Hitti Justin Bieber og hágrét í klukkutíma Freyr Bjarnason skrifar 7. mars 2013 06:00 Auður Eva með átrúnaðargoði sínu Justin Bieber baksviðs í London. "Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
"Þegar ég sá hann fyrst fannst mér hann bara vera í þrívídd, þetta var svo óraunverulegt," segir Auður Eva Peiser Ívarsdóttir, sem hitti goðið sitt Justin Bieber baksviðs fyrir tónleika í London um síðustu helgi. Auður Eva, sem er á fimmtánda aldursári, vann svokallaðan "meet and greet"-miða í gegnum aðdáendasíðu hans. Hún þurfti að senda þangað tölvupóst með ljósmynd af öllu Justin Bieber-dótinu sem hún átti, ásamt fleiri upplýsingum. Að auki lét hún fylgja með aukalega tveggja blaðsíðna langt bréf um að hún væri frá Íslandi og að hún væri á leiðinni til London á tónleikana. Hún bætti við að hún hefði staðið fyrir Bieber-göngunni á Íslandi árið 2011 ásamt vinkonum sínum. "Það voru um tvö þúsund manns sem tóku þátt í þessari keppni en bara tíu sem unnu og ég var ein af þeim," segir Auður Eva, sem er enn í skýjunum. "Ég fékk að vita kvöldið fyrir tónleikana að ég fengi að hitta hann og ég grét og grét." Hún segir fundinn með Bieber hafa verið draumi líkastan. "Þegar ég labbaði inn til að stilla mér upp við hliðina á honum þá var hann brosandi og rosalega ánægður og ég varð mjög glöð að sjá það." Eftir að tekin hafði verið mynd af þeim saman föðmuðust þau áður en Bieber þurfti að fara og hitta fleira fólk. "Ég labbaði tvö skref frá honum í gegnum eitthvert tjald og þá datt ég í gólfið og fór að hágráta. Ég gat varla andað. Ég hljóp svo til mömmu í fangið á henni og hélt áfram að gráta. Ég grét í svona klukkutíma eftir þetta," segir hún hlæjandi. Auður Eva, sem er í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði, segir Bieber vera fullkominn á alla vegu. "Hann er líka svo indæll. Ég er sko alls ekki búin að jafna mig og ég mun pottþétt aldrei gera það." Breskir fjölmiðlar greindu frá því daginn eftir tónleikana að þeim hefði seinkað um tvo tíma og vönduðu Bieber ekki kveðjurnar. Auður Eva segir það algjört kjaftæði. Tæknilegir örðugleikar hafi valdið því að þau þurftu að bíða í 45 mínútur eftir popparanum. "Þetta var ekki Justin að kenna og það var bara mjög illa gert af þeim af klína þessu öllu á hann."Jaden Smith var hress þegar hann hitti Auði Evu.Justin Bieber var ekki eina stjarnan sem Auður Eva hitti baksviðs því leikarinn Jaden Smith var einnig á svæðinu. Hann gaf henni miða með auglýsingu fyrir nýjustu kvikmynd sína After Earth sem kemur í bíó í júní.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira