Kynlífið breytist eftir því sem aldurinn færist yfir Sigga Dögg skrifar 7. mars 2013 06:00 Sigga Dögg kynlífsfræðingur svarar spurningum lesenda. SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel. Sigga Dögg Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira
SPURNING: Við erum hjón á fertugsaldri. Vandamálið hjá honum er það að tólin eru bara orðin eitthvað þreytt. Hann er nýfarinn að finna fyrir því að hann á erfitt með að halda stinningu allan tímann meðan við stundum samfarir og svo ef hann fær fullnægingu þá er það bara eitthvað slef. Þar af leiðandi hefur áhuginn hjá honum minnkað. Kynlífið hefur alltaf verið mjög gott og fjölbreytt hjá okkur svo þetta er algjört sjokk. Ekki þykir mér hann nú gamall svo ég vil ekki kenna aldrinum um. Er möguleiki á að þetta geti verið eitthvað tímabundið? Hvað er til ráða?" SVAR: Kynlíf breytist og þróast eftir því sem við eldumst. Líkaminn breytist og slíkt getur haft áhrif á getu, löngun og stundum smekk. Það er alltaf erfitt að ætla fara greina slíkt í bréfaskrifum og því lítið annað í stöðunni en að kíkja til þvagfæralæknis og mögulega í framhaldinu í ráðgjöf hjá kynfræðingi. Læknisskoðun mun geta skorið út um hvort vandamálið sé líffræðilegs eðlis og þá gefið ykkur viðeigandi ráðleggingar, jafnvel lyf. Rannsóknir benda til þess að karlmenn veigri sér við læknisskoðun og því gæti stuðningur þinn skipt sköpum í að bæta úr þessu vandamáli. Kynfræðingur mun spjalla við ykkur um kynlífið ykkar og spyrjast fyrir um ýmislegt líkt og forleik og hversu lengi samfarir standa yfir. Það erfitt að tala um einn mælikvarða um hvað sé ásættanleg tímalengd samfara þar sem það fer oft eftir parinu og væntingum þeirra. Ein þýsk rannsókn leiddi í ljós að meðallengd samfara væri um þrjár mínútur en að konur upplifðu það sem fimm mínútur. Þessi niðurstaða segir hvorki til um gæði samfaranna né unað kvennanna og því takmarkað hægt að nýta sér niðurstöðurnar sem mælikvarða. Því er gott að ræða þetta og kanna fleiri en eina hlið kynlífsins. Oftar en ekki glíma pör við misræmi í væntingum til kynlífs, en einnig til löngunar og upplifunar og því getur spjall við sérfræðing verið mjög hjálplegt. Kynlíf getur haft mikil áhrif á lífsgæði sem og gæði sambands, sérstaklega ef þið glímið við vandkvæði sem tengjast því. Ég hvet ykkur því til að leita til fyrrgreindra sérfræðinga og munið, ekki gera ekki neitt. Gangi ykkur vel.
Sigga Dögg Mest lesið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Sjá meira