Þrír með samning fyrir útskrift Sara McMahon skrifar 19. mars 2013 06:00 Arnar Dan og Elma Stefanía. Mynd/Valli "Þetta er auðvitað óskastaða að vera í. Ég er mjög spennt fyrir því að byrja hjá Þjóðleikhúsinu og er viss um að þetta verði mikið ævintýri," segir Elma Stefanía Ágústsdóttir, leiklistanemi við Listaháskóla Íslands. Hún er ein þriggja nemenda sem útskrifast af leikarabraut leiklistar- og dansdeildar LHÍ í vor sem hafa þegar gert samning við annað stóru leikhúsanna. Arnar Dan Kristjánsson og Hildur Berglind Arndal gerðu samning við Borgarleikhúsið og munu hefja þar störf í lok sumars. Elma Stefanía hlakkar mikið til að takast á við þau verkefni sem bíða hennar hjá Þjóðleikhúsinu. "Ég er komin með eitt verkefni en ég veit ekki hversu mikið ég má segja um það. Ég leik aðalhlutverkið í sýningu sem sett verður upp í Kassanum í haust. Fyrsti samlestur í því verður núna í lok maí," útskýrir hún. Arnar Dan segist einnig spenntur fyrir því að hefja störf hjá Borgarleikhúsinu og segir samninginn mikla viðurkenningu. "Það er alltaf gaman að vita að maður hafi staðið sig vel. Ég er þó sannfærður um að allir í bekknum eigi eftir að verða mikið í sviðsljósinu í framtíðinni því þetta er allt ofboðslega hæfileikaríkt fólk," segir Arnar. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta er auðvitað óskastaða að vera í. Ég er mjög spennt fyrir því að byrja hjá Þjóðleikhúsinu og er viss um að þetta verði mikið ævintýri," segir Elma Stefanía Ágústsdóttir, leiklistanemi við Listaháskóla Íslands. Hún er ein þriggja nemenda sem útskrifast af leikarabraut leiklistar- og dansdeildar LHÍ í vor sem hafa þegar gert samning við annað stóru leikhúsanna. Arnar Dan Kristjánsson og Hildur Berglind Arndal gerðu samning við Borgarleikhúsið og munu hefja þar störf í lok sumars. Elma Stefanía hlakkar mikið til að takast á við þau verkefni sem bíða hennar hjá Þjóðleikhúsinu. "Ég er komin með eitt verkefni en ég veit ekki hversu mikið ég má segja um það. Ég leik aðalhlutverkið í sýningu sem sett verður upp í Kassanum í haust. Fyrsti samlestur í því verður núna í lok maí," útskýrir hún. Arnar Dan segist einnig spenntur fyrir því að hefja störf hjá Borgarleikhúsinu og segir samninginn mikla viðurkenningu. "Það er alltaf gaman að vita að maður hafi staðið sig vel. Ég er þó sannfærður um að allir í bekknum eigi eftir að verða mikið í sviðsljósinu í framtíðinni því þetta er allt ofboðslega hæfileikaríkt fólk," segir Arnar.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira