Ást og hörmungar 14. mars 2013 06:00 Anna Karenina fjallar um forboðna ást, útskúfun og hjartasorg. Leikkonan Keira Knightley fer með hlutverk Önnu Kareninu. Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs. Golden Globes Menning Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
Stórmyndin Anna Karenina verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Sagan er byggð á stórvirki rússneska skáldsins Leo Tolstoj og skartar Keiru Knightley í hlutverki hinnar ógæfusömu Önnu Kareninu. „Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins, en sérhver óhamingjusöm fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt." Á þessum fleygu orðum hefst skáldsagan um Önnu Kareninu og gefur setningin tóninn fyrir það sem koma skal. Sagan segir frá hjónunum Önnu Kareninu og Alexei Karenin sem lifa í ríkidæmi en eru samt afskaplega óhamingjusöm. Dag einn ferðast Anna Karenina frá hinni „bjúrókratísku" Sankti Pétursborg til hinnar frjálslyndu Moskvu í þeim tilgangi að koma á sáttum milli bróður síns og eiginkonu hans. Á meðan hún dvelur í Moskvu kynnist hún hinum töfrandi Alexei Vronsky greifa og brátt eiga þau í eldheitu ástarsambandi. Samband þeirra er síðan gert opinbert og í kjölfarið er Anna Karenina útskúfuð úr samfélagi þeirra auðugu með hörmulegum afleiðingum. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright og handritið skrifaði Tom Stoppard. Wright hefur leikstýrt myndum á borð við Pride & Prejudice, Atonement og Hanna. Tvær fyrrnefndu kvikmyndirnar fengu frábæra dóma og þá sérstaklega Atonement, sem hlaut sjö tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, sjö tilnefningar til Óskarsverðlaunanna og fjórtán tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna. Knightley og Wright, sem unnu fyrst saman við gerð Pride & Prejudice, leiða hér aftur hesta sína saman en með önnur hlutverk fara Jude Law, Aaron Taylor-Johnson, Alicia Vikander, Emily Watson, Kelly MacDonald og Bill Skarsgård, sem er yngri bróðir Alexanders Skarsgård. Íslenska leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer einnig með lítið hlutverk í myndinni. Anna Karenina hefur hlotið misjafna dóma, enda erfitt að taka svo viðamikið bókmenntaverk og ætla að stytta það niður í tveggja tíma kvikmynd. Myndin hlýtur 6,7 í einkunn á kvikmyndasíðunni Imdb.com og 64 prósent á vefsíðunni Rottentomatoes.com. Gagnrýnendur ýmist hylla myndina og leikstjórnarhæfileika Wright eða segja myndina misheppnaða og yfirborðskennda og eiga fátt skylt við hið bókmenntalega stórvirki Tolstojs.
Golden Globes Menning Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira