Ætlar að selja fimm hundruð bækur Freyr Bjarnason skrifar 26. mars 2013 12:00 Guðmundur Breiðfjörð. "Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Bókin er búin að fá mjög fín viðbrögð og þeir eru mjög ánægðir með mig í Krabbameinsfélaginu," segir Guðmundur Breiðfjörð. Hann gaf fyrir skömmu út sína aðra ljóðabók, Perla, og rennur allur ágóðinn til Krabbameinsfélagsins en faðir hans lést úr sjúkdóminum. "Ég ætla að reyna að selja fimm hundruð eintök og ætlaði að gera það fyrir lok Mottumars en það gæti teygst aðeins á því. En það skiptir máli að þetta rati á endanum á réttan stað," segir Guðmundur, sem er markaðsstjóri kvikmynda hjá Senu. "Við erum alltaf í afþreyinunni í vinnunni en það er aðeins meiri næring í þessu, meira kjöt á beinunum," bætir hann við um ljóðaáhuga sinn. Bókin, sem kom út á 45 ára afmælisdegi hans 20. mars, er tileinkuð níu ára dóttur hans Maríu Perlu. Fyrsta ljóðabók Guðmundar, Köllun, kom út 1998. Það sem hvatti hann til að gefa hana út var sigur í ljóðasamkeppni í Los Angeles sem hann tók þátt í þegar hann var í námi. Þá orti hann ljóð um dauða Díönu prinsessu, sem snerti hjörtu dómnefndarinnar. "Þetta voru ljóð um hin og þessi málefni sem voru send inn en þeim þótti þetta ljóð túlka þennan atburð svo vel." Allur ágóði Köllunar rann til uppbyggingar kapellu líknardeildar í Kópavogi. Þeir sem vilja tryggja sér eintak af Perlu geta sent Guðmundi póst á netfangið Breidfjord@sena.is. Hann er með pósa frá Krabbameinsfélaginu og getur mælt sér mót við þá sem vilja borga 1.000 krónur fyrir ljóðin og styrkja í leiðinni gott málefni.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira