Tekur upp nýja mynd á Vestfjörðum í sumar Álfrún Pálsdóttir skrifar 2. apríl 2013 12:00 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson tekur upp aðra mynd sína í fullri lengd í sumar. Björn Thors og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin. "Við erum á lokasprettinum í fjármögnunarferlinu sem ég hef fulla trú á að klárist fljótt,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem stefnir á tökur á nýrri mynd í byrjun sumars. Huldar Breiðfjörð á heiðurinn af handriti myndarinnar sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Myndin fjallar um ungan mann sem býr litlum smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Með hlutverk feðganna fara þeir Björn Thors og Helgi Björnsson. "Við stefnum á að hefja tökur í lok maí,“ segir Hafsteinn Gunnar, sem var staddur á flugvelli í París þegar Fréttablaðið náði af honum tali þar sem hann var á leiðinni með kvikmynd sína Á annan veg á kvikmyndahátíð í Suður-Frakklandi. Hafsteinn segir tón myndarinnar svipa til Á annan veg. Í þessari mynd verða þó fleiri leikarar. Hafsteinn kann greinilega vel við sig á Vestfjörðum en þar var Á annan veg einnig tekin upp á sínum tíma. "Já, það er gott að vera þar en ég býst við því að við verðum þar við tökur í allt sumar. Þessi er svipuð myndinni Á annan veg að því leytinu til að þetta er svona dramakómedía,“ segir Hafsteinn. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Sindri Kjartansson. Á annan veg var fyrsta kvikmynd Hafsteins í fullri lengd og fékk afar góðar viðtökur, hér heima sem og á erlendum kvikmyndahátíðum. Búið er að endurgera myndina í Hollywood undir heitinu Prince Avalanche þar sem Paul Rudd og Emile Hirsch fara með aðalhlutverkin. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Við erum á lokasprettinum í fjármögnunarferlinu sem ég hef fulla trú á að klárist fljótt,“ segir leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson sem stefnir á tökur á nýrri mynd í byrjun sumars. Huldar Breiðfjörð á heiðurinn af handriti myndarinnar sem hefur ekki ennþá fengið endanlegt nafn. Myndin fjallar um ungan mann sem býr litlum smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Með hlutverk feðganna fara þeir Björn Thors og Helgi Björnsson. "Við stefnum á að hefja tökur í lok maí,“ segir Hafsteinn Gunnar, sem var staddur á flugvelli í París þegar Fréttablaðið náði af honum tali þar sem hann var á leiðinni með kvikmynd sína Á annan veg á kvikmyndahátíð í Suður-Frakklandi. Hafsteinn segir tón myndarinnar svipa til Á annan veg. Í þessari mynd verða þó fleiri leikarar. Hafsteinn kann greinilega vel við sig á Vestfjörðum en þar var Á annan veg einnig tekin upp á sínum tíma. "Já, það er gott að vera þar en ég býst við því að við verðum þar við tökur í allt sumar. Þessi er svipuð myndinni Á annan veg að því leytinu til að þetta er svona dramakómedía,“ segir Hafsteinn. Framleiðendur myndarinnar eru þeir Þórir Snær Sigurjónsson og Sindri Kjartansson. Á annan veg var fyrsta kvikmynd Hafsteins í fullri lengd og fékk afar góðar viðtökur, hér heima sem og á erlendum kvikmyndahátíðum. Búið er að endurgera myndina í Hollywood undir heitinu Prince Avalanche þar sem Paul Rudd og Emile Hirsch fara með aðalhlutverkin.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira