Fín endurkoma til Oz Sara McMahon skrifar 7. mars 2013 06:00 Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ævintýramyndin Oz The Great And Powerful verður frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er í leikstjórn Sam Raimi og þykir minna um margt á stíl meistara Tim Burton. Oz The Great And Powerful segir frá töframanninum Oscar Diggs sem er þeytt frá Kansas af fellibyl til hins litríka lands, Oz. Diggs telur sig hafa dottið í lukkupottinn enda er Oz töfrandi staður og íbúar landsins hafa lengi beðið eftir miklum töframanni sem gæti verið sjálfur Diggs. Hann hittir svo þrjár nornir, Theodóru, Evanóru og Glindu, sem eru fullar efasemda um að Diggs sé í raun sá mikli töframaður sem hann segist vera. Í kjölfarið flækist Diggs inn í þann vanda sem blasir við landinu og íbúum þess en með hæfileikum sínum og gáfum tekst honum ekki einungis að verða betri maður, heldir einnig umbreyta sér í hinn mikla galdramann sem allir þekkja. Stórstjörnur fara með helstu hlutverk myndarinnar og má þar helst nefna James Franco í hlutverki töframannsins Oscar Diggs. Michelle Williams leikur nornina Glindu, Rachel Weisz fer með hlutverk nornarinnar Evanóru og Mila Kunis leikur Theodóru. Að sögn Williams þótti henni sérlega gaman að fá tækifæri til að leika "góðu nornina" og þá sérstaklega vegna þeirra viðbragða sem hún fékk frá börnum þegar hún var í fullum skrúða. Kunis sagðist ekki hafa fengið sömu viðbrögð við sinni persónu. "Persónurnar taka allar breytingum í gegnum myndina, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar. Börn brostu ekki til mín þegar ég var komin í búninginn, það get ég sagt ykkur," sagði hún í viðtali við vefsíðuna Yahoo! Movies. Leikstjóri myndarinnar, Sam Raimi, er ekki ókunnugur því að leikstýra kvikmyndum sem byggðar eru á skáldskap því hann hefur leikstýrt þremur kvikmyndum um Köngulóarmanninn; Spider-Man, Spider-Man 2 og Spider-Man 3. Síðasta mynd hans var hrollvekjan Drag Me to Hell frá árinu 2009 sem hlaut einstaklega góða dóma. Oz The Great And Powerful hlýtur 67 prósent í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com og 7.2 á vefsíðunni Imdb.com. Gagnrýnandi Village Voice var lítt hrifinn af myndinni og sagði að við áhorfið hafi hann lengt eftir þeim töktum sem Raimi sýndi í Drag Me to Hell. Annar gagnrýnandi segir Oz The Great And Powerful aftur á móti vera ánægjulega endurkomu til Oz.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira