Kynlífið breytist eftir því sem aldurinn færist yfir Sigga Dögg skrifar 7. mars 2013 06:00 Sigga Dögg kynlífsfræðingur svarar spurningum lesenda. SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira
SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Sjá meira