Fyrsta leikritið frumsýnt í Skotlandi Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. mars 2013 00:01 Mynd/Stefán Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur en hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The sea between us, fyrir skoskan leikhóp en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi. „Það er mjög gaman að fá spreyta sig á leikritaskrifum enda alveg glænýtt form fyrir mig," segir rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir, sem frumsýnir sitt fyrsta leikrit í Skotlandi í sumar. Sólveig gaf út sína fyrstu skáldsögu, Kortér, í fyrravor en leikritið skrifaði hún fyrir skoskan leikhóp. Leikstjórinn er vinur hennar frá því hún dvaldi við nám í Skotlandi fyrir nokkrum árum síðan. „Hann hafði samband við mig í haust og bað mig um að skrifa leikrit fyrir þau en leikhópurinn setti upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson í fyrra. Við skiptumst svo á skoðunum um efnistökin en vorum nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni." Leikritið nefnist The Sea between us og er dramatískt verk sem gerist í smábæ fyrir vestan þar sem kynslóðir bæjarins takast á. „Spurningin, sem er velt upp í leikritinu, er hvort halda eigi tryggð við heimahagana eða flytjast brott til að elta draumana. Þetta er mikil samtöl og það var smá áskorun að búa til skemmtilegt flæði í þeim," segir Sólveig sem getur vel hugsað sér að skrifa leikrit aftur, kannski á íslensku næst. „Þetta var mjög gaman og ég mundi gjarnan vilja fara út á frumsýninguna í júní enda hef ég sterkar taugar til Skotlands." Sólveig hefur í nógu að snúast þessa dagana. Samhliða fullu starfi sínu sem kynningarfulltrúi UNICEF er hún að skrifa sína aðra bók og fylgja eftir þýðingu Kortérs í Þýskalandi. „Rétturinn var seldur til Þýskalands í desember og ég hef verið í sambandi við þýðandann en hún var meðal annars í vandræðum með að yfirfæra suma af íslensku lókal bröndurunum sem eru í bókinni. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi hvernig viðtökurnar verða. Ég held að planið sé að hún komi út þar í byrjun árs 2014." Önnur bók Sólveigar verður ekkert lík Kortéri, sem er flokkuð sem skvísubók fyrir fullorðna, en hún verður söguleg skáldsaga og á að koma út næsta vor. „Það fer mér best að gefa út bækur á vorin held ég, sá árstími er góður fyrir mig." Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Sólveigu Jónsdóttur en hún hefur nýlokið við að skrifa sitt fyrsta leikverk, The sea between us, fyrir skoskan leikhóp en leikritið verður frumsýnt þar í landi í júní. Einnig er hún að keppast við að skrifa sína aðra skáldsögu og fylgjast með útgáfu Kortérs í Þýskalandi. „Það er mjög gaman að fá spreyta sig á leikritaskrifum enda alveg glænýtt form fyrir mig," segir rithöfundurinn Sólveig Jónsdóttir, sem frumsýnir sitt fyrsta leikrit í Skotlandi í sumar. Sólveig gaf út sína fyrstu skáldsögu, Kortér, í fyrravor en leikritið skrifaði hún fyrir skoskan leikhóp. Leikstjórinn er vinur hennar frá því hún dvaldi við nám í Skotlandi fyrir nokkrum árum síðan. „Hann hafði samband við mig í haust og bað mig um að skrifa leikrit fyrir þau en leikhópurinn setti upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson í fyrra. Við skiptumst svo á skoðunum um efnistökin en vorum nokkurn veginn á sömu blaðsíðunni." Leikritið nefnist The Sea between us og er dramatískt verk sem gerist í smábæ fyrir vestan þar sem kynslóðir bæjarins takast á. „Spurningin, sem er velt upp í leikritinu, er hvort halda eigi tryggð við heimahagana eða flytjast brott til að elta draumana. Þetta er mikil samtöl og það var smá áskorun að búa til skemmtilegt flæði í þeim," segir Sólveig sem getur vel hugsað sér að skrifa leikrit aftur, kannski á íslensku næst. „Þetta var mjög gaman og ég mundi gjarnan vilja fara út á frumsýninguna í júní enda hef ég sterkar taugar til Skotlands." Sólveig hefur í nógu að snúast þessa dagana. Samhliða fullu starfi sínu sem kynningarfulltrúi UNICEF er hún að skrifa sína aðra bók og fylgja eftir þýðingu Kortérs í Þýskalandi. „Rétturinn var seldur til Þýskalands í desember og ég hef verið í sambandi við þýðandann en hún var meðal annars í vandræðum með að yfirfæra suma af íslensku lókal bröndurunum sem eru í bókinni. Það er mjög gaman að fylgjast með þessu og spennandi hvernig viðtökurnar verða. Ég held að planið sé að hún komi út þar í byrjun árs 2014." Önnur bók Sólveigar verður ekkert lík Kortéri, sem er flokkuð sem skvísubók fyrir fullorðna, en hún verður söguleg skáldsaga og á að koma út næsta vor. „Það fer mér best að gefa út bækur á vorin held ég, sá árstími er góður fyrir mig."
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira