútna langa, myrka og taktfasta Full of Fire. Yfirbragðið á smáskífulagi númer tvö, A Tooth for an Eye, er öllu léttara. Dómar um plötuna hafa verið jákvæðir. Uncut gefur henni 9 af 10 í einkunn og Clash 8 af 10. Gagnrýnandi BBC er einnig yfir sig hrifinn: „Plötur verða ekki meira ögrandi, grimmar og lausar við málamiðlanir eins og Shaking the Habitual," segir hann og bætir við að það muni taka langan tíma að melta hana. „Shaking the Habitual er öðruvísi en allt annað en það er erfitt að finna eitthvað eins svakalega hressandi." Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sænski elektródúettinn The Knife gefur út sína fyrstu plötu í sjö ár, Shaking the Habitual, eftir helgi. Tónlistaráhugamenn hafa margir hverjir beðið hennar með mikilli eftirvæntingu, enda hlaut sú síðasta, Silent Shout, frábæra dóma og vefsíðan Pitchfork setti hana í efsta sæti yfir plötur ársins 2006. The Knife var stofnuð í Gautaborg árið 1999 og er skipuð systkinunum Karin Dreijer Andersson og Olof Dreijer. Hljómsveitin vakti fyrst alþjóðlega athygli eftir að José González bjó til eigin útgáfu af lagi þeirra Heartbeats og setti á plötu sína Veneer árið 2003. Ábreiðan var notuð í auglýsingu frá Sony. Þrátt fyrir að vera á móti alls kyns auglýsingamennsku réttlættu systkinin sölu lagsins með því að þau þurftu á upphæðinni að halda til að smíða sitt eigið hljóðver. Núna reka þau sitt eigið útgáfufyrirtæki, Rabid Records. Karin og Olof eru feimin með afbrigðum og spiluðu ekki opinberlega á tónleikum fyrr en 2006 til að kynna Silent Shout. Fram að því hafði þeim fundist erfitt að koma rafrænni tónlistinni til skila á áhugaverðan hátt uppi á sviði. Systkinin koma yfirhöfuð sjaldan fram opinberlega og á flestum kynningarljósmyndum sínum eru þau með grímu fyrir andlitunum. The Knife hefur unnið fjölda sænskra tónlistarverðlauna en aldrei mætt til að veita þeim viðtöku. Auk fjögurra hljómplata The Knife hafa systkinin gefið út hvort í sínu lagi. Karin gaf árið 2009 út sólóplötu sem Fever Ray og Olof bjó til nokkrar EP-plötur um svipað leyti undir nafninu Oni Ahyun. Fyrsta smáskífulag Shaking the Habitual var hið níu mínútna langa, myrka og taktfasta Full of Fire. Yfirbragðið á smáskífulagi númer tvö, A Tooth for an Eye, er öllu léttara. Dómar um plötuna hafa verið jákvæðir. Uncut gefur henni 9 af 10 í einkunn og Clash 8 af 10. Gagnrýnandi BBC er einnig yfir sig hrifinn: „Plötur verða ekki meira ögrandi, grimmar og lausar við málamiðlanir eins og Shaking the Habitual," segir hann og bætir við að það muni taka langan tíma að melta hana. „Shaking the Habitual er öðruvísi en allt annað en það er erfitt að finna eitthvað eins svakalega hressandi."
Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira