Leitar að því sem brennur á samfélaginu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 20. febrúar 2013 06:00 Eva Ísleifsdóttir rannsakar samfélagslegt minni í listgjörningi. Fréttablaðið/Stefán "Ég er að rannsaka samfélagslegt minni og reyna að komast að því hvort hin samfélagslega samviska eigi sér einhver sameiningartákn,“ segir Eva Ísleifsdóttur um listgjörninginn Cry Havoc, sem hún stendur fyrir. Verkefnið er partur af Make Space vinnustofudvöl í Reykjavík, sem Eva tekur þátt í og er haldin af The Nordic Residency Project á vegum The Festival í Reykjavík og The Anti Festival í Finnlandi. "Það var send út tilkynning um að listamenn gætu búið til verkefni í kringum konseptið hlýja,“ útskýrir Eva. "Ég ákvað að gera verkefni um eldinn því hann getur bæði verið sameiningartákn, til dæmis varðeldurinn sem fólk safnast saman í kringum, og eyðileggingarafl.“ Titill verksins er dreginn af frönsku herópi en inntak verksins er eins konar herhvöt, þar sem Eva óskar eftir tillögum frá fólki um hús og byggingar sem það vill sjá eyðilögð. Öll hús koma til greina, bæði opinberar byggingar og íbúðarhús. Í framhaldinu velur Eva eitt hús sem hún "kveikir í“ á táknrænan með eldskúlptúrum þannig að húsið verður "alelda“ í einn dag. En til þess þarf leyfi húsráðanda. "Þar verður til samtal, sem verður jafnframt hluti af verkinu og setur það í nýtt samhengi. Sumir senda kannski tillögur inn í gamni en það getur verið sláandi fyrir fólk að heyra að einhver vilji brenna ofan af því – þá fær verkið skyndilega alvarlegan tón,“ segir Eva, sem ákveður hvaða bygging verður fyrir valinu út frá fjölda tilnefninga og meðfylgjandi rökstuðningi. Í framhaldi gjörningsins verður gefin út bók þar sem allar helstu upplýsingar og samtöl verða teknar saman á einn stað. Evu hefur þegar borist fjöldi tilnefninga og segir greinilegt mynstur farið að myndast. "Stofnanir og opinberar byggingar eru algengastar, það beinist greinilega mikil reiði að stærri byggingum.“ Gjörningurinn verður kynntur á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Auk Evu halda þar erindi Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem flytja stutta kynningu á verkefninu Make Space; Magdalena Sigurðardóttir arkitekt fjallar um arkitektúr og umhverfi og Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld flytur erindið Góðmenni í hádeginu, níðingur á kvöldin – allt litróf samviskunnar. Nánari upplýsingar: cryhavocproject.tumblr.comthefestival.isantifestival.com Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Ég er að rannsaka samfélagslegt minni og reyna að komast að því hvort hin samfélagslega samviska eigi sér einhver sameiningartákn,“ segir Eva Ísleifsdóttur um listgjörninginn Cry Havoc, sem hún stendur fyrir. Verkefnið er partur af Make Space vinnustofudvöl í Reykjavík, sem Eva tekur þátt í og er haldin af The Nordic Residency Project á vegum The Festival í Reykjavík og The Anti Festival í Finnlandi. "Það var send út tilkynning um að listamenn gætu búið til verkefni í kringum konseptið hlýja,“ útskýrir Eva. "Ég ákvað að gera verkefni um eldinn því hann getur bæði verið sameiningartákn, til dæmis varðeldurinn sem fólk safnast saman í kringum, og eyðileggingarafl.“ Titill verksins er dreginn af frönsku herópi en inntak verksins er eins konar herhvöt, þar sem Eva óskar eftir tillögum frá fólki um hús og byggingar sem það vill sjá eyðilögð. Öll hús koma til greina, bæði opinberar byggingar og íbúðarhús. Í framhaldinu velur Eva eitt hús sem hún "kveikir í“ á táknrænan með eldskúlptúrum þannig að húsið verður "alelda“ í einn dag. En til þess þarf leyfi húsráðanda. "Þar verður til samtal, sem verður jafnframt hluti af verkinu og setur það í nýtt samhengi. Sumir senda kannski tillögur inn í gamni en það getur verið sláandi fyrir fólk að heyra að einhver vilji brenna ofan af því – þá fær verkið skyndilega alvarlegan tón,“ segir Eva, sem ákveður hvaða bygging verður fyrir valinu út frá fjölda tilnefninga og meðfylgjandi rökstuðningi. Í framhaldi gjörningsins verður gefin út bók þar sem allar helstu upplýsingar og samtöl verða teknar saman á einn stað. Evu hefur þegar borist fjöldi tilnefninga og segir greinilegt mynstur farið að myndast. "Stofnanir og opinberar byggingar eru algengastar, það beinist greinilega mikil reiði að stærri byggingum.“ Gjörningurinn verður kynntur á opnum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 20 í kvöld. Auk Evu halda þar erindi Alexander Roberts og Ásgerður G. Gunnarsdóttir, sem flytja stutta kynningu á verkefninu Make Space; Magdalena Sigurðardóttir arkitekt fjallar um arkitektúr og umhverfi og Jón Örn Loðmfjörð ljóðskáld flytur erindið Góðmenni í hádeginu, níðingur á kvöldin – allt litróf samviskunnar. Nánari upplýsingar: cryhavocproject.tumblr.comthefestival.isantifestival.com
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp