Orðin nógu þroskuð til þess að taka hrósi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm." Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm."
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira